miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Fös (+ fjáröflun)!

Sælir.


Skólasetning í Langó í morgun, væntanlega í Vogó og Laugó líka. Veit ekki með menntaskólaspaðana - er ekki kick off í næstu viku þar. Verður hresst að fá "kemst ekki á æfingu - þarf að læra" bráðum!


En það er frí á æfingu í dag, föstudag. Set svo hópinn fyrir leikinn inn seinna í dag/kvöld.

Hér fyrir neðan er svo smá fjáröflunardót fyrir þá sem hafa áhuga - bóka sig sem fyrst.

Heyrumstum,
Ingvi og Dóri.

- - - - - -

Á mánudaginn kemur (25.ágúst) er vörutalningu í Hagkaup Holtagarðum - frá kl: 18:00 og til miðnættis. 1000kr á tímann - upplagt að safna fyrir lokaslúttinu okkar!

Það verður frí á æfingu þennan dag - bóka sig í commentakerfinu eða með smessi á kallinn (869-8228). Krissi hlýtur svo að vera verkstjóri fyrir okkar hóp!

- - - - -

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvenær koma liðin????