Sæler.
Það er æfing í dag, miðvikudag - það var alltaf á dagskrá (menn voru ekvað að spá í commentunum). En hún er um kveldið, á undan myndasýningunni (en ekki um morgunin - erum soldið slappir á morgunæfingunum). Planið í dag er þá svona:
- Mið - Æfing - Suðurlandsbraut - kl.18.00 - 19.30.
- Myndasýning: Kæru foreldrar og forráðamenn! Það verður myndakvöld frá Spáni næsta miðvikudagskvöld 9. júlí kl. 20:00 í salnum í Félagshúsi Þróttar. Foreldrar eru einnig velkomnir. Boðið verður upp á veitingar (en það er samt vissara af fá sér smá bita heima líka).
Hittumst hress og kát og skemmtum okkur !! Kveðja frá fararstjórum
Annars fengum við ansi góðann skell á móti KR í gær þrátt fyrir að hafa verið með boltann megnið af leiknum. En það er svo aftur leikur v Leikni á morgun, fimmtudag - alltaf gott að fá leik fljótt aftur þegar maður hefur tapað - þá getur maður snúið við dæminu.
Býst við svaðalegri mætingu á æfingu! Handboltaguttar mættir aftur á klakann (valla á æfingu takk). Engin æfing í mfl þannig að kjappinn er með (ekki í marki). Og Dóri ætlar að vera með svaðlega nýja þraut!
Sjáumst úberhressir alveg (þeir sem fóru í ísbaðið verða það alla veganna).
Ingvi og Dóri.
- - - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Isbadid er snilld
ég er nokkuð slæmur í lærinu ennþá og ætla að láta það batna kem því ekki á ævingu.
Starki
Skrifa ummæli