miðvikudagur, 31. október 2007

Fim!

Jeppa.

Rættist úr veðrinu í gær - en kallinn mætti aðeins of seint eftir að hafa unnið "besti búningurinn" á grímuballi 6.bekkjar! Hrekkjavakan er svo í dag - eruði að grínast hvað ég skar út scary grasker!

- A hópur chillar í dag, miðvikudag, en keppir nánast bókað á föstudaginn v Grindavík.
- B hópurinn chillar líka í dag en æfir (fyrr út af vetrarfríinu) á morgun + endar á smá gúffi:

Æfing - B hópur - Fimmtudag - Gervigrasið - kl.13.00 - 15.00.

Hittumst í klefa 2, hægt að klæða sig í þar sem vilja - masterum móttöku og sendingar + 1 test á æfingu og endum á smá spjalli og bakarísgúffi uppi í sal - nóg að mæta með 350kall.

Auglýsi eftir Ása og Tuma og einhver að draga Starka á svæðið!
Sjáumstum,
Ingvi og Örnólfur

Vatn: Flóki.
Boltar: Flóki. (- já það er bara þannig).
- - - - -

þriðjudagur, 30. október 2007

Þrið!

Jev.

Grasið slapp í gær - og tókum vel á því. Vantaði reyndar nokkrar á fyrri æfinguna, en þetta var fyrsta æfingin á nýjum tímum. Soldið klikk með árekstur við handboltann sem við náðum ekki að bjarga - en við leysum það einhvern veginn. Þrátt fyrir leiðindi í Flóka þá stóð kallinn sig vel í markinu í gær - náðist líka mynd af einni björguninni! Rústaði meir að segja á mér puttanum í einni skutlunni!

En spurning hvort það verður "snjóbolti" í kvöld. Undirritaður er reyndar svaðalega góður í þannig aðstæðum:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Í næstu viku æfum við fyrr á þriðjudögum en á morgun á gamla tímanum þar sem að 4.fl er með leik. Ekkert væl, bara klæða sig vel.
Síja,
Ingvi og Örnólfur

p.s. nýtt skipti-system varðandi boltana (pumpa) og meir að segja vatn á æfingum (á aðallega við þegar veðrið er aðeins skárra):

- Boltarnir í kvöld: Ævar.
- Vatnið í kvöld: Tolli.

- - - - -

sunnudagur, 28. október 2007

Mán!

Ble.

Tveir tímar í Liverpool - Arsenal. Ætla ekki að "jinxa" og vera með big talk - sjáum bara hvernig fer.

En það er fyrsta æfing í nýjum hópum á morgun, mánudag (sjá í færslunni hér á undan). Þá heyrum við betur í ykkur því mætingin í gær hefði mátt vera betri! Völlurinn er ekkert spes þessa stundina en við treystum á að crewið niður í Þrótti setji hitann á fullt á morgun :-)

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.19.30 - 20.50.

- Æfing - A hópur - Gervigras - kl.20.30 - 21.50.

Sjáumst allir,
Ingvi og Örnólfur.

Hópaskipting!

Jamm.

Hérna fyrir neðan eru "miðarnir" sem þið áttuð að fá útprentaða í gær. Getið kíkt á þetta hér en við komum einnig með þetta á æfingar á morgun, mánudag:

- - - - -

3.flokkur Þróttar 2007 – 2008
Leikmenn – foreldrar – forráðamenn

Héðan frá með munum við skipta flokknum upp í tvo hópa sem koma til með að æfa í sitthvoru lagi um 3 - 4 sinnum í viku - á svipuðum tíma en með mismunandi áherslum. Einu sinni viku verðum við allir saman, og svo blandast hóparnir auðvitað líka í leikjum og öðru félagslegu sem við gerum saman.

Það verða 18 leikmenn í A hóp sem Örnólfur verður að mestu með en um 40 leikmenn (ef allir verða virkir) í B hóp sem Ingvi verður með.

Þetta eru alls ekki endanlegir hópar, leikmenn geta að sjálfsögðu færst á milli hópa, því að þjálfarar taka eftir þeim einstaklingum sem best standast ákveðnar kröfur á hverjum tíma. B hópurinn verður vissulega fjölmennari en verið að græja aðstoðarmann sem fyrst.

Þessi hópaskipting er gerð til að leikmenn fái verkefni við hæfi og geti bætt sig í því sem þeir þurfa að laga. Nú eigum við líka að geta sinnt hverjum og einum mun betur!

Á æfingatöflunni hér á eftir erum við líka búnir að festa fimmta æfingatímann en við metum hverja viku fyrir sig þannig að við æfum héðan í frá 4-5 sinnum í viku.

Tímabilið hefur byrjað vel, mikill fjöldi leikmanna á æfingum, afar vel tekið á því og fín stemmning. Nú förum við að hafa meira skipulag á hlutunum, æfingaleikir fara að byrja, fleiri “test” ofl.

Og ef það er eitthvað þá ekki hika við að heyra í okkur.
Kv,
Örnólfur (696-1188) og Ingvi (869-8228).


- - - - -

Hóparnir

• A hópur (18):

- - Eldra ár ( 13 ):
- Markmenn: Anton E - Snæbjörn Valur.
- Útileikmenn: Aron Ellert – Bjarmi - Bolli – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarki Þór - Daníel Ben - Einar Þór - Guðlaugur - Jónas - Ævar Hrafn.

- - Yngra ár ( 5 ):
- Útileikmenn: Arnar Kári - Arnþór Ari - Árni Freyr - Guðmundur Andri - Kristján Einar.


• B hópur (43):

- - Eldra ár ( 16 ):
- Útileikmenn: Arnar Már! – Ágúst Ben! – Ástvaldur Axel! – Davíð Hafþór – Emil – Eyjólfur! – Flóki – Jakob – Gunnar Björn! – Gylfi Björn – Jónmundur – Óskar – Símon – Starkaður – Tumi – Viktor.

- - Yngra ár ( 27 ):
- Markmenn: Kristján Orri – Orri – Stefán Karl.
- Útileikmenn: Anton Helgi – Anton Sverrir - Arianit – Daði Þór – Daníel Örn – Davíð Þór – Hákon – Hrafn – Jón Kristinn - Kevin Davíð – Kormákur - Kristófer – Matthías – Mikael Páll – Reynir! - Sindri Þ – S.Jóel – Stefán Tómas - Sigvaldi Hjálmar – Tryggvi - Valgeir Daði! – Viktor Berg – Úlfar Þór – Þorleifur.


Æfingatafla 3.flokks ka. – til áramóta:

Mánudagar :
Kl.19.30 – 20.50 – Gervigrasið – B hópur.
Kl.20.30 – 21.50 – Gervigrasið – A hópur.

Þriðjudagar :
Kl.19.30 – 21.00 – Allt gervigrasið – Allir saman.

Miðvikudagar :
Kl.20.00 – 22.00 – Gervigrasið + Júdósalurinn (inni) – A hópur.

Fimmtudagar :
Kl.20.00 – 21.30 – Gervigrasið – B hópur.

Föstudagar :
Kl.16.00 – 17.30 – Langholtsskóli (inni) – B hópur.
Kl.17.30 – 19.00 – Allt gervigrasið – A hópur.

Laugardagar :
Kl.9.30 – 11.00 – Allt gervigrasið – B hópur.
Kl.13.00 – 15.00 – Menntaskólinn við Sund (inni) – A hópur.

Sunnudagar :
Spil – æfingaleikir (ekki fastur tími).

Örnólfur 696-1188
Ingvi 869-8228

Reynið að vera mættir um 10 mín fyrir æfingar! Látið okkur svo vita ef þið forfallist!

laugardagur, 27. október 2007

Jebba!

Yess sir.

Vekjaraklukkann ekvað að klikka hjá sumum á yngra ári í morgun - en það var samt góðmennt. Eldri tóku svo á því inn í MS.

Það náðist ekki alveg að koma hópunum og nýrri töflu út á blaði í dag - en það ætti að koma seinni partinn á morgun (sunnudag) á blogginu og svo dreifum því á mánudaginn.

Slökum svo á um helgina - möst að kíkja á Liverpool v Arsenal á morgun kl.16.00.

Mundi loksins að finna nýja trixið á youtube - það er að finna hér og trixið kemur á 38 sekúndu. Powerade á mánudaginn ef þið náið því gallalaust. Berjast.

Hafið það gott,
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

föstudagur, 26. október 2007

Laug!

Sælir piltar, þetta er sjálfur Eymundur Sveinn Leifsson sem talar. Ingvi nokkur Sveinsson bað mig að koma eftirfarandi á framfari;

á morgun, laugardag eru tvær æfingar:

- Yngra ár mætir klukkan 9:30 á gervigrasið og stendur æfingin til 11:00 (snemma að sofa í kvöld takk fyrir).

- Eldra ár mætir rétt fyrir klukkan 13:00 í MS og stendur sú æfing til 15:00 (þannig að það er bara brjálað partý í kvöld)!

Eitt annað, hugsanlega eru Grindavíkurleikir á sunnudaginn. Og hópaskiptingin verður klár á morgun. Þannig að mæta á æfingarnar takk og láta æfinga tímana berast til næsta manns.

Þá held ég að þetta sé komið í bili
...laters

Jev!

Sæler.

Stemmari í gær - og þrátt fyrir að hafa vaknað 05.45 til að þjálfa, kennt þessum heilan dag um Jónas Hallgrímsson, nánast tekinn af lífi af einkaþjálfaranum, baðað þennan gaur og verið með liðþófann í rugli, þá samt rúllaði ég eldra árinu upp í spilinu, sérstaklega Danna , Jónasi og Ævari, alveg eins og í denn!

Minni fólk á Liverpool - Arsenal á sunnudaginn - jafnvel að við tökum veðmál um hann!

Það er ekki alveg komið á hreint með morgundaginn - kíkið bara aftur inn á netið seinna í dag.

Hafið það annars gott í dag.
Ok sör.
I og Ö

miðvikudagur, 24. október 2007

Fim!

Ble.
Nett í gær - nema fyrir utan haglélið sem lét sjá sig í spilinu:



Kallinn sá eini sem vældi ekkert - sá að Bjarmi og Aron Ellert hlupu inn! Svo tapaði Langó líka fyrir skóla úr Breiðholtinu í ræðukeppninni - hvað er að gerast. Meistaradeildin góð í gær - Eiður flottur. So Liverpool í kvöld - skylduáhorf.

En æfing á venjulegum tíma á morgun, fimmtudag:

- Æfing - Allir - Gervigras - kl.20.00 - 21.30.

Eldri í skot og yngri í tækni - Síðasta, eða næst síðasta æfingin sem við erum allir, svo æfum við í tveimur hópum. Þá verður komið meira skipulag á okkur.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

mánudagur, 22. október 2007

Þrið!

Jebba.

Það er ljóst að Vogaskóli tapaði í gær í ræðukeppninni! Kobbi væntanlega sáttur! Veðrið var engan veginn afsökun gær - orðið massa nett um níu leytið. Svo vissum við að fundinum í Laugó.

Og þar sem að við tókum ruby í upphitun bendi ég á þetta vídeó - spáið í að æfa þessa íþrótt!

Annars bara æfing á morgun, þriðjudag, samkvæmt plani:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Það er víst ræðukeppni hjá Langó í kvöld v Ölduselsskóla - Brunið á æfingu ef þið náið - Vill svo fá Orra, Krissa og Stebba (ef hann er klár) klára með hanska í kvöld - tökum (massa) skotæfingar. Anton og Snæbjörn sjá til - stutt í ferðina út, en eru þá bara úti.

Tökum bara Man.Utd leikinn á sýn +
So liverpool á miðvikudaginn.

Mætum alles á morgun - þurfum aðeins að massa "etta betur" - stutt í að við skiptum í hópa og stutt í fyrstu leikina.

Sjáumst sprækir á morgun,
I og Ö

- - - - -

sunnudagur, 21. október 2007

Mán!

Sæler.

Stóðu menn sig um helgina! Fæ að heyra öll úrslit annað kvöld - frétti samt að Vogó hafi tapað fyrir Laugó - ræðum það líka.

Vil einnig benda mönnum á afar flotta mynd á síðu 24 í Fréttablaðinu í dag, sunnudag. Reyndar gömul mynd en góð fyrir egóið!

En fjölmennum á æfingu á morgun strákar, síðustu tvær eru búnar að vera fámennar - böll og mót nú úr sögunni - í bili!

- Æfing - Mán - Allir - Gervigrasið - kl.20.15 - 21.45.

Sjáumst sprækir.
Ingvi og Örnólfur.

- - - - - -

föstudagur, 19. október 2007

Laug!

Ble.

Það var góð mæting ... á böllin í gær. En allt í góðu - dancing og samskipti við píurnar er bara jákvætt :-)

En á morgun, laugardag, er skólamót KRR og eflaust einhverjir að keppa þar. Langó náttúrulega sigurstranglegastir en spurning með Seljaskóla (alla veganna refsing ef maður tapar fyrir þeim)! Þannig að við æfum allir saman á morgun - niður á Gervó:

- Æfing - Laugardag - Gervigrasið - kl.11.00 - 12.40.

Geymum MS salinn - slökum á í dag, föstudag, og mætum ferskir á morgun á æfingu eða í mótið.
Ok sör.
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

miðvikudagur, 17. október 2007

Fim!

Jev.

Nett þunglyndi í gangi eftir landsleikinn áðan! Veit ekki hvað var á seyði.
En við æfum á morgun strákar, fimmtudag, þrátt fyrir böll! Menn ráða hvort þeir taka frí eða kíkja alla veganna í "klukk". Meltum svo föstudagsæfingu - en annars eru æfingar klárar á laugardaginn.

- Æfing - Fimmtudagur - Allir - Gervigras - kl.20.00 - 21.30.

Mæli með þessum hönskum hjá útilíf fyrir kuldann.

Annars ekkert slúður svei mér þá.
Sjáumstum,
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

þriðjudagur, 16. október 2007

Þrið!

Jebba.

Það var flott mæting í gær þrátt fyrir ógeðiskulda og náttúrufræðipróf í einum skólanum. Handboltagaurar brunuðu líka eftir fyrri æfinguna. Tolli fór mikinn á æfingu og vann; "bestu skórnir", "flottasta markið" og "eina sjálfsmarkið". Ævar var valinn "grófastur" og kallinn fékk "besta skutlan"! Það var svo víst ófært frá Breiðholti og eins gott að Ási mæti á næstu æfingu! Flestir búnir með testin og engin bolti týndist.

Annars menn bara ferskir - mætum sprækir í kvöld, þriðjudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Síja,
I og Ö

- - - - -

laugardagur, 13. október 2007

Mán!

Ble.

Nett að kíkja aftur í MS þótt mar hafi verið soldið ryðgaður í inni"stöffinu. Og menn væntanlega ferskir á grasinu snemma í morgun. En ekki nógu gott hjá Íslandi áðan þrátt fyrir massa góða byrjun. En aftur leikur þar á miðvikudagskvöldið.

Frí á morgun, sunnudag - missum Egilshallaræfingatímann út af ekuru skólamóti. Lítið mál samt að boða menn á sparkvöllinn í bolta! En æfum á venjulegum tíma á mánudaginn - klárum væntanlega testin hjá þeim sem komust ekki í síðustu viku.

- Æfing - Allir - Mánudagur - kl.20.15 - 21.45.

Sjáumst hressir,
I og Ö

p.s. hrafn og orri tóku landsleikjaveðmálið og eiga inni flík (nema orri þar sem að hann gleymir alltaf boltanum sínum).

föstudagur, 12. október 2007

Laug!

Sæler.

Ball og rigning gerðu það að verkum að við vorum aðeins fámennari en vanalega í gær. Tókum seinni "testin" og stóðu menn sig vel. Klárum þá sem eiga þetta eftir í næstu viku.

Frí í dag, föstudag, en á morgun, laugardag, æfum við í tvennu lagi:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.11.00 - 12.30.

- Æfing - Yngra ár - MS (inni) - kl.12.30 - 15.00.

(MS er sem sé íþróttahús Menntaskólans við Sund og Vogaskóla). Yngra árið græjar innanhússkóa, kemurlíka með hlaupaskó - tökum smá hring á undan.
Svo örugglega lausir miðar á Ísland - Lettland kl.16.00!

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og Örnólfur.

- - - - -
p.s. danni fer svo í aukapúl hjá Örnólfi fyrir (sem virðist vera) snúðsát fyrr í vikunni. já það er alls staðar fylgst með ykkur!!

miðvikudagur, 10. október 2007

Fim!

Jebba.

Náðum nokkrum testum í gær - fórum "smá" yfir tímamörkin, en pössum okkur á morgun, fimtudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.20.00 - 21.30.

Rétt upp hendi hver getur aldrei munað hvenær æfingarnar byrja! Ég tek það alla veganna á mig.

Hugsanlega mælum við fleiri hluti á morgun, en svo vitum við af einu balli (samt töff að koma um klst of seinn á ball beint af æfingu).

Heyrumst.
Ingvi og Örnólfur.

þriðjudagur, 9. október 2007

Þrið!

Jev.
Fín mæting í gær en kallinn ekki með nógu gott record! Reyndi samt að gera eitthvað gagn og tók þessar líka nettu andlitsmyndir sem fara fljótlega á þróttarasíðuna (sjá hér fyrir neðan). Ég náði ekki alveg öllum og klára hina líka sem ekki komust í gær á næstu æfingum.
En það er æfing aftur í kvöld, þriðjudag - aðeins fyrr en í gær :-)

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Verðum með nokkur test og tökum vel á því.

Laters,
Ingvi og Örnólfur
- - - - -

Bolli var svaðalegur á ermalausa í gær - sýnist hann taka Gumma í sjómann!



Krissi sá eini sem brosti í gær - enda vanur módelstörfum!

sunnudagur, 7. október 2007

Mán!

Heyja.

Helgin góð! Sáttur við Torres, og Fjölnismenn stóðu sig líka vel í bikarleiknum.
Ferðin var góð hjá yngra árinu - og eldra árið tók á því í MS.

En það er æfing á morgun, mánudagkvöld:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.20.15 - 21.45.

Klikkaði aðeins á miðanum sem þið fenguð - þar stóð til 21.00.
En leikmenn á yngra árið í Langó á leið á Laugar í viku - taka á því sjálfir þar! Annars allir klárir annað kvöld - jebbsen.

Sjáumst þá.
örnólfur og ingvi

þriðjudagur, 2. október 2007

Helgin!

Jebba.

Fín mæting í rigningunni í gær (líka ágætismæting á foreldrafundinn) - frétti samt að það hefði verið handboltaæfing og körfuboltaæfing á sama tíma - vissi af einhverjum á handboltaæfingu. En við förum í að reyna að leysa árekstranna (en þeir verða alltaf einhverjir :-/

Yngra árið dettur í haustferð um helgina (sjá bækling og meil) en eldra árið tekur æfingu inn í MS á morgun, laugardaginn. Þannig að það er frí í dag, föstudag, en laug er svona:

- Æfing - Eldra árið - Íþróttasalur MS - kl.13.00 - 15.00 - og ATH: Útilhlaup á undan kl.12.3o - vera mættir tímanlega!!

- Haustferð - Yngra árið - Nonnastaðir - Mæting niður í Þrótt kl.11.00 á laug.

Allir ættu að eiga innanhússkó en ef ekki þá endilega fjárfesta í slíkum (gervigrasskór o.þ.h. á bannlista). Reyni svo að koma upplýsingum um ferðina á þá sem ekki komu í gær.

Góða helgi.
Ö og I.

- - - - - -