fimmtudagur, 17. júlí 2008

Rey Cup undirbúningur, greiðsla og skráning!

Sæl verið þið drengir og foreldrar!

Þá er það Rey-Cup 2008 sem hefst eftir viku. Flestir hafa tekið þátt áður og þekkja dagskrána en hér á eftir eru nokkur atriði sem vert er að huga að.

- Skráning: Búið er að skrá 3 lið í mótið; 1 A lið og 2 B lið. Þið þurfið að láta okkur vita sem allra fyrst ef þið verðið ekki með. Aðeins einn leikmaður er búinn að láta mig vita að hann sé að fara til útlanda og einn leikmaður er meiddur. Aðra tel ég klára (ca.48 leikmenn) en bið ykkur að láta mig vita sem allra fyrst ef þið eruð ekki klárir (svo bókið þið ykkur algjörlega með skráningargjaldinu).

- Þátttökugjaldið á mótinu er kr. 12.500 á mann - og þarf að greiða það sem fyrst inn á eftirfarandi reikning: Banki: 1110-26-010708. kt: 100962-2769,
Kvittun á e-póst:
aj@borgun.is - Munið að setja nafn leikmanns í skýringu.

Lokafrestur til að greiða er 22. júlí. (Ath. inneign, sjá neðst). Þeir sem vinna svo a.m.k. 20 stundir fyrir Rey-Cup fá hálft mótsgjaldið endurgreitt eftir mótið.

-
Skipulag: Allir í 3. flokki karla gista heima hjá sér en flokkurinn hefur aðstöðu í Langholtsskóla á meðan á mótinu stendur fyrir fundi og samveru á milli leikja og dagskráratriða. Prógrammið verður svipað og í fyrra: Leikmenn hittast í morgunmat í Langholtsskóla með keppnisföt og sundföt og halda hópinn með sínu liði og liðsstjóra þar til dagskránni lýkur að kvöldi og fara þá heim og sofa þar.

Mótið hefst formlega miðvikudaginn 23. júlí með fundi 3. flokks ásamt þjálfurum í Langholtsskóla, (auglýst nánar síðar) en fyrstu leikirnir eru fimmtudaginn 24. júlí.

Mótinu lýkur sunnudaginn 27. júlí. Sjá dagskrá Rey-Cup á heimasíðu Þróttar.

- Keppnisfatnaður: Allir þurfa að hafa hvítar stuttbuxur, hvíta sokka, fótboltaskó og Þróttaratreyju. Einhverjir eiga treyju, en aðrir fá keppnistreyju lánað og þurfa að sjá um hana allan tímann og skila í lok mótsins. Upphitunarföt, Þróttaragalli, (Þróttarastakkur) þurfa líka að vera til staðar.

- Hádegismatur /vallarnesti: Öll lið Þróttar fá hádegismat og vallarnesti í Þróttaratjaldinu á mótssvæðinu. Hingað til hafa foreldrar hjálpast að við að safna nesti frá góðviljuðum stuðningsaðilum og biðjum við alla sem luma á samböndum við heildsala, kaupmenn og/eða bændur að nýta þau til hins ýtrasta og koma aðföngum til flokksráðs (Áshildur s: 895-9240). Allur bakstur er einnig vel þeginn. Við hvetjum líka til þess að menn bjóði fram aðstoð sína við nestismálin í tjaldinu.

- Foreldrafundur verður í sal Þróttar mánudaginn 21. júlí kl. 19:00. Þar verður farið yfir dagskrána á mótinu, skipt í hlutverk liðsstjóra/fararstjóra og skráð á vaktir í matartjaldinu. Hvert lið þarf að hafa 1-2 liðsstjóra hvern dag. Mikilvægt að sem allra flestir foreldrar mæti.

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Þið fáið svo meiri upplýsingar þegar nær dregur, reynum svo að æfa í liðunum 2-3 sinnum fyrir mót.
kv,
Flokksráð 3.fl kk, Örnólfur, Ingvi og Dóri.

- - - - -

p.s. inneignir: Bjarki Björgvinsson - 6.000kr. Einar Þór Gunnlaugsson - 5.000kr. Jakob Fannar Árnason - 3.600kr. Jónmundur Þorsteinsson - 3.500kr. Viktor Berg Margrétarson - 4.500kr. Daníel Örn - 4.000kr. Jóel - 4.000kr.

Engin ummæli: