Sælir meistarar.
Hvernig hafið þið haft það?
Ég set vonandi einhverjar upplýsingar um lokaslúttið í kvöld en í dag, fimmtudag (og ekkert smá snemma) er þriðji síðasti leikur meistaraflokks í sumar:
Valur - Þróttur - Ovodafon völlurinn - kl.17.15.
Set smá frétt um leikinn hér fyrir neðan.
Annars sé ég ykkur vonandi hressa.
Until tonight,
Ingvi
- - - - -
Þróttarar eiga harma að hefna eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna 0-3 á Valbjarnarvelli fyrr í sumar, þar sem Valsmenn komust í 0-2 eftir 19mín leik. Eftir góðan sigur gegn ÍA í síðasta leik eru Þróttarar vonandi komnir á rétta braut og með sigri er ljóst að liðið hefur þar með tryggt veru sína í efstu deild fyrir afmælisárið 2009. Allir leikmenn sem voru í hóp síðast eru heilir og enginn í banni. Leikurinn er á svolítið sérstökum tíma eða kl 17.15. Við hvetjum alla til að
skella sér á Hlíðarenda á glæsilegan heimavöll Valsmanna.
Miðar fyrir 12-16 ára má fá frítt í næsta útibúi Landsbankans, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Fullorðinsmiðar á kr 1200 á www.midi.is
Koma svo , hvetjum liðið til dáða og mætum tímalega á Vodafonvöllinn kl.17.15, fimmtudag.
Lifi Þróttur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli