fimmtudagur, 11. september 2008

Fim!

Sælir meistarar.

Vona að menn hafi tekið vel á því gær og haft gaman af. Kallinn var (kemur á óvart) á ír æfingu (leikur í kvöld - næst síðasti sjens að sjá kallinn spila á ír vellinum). Þið hljótið svo að hafa kíkt á landsleikinn - frekar góður en algjör bömmer að fá ekki stig :-/

1. Það er frí í dag, fimmtudag (nema hjá viktori b og tolla sem skulda að lágmarki 5km hring í dag).

2. Við stefnum svo á sameiginlega lokaæfingu á morgun, föstudag, á gervigrasinu. Pantaði grasið áðan, og set staðfestann tíma inn seinna í dag (örugglega um 17.00 leytið). Tökum afar ferska upphitun, pró reit og svo bullandi spil. Stefni á að hóa í Flair Utd (unnum mótið reyndar svo léttilega í fyrra að það var hálf asnalegt). Jafnvel pokadjús ef ég verð í góðu skapi.

3. Loka-loka slúttið okkar verður svo um þar næstu helgi (20-21.sept). Tölfræði ársins kemur líka þá!

4. Uppskeruhátíðin á Brodway verður sunnudaginn eftir það (28.sept).

5. Annars skellur nú um helgina á ca. tveggja vikna pása, og nýtt season hefst svo á "fulle femm" í byrjun okt (ca. 1.okt), ´92 kóngarnir færast upp í 2.flokk, ´94 maurarnir koma upp til ´93 spaðana, og haustmótið byrjar svo skömmu seinna :-) Ekki alveg klár á þjálfaramálum en hlýtur að fara að skýrast.

Líf og fjör.
Gaman saman,
Ingvi og co.

- - - - -

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er ekki hægt að hafa æfinguna á suðurlandsbraut út af því að þetta er lokaæfingin!!!

Nafnlaus sagði...

tímabilið er búið að líða óvenju hratt..

Nafnlaus sagði...

Suddinn er "suddalega" blaut, og líka alveg bókuð í dag, föstudag. tökum etta bara "old school" í dag :-) og tíminn líður hratt "when you´re having fun" - sagði það ekki einkur! .is