laugardagur, 26. júlí 2008

Rey Cup - plan fyrir lokadaginn!

Jójójójó.

Náðum ekki að hafa fund í kvöld til að fara yfir morgundaginn - í staðinn skelli ég planinu hér á bloggið, auk þess að ég smessa á alla. Vona líka að menn verði duglegir að láta félagann vita.

- Við eigum innbyrðisleik kl.9.00 á Suðurlandsbrautinni. Menn mega ráða hvort þeir kíki í morgunmatinn upp í Langó, en það er algjör skylda að vakna á skynsamlegum tíma og næra sig. Allir eiga svo að vera mættir klárir kl.8.30 upp á Suðurlandsbraut. Meiddir menn taka því bara rólega - kíkja samt á leikinn og vera í peppinu.

- Eftir leik ætlum við að skola af okkur í sundi, þannig að muna eftir sund dóti og hreinum fötum til að fara í.

- A liðið á leik v Fram kl.10.00 á Framvelli (þannig að það er mæting 8.30 í morgunmat hjá þeim).

- kl.12.00 ætlum við að slútta mótinu allir saman á Pizza Hut. Kostar þúsara á mann - hlaðborð og læti :-)

- Úrslitaleikurinn í 3.fl er svo kl.13.00 og úrslitaleikurinn í 4.fl er kl.14.00, ef menn vilja kíkja á þá. Loks er verðlaunaafhendingin kl.14.45.

Endum mótið á flottum nótum saman strákar.
Sjáumst hressir í fyrramálið.
Ingvi og co.

- - - - -

Engin ummæli: