Sælir félagar.
Það er frí í dag, laugardag. Massa fjör niður í bæ eins og flestir eflaust vita. En á morgun, sunnudag, er skyldumæting í smá "hádegisgöngutúr" og svo mfl leik um kvöldið - ég set hérna fyrir neðan skilaboð sem skýra það.
Það virðast ansi margir vera fjarverandi, alla veganna vantaði ansi marga á fim og fös. En við sjáum hverjir mæta á morgun og eru klárir í leikinn v selfoss á mánudaginn (menn sem hafa ekkert mætt mega alveg bjalla á mig og láta vita status).
En annars sjáumst við á morgun, sunnudag:
- - - - -
Þróttur – Fram
Sunnudaginn 10. ágúst
Kæru strákar í 3. og 4. flokki karla í Þrótti
Núna vantar okkur hjálp - Við þurfum að fá alla stráka í 3. og 4. flokki til að hjálpa okkur við að dreifa leikskránni okkar í öll hús á morgun, sunnudag, þannig að við fáum sem flesta á völlinn í leiknum á móti Fram.
Þessir leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur og óskum við eftir þinni hjálp kl. 12:00 á sunnudaginn við að bera út leikskránna. Mæting er kl. 12:00 í Þróttarheimilið eins og áður segir og því fleiri sem mæta því auðveldara verður þetta. Að sjálfsögðu vonumst við líka til að sjá alla á vellinum um kvöldið og hvetja okkur til sigurs.
Allir þeir sem mæta og hjálpa okkur við þetta fá nafnið sitt í pott en síðan verður dregið út á heimaleiknum tvær áritaðar Þróttartreyjur sem einhver heppinn 3. eða 4. flokks strákur hlýtur.
Sjáumst á sunnudaginn
Kv. Meistarflokkur karla í Þrótti
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
kemst ekki á morgun, er að vinna og er ekki viss með selfoss..
- Viktor Berg
er að fara vinna.
kv. arnar kári
klukkan hvað byrjar leikurinn?
19.15. .is
Skrifa ummæli