miðvikudagur, 24. september 2008

Uppskeruhátíð Þróttar - sun!

Sælir meistarar.

Og takk fyrir síðast - Snilldar dagur (fyrir utan markið hjá ramsey)! Ég náði audda ekki að segja allt sem ég vildi segja í dag - set restina í lokablogg á mánudaginn!

En uppskeruhátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 28.september frá kl. 13:00-15:00 á Broadway.

Veittar verða viðurkenningar, nýir þjálfarar kynntir sem og þeir þjálfarar kvaddir sem láta af störfum. Ný æfingatafla verður einnig kynnt. Loks verður hið fræga kökuhlaðborð á sínum stað.

Foreldrar eru hvattir til að mæta með sínum börnum og þiggja kaffi og með því.

Sé vonandi sem flesta á morgun. Við sitjum örugglega allir saman eins og vanalega.
Mæta snyrtilega klæddir og með vax í hárinu :-)
Ok sör,
Ingvi og co.

- - - - - -

Engin ummæli: