Sæler.
Temmilega sáttur við lokaæfinguna áðan - skrýtin en samt nett tilfinning að vera komnir aftur á gervigrasið. Saknaði ca. helming leikmanna, en flestir held ég með löglega afsökun (heyrði samt eina góða tengda brunahana - hún vinnur keppnina í ár ef hún reynist rétt, og hef ég nú heyrt þær nokkrar í ár). Í dag var líka algjör met fjöldi manna í hettupeysum (gleymdi að refsa hrafni sérstaklega fyrir sína).
Doddi og Rabbi kíktu á okkur fyrir æfingu og röbbuðu um mfl leikinn á sunnudaginn v ÍA. Hann er kl.16.00 á Valbirni og vona ég að allir nái að kíkja að þessu sinni, og draga einhvern með sér (líka þú orri)!
My "brotha" ekki alveg í formi og er enn að jafna sig eftir spilið, var samt flair í dag (var í ír peysu sko).
Bjóst við meiri gleði hjá mönnum að sjá kók og prins í stað hins hefðbundna djús í poka! Og gleymdi loka sláarkeppninni - var með drykki og alles, algjör skandall. Eigum við samt að ræða ekvað powerade kostnað árins :-/
Það er hér með skollið á tveggja vikna frí, þó með einhverjum "truflunum"!
Við eigum lokaslúttið okkar eftir - stefnum á það um næstu helgi (líklegast á sunnudeginum)! Skipulagsnefnd situr sveitt við að plana daginn! Einnig situr tölfræðinefnd að störfum (yfir markaskorurum, mætingum ofl).
Held svo að Örnólfur ætli að taka eina æfingu í slúttið með A hóp - og það gæti alveg farið að ég myndi boða menn í dýnubolta eða á sparkvöll, svona ef fríið er alveg að fara með menn!
Annars bara að sinna skólanum og stelpunum! Kíkja á mfl leikina sem eftir eru (og þennan eina ír leik sem er eftir).
Hef verið alveg ótrúlega slakur með cameruna í ár, get varla sett eina hress inn í lokin. Þvílíkur skandall.
En áfram duglegir að fylgjast með á þessu fáránlega hressa bloggi! Svo bara gíra sig fyrir næsta ár, sem ætti að vera afar spennandi og nett fyrir alla :-)
Áfram Liverpool á morgun.
Sé ykkur á sunnudaginn.
heyrumst betur,
Ingvi (8698228).
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli