mánudagur, 7. júlí 2008

Íslandsmótið v KR2!

Já.

Loksins var komið að þriðja leiknum hjá okkur - veit ekki hvort að menn héldu að þetta yrði eitthvað létt því staðreyndin 6-1 tap! Vorum samt með boltann nánast allann leikinn en náðum bara ekki að klára dæmið. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: KR2.
Tegund liðs: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Þriðjudagurinn 7.júlí.
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: TBR völlur.

Dómari: Dóri er náttúrlega besti dómarinn í Þrótti, en Binni G hefði mátt vera hressari á flautunni!
Aðstæður: Ansi heitt í veðri og völlurinn soldið þurr, en samt góður.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Úrslit: 1 - 6.

Mörk: Flóki (fylgdi vel eftir vítinu sínu).
Maður leiksins: Kormákur.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor Berg og Kobbi (c) bakverðir - Tolli og Gummi miðverðir - Bjarki Steinn og Gulli á köntunum - Kommi og Hreinn á miðjunni - Daníel Örn og Flóki frammi. Varamenn: Hrafn, Viktor G, Starki, Tryggvi og Davíð Hafþór.

Frammistaða:

Ekki panikka þótt punktarnir séu neikvæðir á köflum - vinnum bara í þeim!

Orri: Hefur oft verið betri og einbeittari - og of margir boltar frá honum fóru beint á kr-ingana.
Viktor B: Virkaði smá stressaður sóknarlega - og vantaði smá meiri kraft í návígin varnarlega.
Tolli: Átti nokkuð góðan leik - spurning með staðsetningar í mörkunum í fyrri, náði ekki að sjá það nógu vel - og svo seigur á kantinum í lokin.
Gummi: Djöflaðist vel allann leikinn - en mætti tala meira og stjórna bakverðinum sínum megin.
Kobbi: Vann mjög vel, var mikið í boltanum, sérstaklega í seinni hálfleik. vantaði kannski nokkrum sinnum að hafa síðustu sendinguna betri. Samt góður leikur.
Gulli: Var mjög hættulegur með boltann og lét hann rúlla betur en vanalega - en samt svekkjandi að fá ekkert út úr sendingunum né skotunum hans.
Kommi: Örugglega mest með boltann í okkar liði, duglegur að losa sig og fá boltann, og líður náttúrulega vel með hann - skilaði honum yfirleitt vel frá sér - topp leikur.
Hreinn: Fyrsti leikurinn hans (undir minni stjórn) með B liðinu og flestum leikmönnunum - leysti sína stöðu bara nokkuð vel og átti prýðilegan hálfleik.
Bjarki Steinn: Sama hér og hjá Gulla, var duglegur að losa sig og fékk boltann oft út á kant - en náði ekki að klára dæmið né setja félagann upp þannig að við fengum mark út úr því.
Daníel Örn: Nokkuð ánægður með hann - var duglegur að bjóða sig og átti yfirleitt góð hlaup - en hefði mátt fá betri bolta til að moða úr.
Flóki: Svona melló leikur - staða á velli kannski eitthvað að trufla hann - en lala víti en snilldarlega fylgt á eftir.

Hrafn: Nokkuð ánægður með innkomuna hans - var óhræddur að fara upp í skallabolta og var vel í bakinu á þeim miðsvæðis. Mætti vera aðeins meira á tánum - sneggri að finna mann.
Viktor G: Kom nokkuð vel út í sínum fyrsta leik í íslandsmótinu - á að leysa þessa stöðu manna best og gerir það pottþétt þegar hann er búinn að mæta eins og ljónið á æfingar.
Starki: Var ekki alveg að finna sig á miðjunni - náttúrulega ný kominn aftur eftir frí, og líka kannski ekki vanur miðjunni. Rúllar upp næsta leik.
Tryggvi: Nokkuð sprækur eftir svíþjóð - fékk alla veganna einn deddara sem ég hefði viljað sjá inni, eftir svaðalega sendingu frá tolla - klárar það á fimmtudaginn.
Davíð Hafþór: Prýðileg innkoma á vinstri kantinn - átti alla veganna tvær ágætar fyrirgjafir. bara versla skó fyrir næsta leik!

Almennt um leikinn:

Vill byrja á að taka á mig smá klúður í byrjun - Dóri þurfti að dæma og ég missti af fyrsta korterinu! Vonum að þetta gerist ekki aftur. Tökum svo hvern hálfleik fyrir sig:

Fyrri: Vorum örugglega með boltann 75% af leiknum - lendum samt 2-0 undir þegar hálfleikurinn var hálfnaður, og svo kom það þriðja skömmu seinna. Öll mörkin keimlík, vorum alls ekki nógu grimmir, svo einfalt er það.

Við áttum fullt af skotum á mark, það er mjög jákvætt. Fram á við tókum við fullt af þríhyrningum og vorum nokkuð duglegir að finna lausann mann, sérstaklega Komma. Það vantaði samt að taka loka hlaupið og hafa loka sendinguna " a la xavi" eða " a la fabregas"! Hlupum stundum of langt með hann, eiginlega beint í lappirnar á þeim.

En náðum að minnka muninn, flott gegnumbrot hjá Danna sem fékk verðskuldað víti. Flóki kallaður til, lét verja frá sér en fylgdi vel á eftir og 1-3 í hálfleik.

Seinni: Hélt að við myndum koma alveg brjálaðir til leiks og minnka munin. Við vorum enn með boltann eins og í fyrri en náðum bara ekki að slútta. Komumst trekk í trekk að vítateignum þeirra en lengra fórum við eiginlega ekki. Áttum nokkur ágæt skot, nokkrar góðar fyrirgjafir en vorum ekki með heppnina með okkur. Misstum boltann líka ansi oft með slökum sendingum - verðum að laga það strákar.

Í staðinn kláraðu þeir einu tvö góðu færin sem þeir fengu. Þar vantaði miklu meiri power okkur og að loka betur á skotinn þeirra. Og í lokin kom svo sjötta markið þeirra, algjörlega til að toppa daginn!

En lærum af þessu strákar, það er bara næsti leikur, og veit við mætum í hann á milljón, allir.

- - - - -

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara powerade í hálfleik þá verðum við með nógu mikið power í seinni