föstudagur, 15. ágúst 2008

Ísl mót v Breiðablik2!

Jamm.

Þriðji leikur vikunnar fór vel - kláruðum hann eins og við töluðum um, og nokkuð örugglega. Soldið í ökla eða eyra hjá okkur í sumar. En þetta var flottur sigur, og náðum þá öllum pakkanum í vikunni (þ.e. tap, jafntefli og sigur)! En allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Breiðablik2.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið:
B lið.

Dags: Föstudagurinn 15.ágúst
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Dómari: Oddur var góður þrátt fyrir seinkomu og ekkert úr. Bjarki B orðinn leikjahæstur á línunni og Nonni kom sterkur inn. Línuvarðaflöggin komu líka flott út í dag!
Aðstæður: Hlýtt í veðri og suddinn var bara nokkuð góður í dag.

Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Úrslit: 9 - 1.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Símon 2 - Anton Sverrir - Jakob Fannar - Tryggvi - ?

Liðið:

Krissi í markinu - Viktor G og Starki bakverðir - Tolli og Kristó miðverðir - Addi K og Danni Örn á köntunum - Anton Sverrir og Hreinn Ingi á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Úlli, Símon, Mikki, Jóel og Kobbi.

Frammistaða:

Krissi: Lauk þriðja leiknum í vikunni með flottri frammistöðu (samt skandall að ég hafi ekki fengið banana í dag).
Viktor G: Allt save - tók fullann leik og stóð sig afar vel.
Starki: Sama hér - flottur leikur, tapaði ekki tæklingu og kom líka vel með í sókina.
Tolli: Gríðarlega öflugur, í fanta formi - smá "gerrard" í honum finnst mér!
Kristó: Sterkur og stjórnaði vörninni afar vel.
Addi K: Meiddist snemma í leiknum og gat ekki spilað meir, sem var audda synd.
Danni: Duglegur að vanda - topp leikur.
Anton Sverrir: Tapaði afar fáum einvígum á miðjunni - átti líka fullt af fínum boltum.
Hreinn: Fínn leikur, duglegur og vann vel, óheppinn að setjann ekki í dag.
Flóki: Fór loksins í gang og kláraði eins og hann er vanur.
Tryggvi: Fór minna fyrir honum en vanalega, en átti samt fínan leik (samt eins og hann hafi verið að hugsa um grillið eftir leik).

Úlli: Tapaði ekki einvígi - kom inn á með miklum látum og lét finna fyrir sér.
Mikki: Flott innkoma - hefði mátt biðja um boltann meira, enda duglegur að losa sig.
Kobbi: Duglegur og mikið í boltanum, og var að lúkka í nýrri stöðu.
Símon: Stimplaði sig loksins inn með tveimur góðum mörkum, afar vel af sér vikið.
Jóel: Orðinn góður af öklameiðslunum og kom sterkur inn í dag - fínn leikur.


Almennt um leikinn:

Sigurinn var aldrei í hættu í dag, þrátt fyrir að Blikarnir gáfust aldrei upp. Náðum að setjann snemma í leiknum, og eins og við vitum, þá er það aldrei leiðinlegt, og vill oft verða þannig að það lið sem gerir það, klárar leikinn (soldið flókin setning)!

Margir að gera virkilega vel - eins og sjálfstraustið hafi loksins komið. Menn sem komu inn voru ready og mættu inn á fullu.

Við vorum rólegir og kláruðum færin okkar afar vel.

Mætum nú vel og gerum okkur klára fyrir síðasta leikinn í íslandsmótinu á móti Gróttu - þann leik ætlum við að klára.

- - - - -

Engin ummæli: