Sælir drengir.
Maður segir alltaf bara brot þegar maður heyrir í ykkur "live" - og svo þorði mar audda ekki að taka hljóðneman af Sóla á Broadway á sunnudaginn!
Allla veganna,
Takk kærlega fyrir tímabilið. Ég er bara nokkuð sáttur þó að sumt hafi mátt gera öðruvísi hjá okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem við erum með tvo hópa í 3.flokki - ég held að það hafi bara gefist vel þótt maður hefði auðvitað líka viljað hitta hinn hópinn oftar og blanda hópunum oftar saman. En þetta verður örugglega rætt og ákveðið hvernig framhaldið verður.
Ég mun sem sé ekki koma að þjálfun 3.flokks á næsta ári - það er ekki alveg komið á hreint hvað ég geri. Á kannski (vonandi) eftir 1-2 ár í boltanum sjálfur og finnst ekki alveg rétt að vera að þjálfa "á hlaupum" eins og raunin varð oft í sumar. En er nú samt ekki alveg að taka sófann á etta - hlýt að koma að þjálfun einhvers staðar á næsta ári!
Ef ´92 strákarnir eru ekki búnir að fá leið á kallinum þá er eitthvað að! Þetta var sem sé sjötta árið með hluta af þeim. Reyndar bara þriðja árið með ´93 spaðana. En allt snilldar ár og verður skrýtið að hitta ykkur ekki reglulega.
Stór og flottur hópur flyst nú upp um eitt ár og verður eldra árið í 3.flokki.
Þetta verður afar spennandi ár - þetta er stór og sterkur hópur og nú þurfið þið að taka meiri ábyrð. Koma flokknum upp úr C riðli - og svo bara fá fleiri leikmenn í úrtakshópa KSÍ. Örnólfur verður áfram með flokkinn og honum til aðstoðar verður nýr þjálfari, kemur frá Egilsstöðum (keppti á móti honum um daginn - spyrjið hann hvort ég hafi ekki farið illa með hann). En þið takið honum vel. Held að fyrsta æfing hjá ykkur verði í lok vikunnar!
Nú fer slatti af sterkum strákum upp í 2.flokk.
Ég er ekki alveg klár hver verður með hann, býst samt við að Steini haldi áfram. Veit ekki heldur hvenær fyrstu æfingar eru hjá ykkur en skal komast að því. Eins og ég sagði á sunnudaginn þá líður ekki á löngu þar til þið verðið farnir að æfa með meistaraflokki (bara plís ekki taka mína stöðu og setja mig á bekkinn)! En það er bara stuð í öðrum flokk. Þar verðið þið í fyrsta skiptið með ´90 hópnum og verður gaman að sjá hvernig þið standið ykkur.
Annars þakka ég bara kærlega fyrir aftur, Einnig Örnólfi og Dóra.
Ég vona að þið strákar séuð almennt sáttir. Annars þætti mér vænt um öll "comment" sem þið hafið um árið, þjálfunina, hárgreiðslurnar ofl.
Takk kærlega og heyrumt.
ingvi - 869-8228 - ingvisveins@langholtsskoli.is
- - - - - -
Eldra ár í 3.flokki (27): Anton Sverrir - Arnar Kári - Arnþór Ari - Árni H - Árni Freyr - Daði Þór - Daníel Örn - Davíð Þór - Guðmundur Andri - Hákon - Hrafn - Kormákur - Kristján Orri - Kristján Einar - Kristófer - Jón Kristinn - Matthías - Mikael Páll - Orri - Jóel - Sindri - Stefán Tómas - Stefán Karl - Tryggvi - Viktor Berg - Úlfar Þór - Þorleifur + Sigvaldi? - Valgeir Daði?
Yngsta ár í 2.flokki (18): Anton E - Aron Ellert - Bjarki Þór - Bjarki B - Bjarki Steinn - Bjarmi - Bolli - Daníel Ben - Einar Þór - Flóki - Jakob Fannar - Jónmundur - Óskar - Símon - Snæbjörn Valur - Starkaður - Viktor G - Ævar Hrafn + Ásgeir? - Davíð Hafþór? Emil Dagur?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ég þarf síðan að heimta bíómiðann minn
-tryggvi
frábært ár þó að hárgreiðslan hafi klikkað í tímapunkti í sumar ! :D
sindri
jáá ég líka skuldaar mér bíó miðann !! haha
komin tími á etta kaffi
ég er 100% sammála sindra :D!
-Tolli
jájá:D!þakka árið leitt að hafa ekki kvatt þig almennilega, en þú kíkjir einhvern tímann á æfingar hjá okkur;)leggja aðeins í bankan ehaggii..:P
- Viktor BERG!
Takk fyrir árin ! :D Mjög skemmtileg ár!! :)
- Krissi !:P
Takk Ingvi fyrir öll árin sem þú hefur verið að þjála okkur,Þetta eru búin að vera 6 eða 7 ár og öll mjög skemmtileg og lærdómsrík. og vonast ég til að sjá þig æfa og keppa hjá Þrótti. Gangi þér vil og takk fyrir allr. Kveðja Símon
Skrifa ummæli