föstudagur, 30. nóvember 2007

Vinnan í hagkaup + laug!

Sæler.

Hérna alveg fyrir neðan er nafnalistinn fyrir Hagkaup, vona að hann sé réttur. Mætið bara á þeim tíma sem vaktirna byrja, nema á morgun, laugardag, þá mæta allir á æfingu fyrst :-)

- Föstudagur: kl.16.00 - 20.00.
- Laugardagur: kl.10.00 - 18.00.
- Sunnudagur: kl.12.00 - 18.00.

Það er mæting í Hagkaup, Holtagarða (upplýsingaborðið). Reynið að finna mann sem heitir Hermann (hann býst við ykkur) og tilkynni komu ykkar - svo verðið þið settið í einhver nett job. Heyrið líka í honum ef það eru einhverjar pælingar með tímasetningar um helgina (t.d. með A hóps æfinguna á morgun og sun!)

- Annars er æfing í dag, fös, hjá A hóp kl.17.30-19.00 á gervi. Einnig eiga Stefán Tómas, Daði Þór og Kormákur að mæta!

- Og á morgun, laug, er spilæfing hjá B hóp kl.9.45 - 11.00 á gervi -snemma að sofa og vekjaraklukkuna í lag!

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Rúllum essu upp, Ingvi - 869-8228.

- - - - -

Föstudagur :

Úlfar Þór
Tryggvi
Kristófer
Kristján Orri
Jónmundur
Emil
Davíð Þór
Jakob Fannar
Jón Kristinn
Símon
Kristófer

Laugardagur:

Daníel Örn
Úlfar Þór
Arianit
Kormákur
Guðlaugur
Davíð Hafþór
Kristján Orri
Jónmundur
Emil
Davíð Þór
Jakob Fannar
Jón Kristinn
Símon
Jónas (frá 15.00-18.00).

Sunnudagur:

Daníel Örn

Davíð Hafþór
Kristján Orri
Símon
Arianit

Úlfar Þór
Jónmundur
Davíð Þór
Kormákur

Guðlaugur
Emil
Jakob Fannar
Jónas (16.00-18.00)!

fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Friday!

Blekaðir.

Við skulum ekki detta í dramaþátt (t.d. one tree hill) út af æfingunni áðan strákar, en fínt að fá umræður í commentunum. Var virkilega ánægður með þá sem mættu - svo stóðu sig nokkrir og létu mig vita. Vona að það hafi verið gargandi stuð á böllunum og að menn hafi tekið góða brennslu á dansgólfinu! Smá fúll að engin hafi beðið mig um tips fyrir date-ballið :-(

Vantaði samt markmann áðan, sem kom mér reyndar vel þar sem nánast allir í flokknum eru á því að ég "nuddi ýsu í marki" og fékk góða æfingu út úr essu :-)

B hópur chillar á morgun, föstudag, en tekur góða spilæfingu á laugardag kl.9.45-11.00. (svo leikur hjá hluta af hópnum v Grindavík á sun).

A hópur æfir á morgun kl.17.30 á gervi - smessa hugsanlega á 4-5 úr B hóp líka.


Set skýrt skipulag um vinnuna í Hagkaup inn um hádegi á morgun, föstudag. Fullt af leikmönnum búnir að bóka sig - hvet fleiri að heyra í mér sem fyrst. (sjá allar upplýsingar í færslunni hér aðeins fyrir neðan).

Kooommma so,
Ingvi kisi

- - - - - -

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Fim!

Ble.

B hópur æfir í kvöld, fimmtudag, aðeins fyrr út af ballinu! Sýnum nú karakter strákar, mætum í hlaupið og á æfingu - og svo beint á ballið - hægt að detta í klefa 1 til að shine-a sig í flýti eftir æfingu (sleppur líka að bruna 19.30).

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.18.18 - 19.45.

Tökum létt útihlaup á undan þannig að munið eftir hlaupaskóm, höfum svo völlinn í góðan klukkutíma.

Síja,
Ingvi

p.s. Spáið svo í vaktirnar í Hagkaup - fullt af strákum búnir að láta vita - hægt að vinna sér inn massa góðann pening, í sjóðinn eða beint í vasann!

Fyrsta fjáröflunin!

Hey.

Á morgun, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag er hægt að ná sér í ansi góðan pening í flokkssjóðinn sinn eða beint í ykkar vasa.

Um er að ræða ýmis konar aðstoð í nýju Hagkaupsversluninni niður í Holtagörðum.

Hægt er að velja um eftirfarandi vinnuvaktir:

- Fimmtudagur: kl.16.00 - 20.00 - 4 tímar: 4000kr.
- Föstudagur: kl.16.00 - 20.00 - 4 tímar: 4000kr.
- Laugardagur: kl.10.00 - 18.00 - 8 tímar: 8000kr.
- Sunnudagur: kl.12.00 - 18.00 - 6 tímar: 6000kr.

Allir 1000kr á tímann. Alls hægt að ná sér í 22.000kr ef þið takið allann pakkann. En það eru auðvitað æfingar og fleira í gangi - en við mælum endilega með að menn nýti sér þessa fjáröflun að einhverju leyti. Tali sig saman og verðið saman í hópum!

Það sem þarf að gera er að raða kerrum, raða körfum, setja ofan í poka, raða í hillur, dyravarsla ofl. Þetta er opnunarhelgin í búðinni og þess vegna þarf á auka aðstoð að halda.

Það er möst að láta vita eftir hádegi á morgun, fimmtudag, en í síðasta lagi seinni partinn. Þannig að látið þetta endilega berast á milli ykkar. Þetta verður 3.fl kk og kvk, eldra og yngra ár.

Heyrið í mér,
kv,
Ingvi - 869-8228 - ingvisveins@langholtsskoli.is

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Mið!

Jess sir.

Vantaði þó nokkra spaða í gær, ca.70% mættir, 10% létu vita en 20% fengu mínus!

Jackó byrjaður hjá okkur - flestir með enskuna á hreinu (sérstaklega leikmenn úr langó enda fengu menn fanta góða enskukennslu á miðstigi og í 8.bekk). Það sást svo klárlega að Bretinn er lakari en kallinn í marki!

Alla veganna, frí hjá B hóp í dag miðvikudag, en æfing hjá A hóp kl.19.30 - mæting niður í Þrótt.

Er að púsla morgundeginum (sá sem sé auglýsingu í langó sem gladdi mig ekkert rosa - vinaball hjá laugó og langó sem byrjar 19.30).

Koma svo Liverpool.
Bis morgen,
Ingvi 869-8228.

- - - - -

sunnudagur, 25. nóvember 2007

Þróttarapeysur og treyjur!

Ble.

Tvennt í essu:

1. Vildi láta menn vita að það er hægt að smella sér á þróttaraæfingapeysur núna fyrir jólin. Við erum að tala um rauðar eða svartar bómullarpeysurnar, með nafni og þróttaramerki.

Peysurnar fást í þessum stærðum:
XS - S - M - L - XL - XXL (stærri peysur)

Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á netfangið osmar@mi.is - síðasti pöntunar og greiðsludagur er laugardagurinn 1. desember 2007. Verð á peysunum er kr.2700,- með nafni, en kr.2200,- án nafns á baki.

Kíkið á etta!

2. Það vantar þónokkuð af treyjum í búningasettið okkar. Við viljum því biðja ykkur að taka massíft vel til heima hjá ykkur og athuga hvort leynist ekki treyja undir rúminu!

Reyna að vera búnir að athuga fyrir þriðjudaginn 4.des því þá þurfum við að gefa skýrslu um fjöld.

Ok sör. Rúllum þessu upp,
Ingvi

- - - -

Þriðdag

Jó.

Þokkalega nett í gær, fyrir utan leiðinda skammir á kallinn fyrir að klikka á kannski þremur mörkum - var með gleraugun og allt! Sagðist muna koma með powerade í dag ef einhver myndi finna mynd á google/youtube af markmanni með gleraugu - (er ekki búinn að samþykkja vídeóið hans Emils né litlu myndina hans kristó).

Annars var góð mæting, ætlaði að hrauna á suma en þá tóku þeir bara kisuna í shrek á etta og sluppu, nefni engin nöfn - en ég þarf að vera harðari!

En annars æfum við allir saman í dag, þrið:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Held að það sé vitlaus tími á hinu blogginu - svo bara beint heim í meistaradeildina :-)
Síja,
Ingvi

- - - - -

Mandag!

Jamm.

Vikan að byrja - vika í des :-)

Eins og ég tilkynnti fyrir helgi þá mun Jacko aðstoða okkur að hluta í vetur. Það er bara snilld og reynum við að nýta hann sem best, aðallega upp á varnarleikinn (og svo sér kallinn um sóknarleikinn, enda born striker!).

Alla veganna, æfing hjá B hóp í kvöld, býst við að A hópur chilli, en checkið á hinni síðunni.

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Tökum fulla mætingu, algjörlega kominn tími á það!
Laters.
Ingvi

- - - - -

laugardagur, 24. nóvember 2007

Sun!

Jó.

Tveir leikir í gær, laugardag en meir um þá seinna í dag (samt búinn að uppfæra markaskorara). Vinnum svo í að fá fleirir leiki.

En það er æfing hjá A hóp í dag, sunnudag, í sporthúsinu kl.12.45.

Chill hjá B hóp - klikkuðum aðeins á prógramminu í síðustu viku, en tókum reyndar halda á lofti pakka í dag inni - klárum rest og óklárað í næstu viku.

Hafið það svo gott.
Ingvi

- - - - -

Æfingaleikur v KR - laug!

Jebba.

Leikur snemma í gærmorgun á afar frosnu gervigrasinu og napurt.is úti! Klassa sigur hjá okkur sem við getum verið ánægðir með. Tvær tæklingar (reyndar löglegar) settu sinn svip á leikinn, en allt um hann hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 3 v KR 1.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B / C lið!

Dags: Laugardagurinn 24.nóv 2007.
Tími: kl.9.30 - 11.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Kallinn tók etta sóló, ansi góður þótt ég segi frá, tók meir að segja aftur smá snapp!
Aðstæður: Völlurinn sjálfur var skelfilegur, s.s.frosinn og harður, smá kuldi í lofti en slapp þegar leið á leikinn.

Úrslit: 3 - 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1.
Mörk:
Tryggvi 3.
Maður leiksins: Tryggvi.

Liðið: Krissi í markinu - Mikki og Hákon á köntunum - Daði og Gylfi Björn miðverðir - Davíð Hafþór og á köntunum - Kristó og Sindri á miðjunni - Anton Sverrir og Tryggvi frammi. Varamenn: Hrafn og Matthías.

Frammistaða:

Krissi: Vel á tánum og kom vel frá leiknum.
Mikki: Flottur leikur - tók allann leikinn og fyrir utan eina-tvær staðsetningar gerði hann allt perfect.
Hákon: Sama hjá Hákoni, tók allann leikinn - hefði mátt vera meiri "killer" í sumum návígum en annars fínasti leikur.
Daði: Snilldar frammistaða - fær að fara framan næst - en batt saman vörnina með Gylfa eins og á að gera það.
Gylfi: Bjóst ekki við honum í leikinn en algjör snilld að hann mætti - át alla bolta og var nánast alltaf mættur á réttum stað.
Dabbi: Var virkilega ánægður með hann - sérstaklega frammi í seinni. Óheppinn að setjann ekki en það kemur pottþétt í næsta leik.
Emil: Átti fínan leik á kantinum - kom sér í fullt af færum en hefði mátt vera fljótari að klára. Það er svo sama með hann, Dabba og Hrafn - þurfa bara að mæta aðeins betur og þá er ekki að spyrja að framhaldinu.
Kristó: Ekki að sjá að maðurinn hafi mætt lítið að undanförnu, í fanta formi og á milljón allan leikinn. Átti líka eitt beckham horn sem bróðir hans átti að skora úr.
Sindri: Nokkuð sprækur í miðjunni í byrjun, en meiddist og kom ekki aftur inn á.
Anton: Var duglegur að draga sig inn á miðjuna, kannski of duglegur. En mikið í boltanum en hefði átt að ná nokkrum skotum á markið - var grimmur, sem sást vel í einni tæklingunni!
Tryggvi: Ekki lengi að stimpla sig inn - gríðarlega sterkur og hættulegur og hefði í raun átt að skora 2 í viðbót.

Hrafn: Var flottur á miðjunni - fékk loksins að sjá hann í leik - hljóp sig oft frían en óheppinn að fá hann ekki - þarf nú bara að æfa eins og ljónið.
Matthías: Klassa innkoma - greinilega búinn að vinna í móttökunni - og barðist líka vel eins og vanalega.


Almennt um leikina:
Í heildina var ég afar ánægður með leikinn (eins og svo oft þegar við vinnum!) en menn voru ákveðnir og greinilega á því að selja sig dýrt. Við héldum boltanum nokkuð vel en vorum samt ekki að spila honum nógu vel niðri. Vantaði oft vídd og þegar hún kom þá sendum við eiginlega alltaf beint innfyrir í staðinn fyrir út á kant. Finnst við líka enn geta bætt okkur í talinu, hvetja meira og kalla menn til að dekka og biðja um boltann. En samt flottur leikur og bara spennó að sjá hvað við gerum í næsta leik.

- - - - -

föstudagur, 23. nóvember 2007

Laug!

Jamm.

Hérna eru (loksins) allar tímasetningar fyrir morgundaginn - Vi ses:

- Æfingaleikur v KR - Mæting kl.9.00 niður í Þrótt - keppt frá 9.30 - 11.00:

Kristján Orri - Kristófer - Tryggvi - Kormákur - Anton Sverrir - Daði Þór - Hrafn - Mikael Páll - Matthías - Hákon - Sindri Þ - Viktor Berg - Úlfar Þór - Emil - Davíð Hafþór - Gylfi Björn! - Starkaður!

- Æfing - íþróttasalurinn í MS - Mæting kl.12.45 - Búið um kl.14.30:

Orri - Stefán Karl - Daníel Örn - Daníel - Þorleifur - Davíð Þór - Jóel - Stefán Tómas - Jón Kristinn - Flóki - Símon - Viktor - Jónmundur - Jakob Fannar + leikmenn í 4.fl.

- Æfingaleikur v Keflavík - A hópur - Fá mætingartíma og upplýsingar á æfingu!

Gríðarlega mikilvægt að láta vita ef þið komist ekki.
Látið félagana líka vita og heyrið í mér ef það er eitthvað.
kv,
ingvi - 869-8228.

- - - - -

Friday!

Ble.

Föstudagur, koddu með það :-)

Frí í dag hjá B hóp - fyrsta æfing hjá kallinum í mfl seinna í dag :-) Mæli samt með að menn taki smá skokk þar sem að við tókum bara 1.750 km í gær (úrið maður).

Æfing hjá A hóp kl.17.30 - 19.00 á gervi. Eftirtaldir leikmenn úr B hóp eiga líka að mæta: Flóki - Þorleifur - Jón Kristinn - Anton Sverrir .

Á morgun laugardag er svo æfingaleikur hjá hluta B hópsins við KR á heimavelli, leikur hjá A hóp v Keflavík í Kef og inniæfing hjá restinni af B hóp í MS + nokkrir leikmenn úr 4.flokk.

Tímasetningar koma seinna í dag.

Ok sör.
Ingvi

p.s. checkið á þessu kaffi (ok soldið seinn að koma með etta).

- - - - -

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Fim!

Ble.

Ekki nógu gott hjá Íslandi í gær, og enn verra hjá Englandi! Liðu ekki nema sjö tímar áður en þjálfarinn var rekinn - engin miskunn þar.

En (kaldur) fimmtudag í dag. Er að brillera með KR leikinn - hann er settur á laugardaginn á gervigrasinu okkar, þannig að það er klárt.

Við ætlum að vera góðir og lána mfl kvk gervigrasvöllinn í kvöld þannig að við færum okkur aðeins og breytum planinu svona:

- Æfing - B hópur - Sparkvöllurinn í Laugarnesskóla - kl.18.00 - 19.30.

Létt útihlaup á undan (þannig koma með rétta skó - engin sjens). Og pottur í lokin fyrir þá sem eru í stuði (taka speedo + handklæði og 100 kall). Handboltagaurar sleppa hlaupi, mæta 18.20!

Láta alla vita og allir að mæta.
Sjáumst í kvöld.
Ingvi

p.s. frí hjá A hóp í dag, æfing á morgun og leikur á laug v Keflavík.

- - - - -

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Mið!

Jev.

Skrekkur búinn - en býst við að eitthvað annað kaffi komi í staðinn! Styttist í lok mánaðarins og þar með mætingarsókn leikmanna!

En miðvikudagur í dag, æfing hjá A hóp kl.19.30 en chill hjá B hóp. Líka Danmörk - Ísland í kvöld - spennó að sjá hvernig sá leikur fer.

Læt svo vonandi seinna í dag hvenær leikurinn v KR verður (en hann er alla veganna ekki í dag)!

Annars bara stuð.
Laters,
Ingvi

- - - - -

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Þrið!

Já.

Það er staðfest, Laugalækjaskóli og Seljaskóli eru komnir áfram í Skrekk - ekki slæmt það.

Úrslitakvöldið í kvöld, þriðjudag, en við hinir mætum hressir á æfingu (vonandi aftur í eins veðri og í gær) og brunum svo heim að horfa á skjá 1 - verðum við ekki að vona að Laugó taki keppnina!

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Sjáumst hressir,
Ingvi

- - - - -

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Mán!

Ble.

Kíkið endilega á síðustu tvær færslur - ekkert smá ánægður með ykkur.
Svo bara mánudagur á morgun - til í það:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Held að það sé örugglega frí hjá A hóp þar sem þeir æfðu vel um helgina.
Svo er Laugalækur v Seljaskóli í Skrekk, veit af ykkur þar -en allir aðrir mæta niður á gras :-)
Sé ykkur hressa,
Ingvi

- - - - -

Æfingaleikir v KR og ÍA - sun!

Jamm.

Skelltum okkur sem sé upp á skaga í dag með eitt lið. ÍBV komst ekki þannig að við tókum sitthvorn æfingaleikinn v ÍA og KR. Topp dagur, sjá hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur v ÍA og Þróttur v KR.
Tegund leiks: Æfingaleikir.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 18.nóv 2007.
Tími: kl.14.00.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Akranesi.
Dómari: Nokkur pör sem stóðu sig nokkuð vel (tek algjörlega á mig snappið í KR leiknum).
Aðstæður: Grasið sjálft afar gott en ertu að grínast hvað var kalt þarna inni!

Úrslit v ÍA: 2 - 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0, 2 - 1.
Mörk:
Flóki 2.

Úrslit v KR:
4 - 2.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2, 3 - 2, 4 - 2.
Mörk:
Flóki - Tolli - Arnar Kári - Daníel Örn.

Liðið: Orri í markinu - Viktor og Jónmundur bakverðir - Arnar Kári og Nonni miðverðir - Stefán Tómas og Símon á köntunum - Diddi og Tolli á miðjunni - Flóki og Jóel frammi. Varamenn: Davíð Þór, Jóel og Jakob Fannar.

Almennt um leikina:
Í heild var þetta bara nokkuð flott hjá okkur - leikmenn voru langflestir að standa fyrir sínu en við kannski slökuðum allir aðeins á í hálfleikjum tvö og þrjú. En við fórum á fullu í tæklingar og tókum vel á móti ía-mönnum og kr-ingum í þeirri deild. Við losuðum okkur vel og náðum oft að snúa vörn í sókn og keyra á þá. Við settum mörg glæsileg mörk og ef við spilum svona áfram þá erum við í góðum málum. Margir góðir leikmenn voru heima að þessu sinni - og sýna bara hvað þeir geta í næsta leik. Líf og fjör.

- - - - -

föstudagur, 16. nóvember 2007

Mælingar vikunnar!

Jebba.

Stefni sem sé að vera með þrjár mæingar í hverri viku, fyrir B hóp: Hlaup vikunnar, Tækni test vikunnar (tæknitröll vikunnar) og Styrkleikatest vikunnar (buff vikunnar). Ég passa upp á allar tölur en set topp fimm inn á síðuna - Svona var síðasta vika:

Tækni (knattrak) - topp 5:

13.11 sek - Orri.
12.88 sek - Sindri Þ.
12.88 sek - Davíð Þór.
12.76 sek - Hrafn.
12.42 sek - Tæknitrölll vikunnar - Tolli.


Styrkleiki (sipp) - topp 5:

105 sipp á mín - Viktor Berg.
108 sipp á mín - Hrafn.
114 sipp á mín - Jakob Fannar.
117 sipp á mín - Davíð Þór.
120 sipp á mín - Buff vikunnar - Mikki.


Hlaup (3 * 864m) - topp 5:

3.34 mín að meðaltali á hvern hring - Davíð Þór.
3.33 mín að meðaltali á hvern hring - Viktor Berg.
3.19 mín að meðaltali á hvern hring - Viktor G.
3.18 mín að meðaltali á hvern hring - Jón Kristinn.
3.12 mín að meðaltali á hvern hring - Jakon Fannar.


Standa sig svo,
Ingvi

- - - - -

Æfingamót upp á skaga!

Jam.

Hérna kemur loksins um mótið upp á Skaga á morgun. Þetta er sem sé hraðmót, förum með eitt lið og keppum þrjá 30mín leiki (v ÍA kl.14.00, v ÍBV kl.15.50 og v KR kl.17.10). Þeir sem ekki fara með keppa svo örugglega á þriðjudaginn v KR.

- Mæting kl.12.15 niður í Þrótt á morgun, sunnudag - Lagt af stað upp á Skaga á einkabílum - Komið tilbaka um kl.19.00 leytið:

Orri - Daníel Örn - Stefán Tómas - Jóel - Jón Kristinn - Þorleifur - Davíð Þór - Jakob Fannar - Símon - Flóki - Viktor G - Jónmundur + Arnar Kári og Guðmundur Andri.

Taka með sér takkaskó/gervigrasskó, legghlífar, hvíta sokka, hvítar stullur, upphitunargalla, handklæði, double dusch, nesti (t.d. svali og samloka) og 1500kr fyrir mótsgjaldi (+ pedsu) og göngunum! Þurfum að dobbla 3-4 í bíltúr - endilega smessið á mig ef einhverjir eru klárir (og hvort þeir verða á meðan mótinu stendur!)

- Keppa fyrri part vikunnar v KR:

Arnar Már - Gylfi Björn - Emil - Starkaður - Davíð Hafþór - Hrafn - Viktor Berg - Kormákur - Anton Sverrir - Kristján Orri - Hákon - Matthías - Tryggvi - Kristófer - Daði Þór - Úlfar Þór - Mikael Páll - Sindri Þ - Daníel.

Vona að ég sé ekki að gleyma neinum.
Heyrið í mér ef það er eitthvað.
kv
ingvi - 869-8228.

- - - -

Laug!

Jó.

Sorrý stína hvað þetta kemur seint. "Ekkert var komið á bloggið" er samt ekki afsökun á morgun, laugardag! Bara wake up um níu, special k og út á völl:

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.9.45 - 11.00.

Gula liðið: Orri í marki - Símon, Jónmundur og Gylfi Björn í vörninni - Davíð Þór, Sindri Þ og Arnar Már á miðjunni - Emil og Davíð Hafþór á köntunum - Anton Sverrir og Danni Örn frammi + Úlli Þór og Kristó.

Appelsínugula liðið: Tolli byrjar í markinu! - Nonni, Viktor G og Mikki í vörninni - Hrafn, Jóel og Matthías á miðjunni - Stefán Tómas og Hákon á köntunum - Kommi og Flóki frammi + Daði Þór og Tryggvi.

Leyfi: Jakob Fannar, Viktor Berg og Krissi.


Hitum upp og spilum 2*30mín. Eftir mætingar síðustu æfinga þá er ég búinn að setja upp liðið svona (bætum svo auðvitað við ef fleiri láta sjá sig). Held svo örugglega að A hópur æfi skv. plani í MS.

Ræðum svo mótið og næstu leiki eftir æfingu.
Sjáumst á morgun.
Ingvi - 869-8228.

- - - - -

Fös!

Ble.

Ég jinxaði algjörlega æfinguna í gær. Rafstemmaraball í Laugó og meir að segja sveitaball upp í Breiðholti. En við tókum ágætlega á því. Fann meir að segja vídeó sem sýnir hvernig ég varði frá Tolla tvívegis í gær!

En æfing hjá báðum hópum í dag, föstudag:

- Æfing - B hópur - Langholtsskóli - kl.16.00 - 17.45 - Útihlaup á undan, svo klárir með allt innidót!

- Æfing - A hópur - Gervigras - kl.17.30 - 19.00. + Anton Sverrir, Þorleifur, Jónmundur, Flóki, Orri og Daníel Örn eiga einnig að mæta!

Nú mæta allir danke shchön!
Sjáumst,
I og Ö

- - - - -

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Fim!

Jemm.

Æfing í kvöld hjá B hóp, en A hópur chillar:

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.20.00 - 21.30.

Held svei mér þá að það sé ekkert félagslegt að gerast í kvöld hjá skólunum! Spurning hvort strætó verður á réttum tíma frá sveitinni! Tökum fyrirgjafir + leikæfingar og tvö létt test.

Sjáumst sprækir.
Ingvi

boltar: stebbi t.
vatn: orrinn.

- - - - -

Ble!

Sæler.

Til að allir séu með allt á hreinu þá held ég að við höfum:

- þetta blogg ...

... mest fyrir B hópinn, en:

- þetta blogg ...

... mest fyrir A hópinn.

Setjum samt örugglega allar mikilvægar upplýsingar á bæði bloggin, sem og flesta æfingatíma hjá báðum hópum. Og svo förum við alveg að gera þróttarasíðuna flotta!

Ok sör,
Ingvi

- - - - -

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Ath!

Heyja.

Í dag miðvikudag, æfir A hópur (aðeins fyrr en vanalega), en B hópur chillar (en tekur hendur og maga extra :-)

- Æfing - A hópur - Gervigras (+júdó salur!) - kl.19.30 - !

Sé svo B hóp sprækan á fim.

kv,
Ingvi - 869-8228 og Örnólfur - 6961188.

p.s. er þessi flugvöllur ekki of nálægt ströndinni, checkið á flugvél nr.2!


- - - - -

Markmannsmál!

Hey.

Æfingatímar fyrir markmannsæfingar eru komnar á hreint!

Um að gera fyrir alla markmenn flokksins að reyna að mæta á allar æfingar sem þið getið hjá Rúnari markmannsþjálfara. Vera svo í góðu sambandi við okkur um hvaða æfingar þið komið á hjá okkur og hvaða æfingar þið hvílið á. En tímarnir eru:

- Markmannsæfing - Miðvikudagar - Sparkvöllurinn við Fram völlinn - kl.20.00 - 21.00.

- Markmannsæfing - Sunnudagar - Fram gervigras - kl.17.00 - 18.00.

Sem sé æfing á sparkvellinum við Fram í kvöld - átti að vera í fimleikasalnum en það breyttist - Rúnar heyrir í ykkur með það.

Kíkið svo líka á markmannsnámskeið hjá Fjalla ef þið getið - smellið á myndina til að sjá upplýsingarnar betur!




standa sig svo :-)
.is

Þrið!

Jev.

Nú er ljóst að Langó og Vogó eru dottinn út úr Skrekk. Náttúrulega dómaraskandall hjá Langó en þetta þýðir bara að við endurheimtum menn á æfingar og nú eru bara Starki, Gummi og Úlli með skrekksleyfi (en vafasamt skrekksleyfið í gær í laugó - gátu menn ekki kíkt á atriðið (sem er ekki lengra en 6 mín) og komið svo á æfingu?)

En það var samt fínt í gær, og verður nett í kvöld, þriðjudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Sjáumst í stuði.
I og Ö.

boltar: Bjarki Steinn.
vatn: Krissi.

(þetta vill gleymast - tek það á mig).

- - - - -

mánudagur, 12. nóvember 2007

Mán!

Ble.

Og sorrý hvað þetta kemur seint - var að rúlla heim frá flugvellinum (átti að lenda í gær - löng saga). En B hópur æfir í kvöld, mánudag, en A hópur chillar (æfði víst í gær).

Veit af Skrekk í kvöld (þar sem Langó fer vonandi áfram, okey, og Vogó líka)!

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.19.30 - 21.00.

Massa skyldumæting hjá öllum sem fara ekki á Skrekk, svo við verðum ekki of fáir.
Sjáumst sprækir.
I og Ö.

- - - - -

föstudagur, 9. nóvember 2007

Laug!

Ble.

Þráðlaust netsamband á hótelinu og alles. Og meir að segja íslenskir stafir í lagi í tölvunni hans Egils T. Hitti Jamie Oliver úti á flugvelli áðan - fimm celeb stig á það!

En það er laug á morgun - ekki leiðinlegt - svona er planið (60% öryggi hjá mér á A hóps æfingunni - en kíkið á hina síðuna líka!):

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.11.00 - 12.30.

- Æfing - A hópur - MS - kl.12.30 - 15.00.

Egill B tekur fyrri æfinguna, ætlar væntanlega að skrópa í aukatíma í fjárhagsfræði. Útihlaup á undan fyrri æfingunni (bannað að mæta bara í takkaskóm) og held að það sé líka hlaup á undan ms tímanum.

Annars bara stemmari - bara búinn að eyða pínu!
Heyrumst svo,
Ingvi in London!

- - - - -

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Fös!

Sæler.

A hópur æfir í dag, föstudag, auk nokkurra gestaleikmanna úr B hóp:

- Æfing - A hópur - Gervigrasið - kl.17.30 - 19.00.

Stefán Tómas, Jakob Fannar, Flóki, Anton Sverrir, Jón Kristinn, Kormákur, Símon og Jóel mæta einnig.

B hópur chillar (þar sem kallinn tekur kæruleysið á etta og dettur til london). En æfir svo á morgun, laug.

Tökum á essu,
I og Ö

p.s. Herrakvöldið er svo í kvöld fyrir "kallana"!

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

U17 karla!

Hey

Danni Ben hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla núna um helgina. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkas Kostic þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Óskum við honum til hamingju og svo er bara að massa æfingarnar.

Markmannskvöld!

Hey.

Í kvöld (fimmtudag) verður hið árlega markmannskvöld niður í Þrótti, og hefst það kl.20.00.

Farið verður yfir æfingar sumarsins, framfarir, ýmislegt skemmtilegt sem gerðist á síðasta ári og æfingarnar eins og þær verða til áramóta. Verðlaun verða veitt, t.d. fyrir mestu framfarir og bestu mætingar og svo eitthvað fleira.

Allir markmenn og foreldrar þeirra eru velkomnir.

Anton, Snæbjörn, Orri, Krissi og Stebbi - þið vitið af þessu!

( p.s. kallinn hlýtur að fá verðlaun fyrir að vera besti þjálfarinn í marki!)

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Mið - Fim!

Jamm.

Leikur í reynslubankann í gær, svo sem ekki meira en það. Nokkur forföll í leikinn sem og á æfingu - mætum vel í kvöld og á morgun. Eigum svo við ekvað að ræða Liverpool leikinn! Pant ekki vera þjálfari Tyrkneska liðsins!

En A hópur æfir í kvöld, miðvikudag (og tekur frí á morgun):

- Æfing - Mið - A hópur - Gervigras + júdósalur - kl.20.00 - 22.00.

Og B hópur chillar í dag (en æfir fyrr á morgun, fimmtudag, út af leikhúsferð):

- Æfing - Fim - B hópur - Sparkvöllur - Mæting kl.17.30 niður á sparkvöll - Búið um kl.19.00.

Tökum útihlaup á undan á morgun (3*1000m) - nóg fyrir þá sem eru á handboltaæfingu að mæta eftir hana. Næstu leikir svo planaðir í kringum helgina.
Laters,
Ingvi

Æfingaleikur v Fjölni - þrið!

Jam.

Það var einn leikur v Fjölni upp í Grafarvogi áðan. Heldur stórt tap þrátt fyrir mikinn varnarleik hjá okkur. Margt gott en samt ekki nógu gott. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur v Fjölnir
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.

Dags: Mánudagurinn 6.nóv 2007.
Tími: kl.18.30 - 20.00.
Völlur: Nýja Fjölnis gervigrasið (við hliðina á Egilshöll).
Dómari: Þjálfari Fjölnis tók þetta, var nokkuð góður (þrátt fyrir smá væl í okkur).
Aðstæður: Örugglega einn af fyrstu leikjunum á þessum nýja velli - geðveikur völlur, grasið greinilega nýtt og gott - smá kuldi en ekkert til að væla yfir, sérstaklega ekki ef þú varst inn á á fullu!

Úrslit: 0 - 6.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins:
- - -
Mörk:
- - -
Liðið: Orri í markinu - Emil og Mikki bakverðir - Sindri og Gylfi miðverðir - Davíð Hafþór og á köntunum - Tolli og Arnar Már á miðjunni - Davíð Þór og Daníel Örn frammi. Varamenn: Hákon, Matthías, Kommi, Kristó og Daði Þór.

Almennt um leikinn:
Þrjú mörk í hvorum hálfleik hjá Fjölnis mönnum og þar af þrjú mjög ódýr og nánast gjöf og önnur þrjú þar sem vantaði örlitla baráttu hjá okkur. Unnum samt frekar vel á köflum en vantaði allan kraft fram á við. Vantaði að menn færu alla leið og kæmu með þegar við sóttum. Fannst móttakan líka á köflum slök. Orri átti flottann leik og Kommi og Danni gerðu hvað þeir gátu fram á við. Grátum þetta ekki enda mætti Fjölnir með virkilega sterkt lið. Vinnum í móttöku, þolinu og kraftinum þangað til í næsta leik.

- - - - -

mánudagur, 5. nóvember 2007

Þrið!

Yess.

Það er einn leikur hjá okkur í dag - v Fjölni á nýja gervigrasinu þeirra við hliðina á Egilshöllinni. Aðrir mæta á æfingu - klukkutíma fyrr en vanalega. En planið er þá svona:

- Leikur v Fjölni - Mæting tilbúnir í gallanum upp í Egilshöll kl.18.10 - Allt búið um kl.20.00:

Orri - Stefán Tómas - Úlfar Þór - Hákon - Tryggvi - Kristófer - Matthías - Kormákur - Hrafn - Davíð Þór - Matthías - Mikael Páll - Sigvaldi H - Sindri Þ - Viktor Berg - Davíð Hafþór - Emil - Gylfi Björn! - Arnar Már!

- Æfing hjá öllum öðrum - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

- Lítið mætt / meiddir / frí: Ástvaldur Axel - Starkaður - Óskar - Tumi - Emil - Eyjólfur - Ágúst Ben - Kevin Davíð - Sindri Þ - Valgeir Daði - Arianit - Reynir - Stefán Karl - Anton Helgi.

Undirbúa sig vel fyrir leikinn. Mæta vel klæddir - þið fáið treyjur.
Sjáumst hressir.
Ingvi og Örnólfur

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Mán!

Jev.

Síðasti dagurinn í vetrarfríinu á morgun, mánudag. Ætlum bara að njóta hans og æfa um kvöldið á venjulegum tíma í B hóp, en A hópur chilla eftir að hafa æft vel um helgina:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.30 - 20.50.

- Frí - A hópur (æfing á þrið kl.18.30).

Annars vonandi full mæting - menn komnir frá útlöndum og úr sveitinni!
Sjáumst sprækir.
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

laugardagur, 3. nóvember 2007

Aukaæfing - sun!

Jamm.

A hópur tekur aukaæfingu á morgun, sunnudag í Sporthúsinu:

- Æfing - A hópur - Sporthúsið - kl.12:50 -

Ef það er eitthvað óljóst, heyrið þá í Örnólfi, 6961188.

Það er frí á morgun hjá B hópi, en báðir hópar æfa á venjulegum tíma á mánudeginum.

Verið duglegir að láta þetta berast.
Later,
I og Ö

- - - - -

föstudagur, 2. nóvember 2007

Helgin!

Heyja.

- B hópur er í fríi um helgina (kallinn með löppina upp í loftið eftir aðgerð á hné áðan). En hópurinn æfir svo næst á mánudag (jafnvel fyrr að deginum)!

- A hópur æfir á morgun, laugardag, í inni tímanum í MS. Mæting 12.30 - og útihlaup fyrst.

50/50 árangur í leikjunum áðan - smá haustbragur á okkur en nú er bara að dæla inn leikjum til að spila okkur saman. Vinnum svo í ýmsum hlutum á æfingu.

Samt frekar töff að byrja án markmanns í seinni leiknum í gær - veit ekki hvað það er með mig og að byrja 10 inn á! Ég og Örnólfur tókum þetta alveg á okkur, alla veganna ég sem referee!

Menn svo flottir í dýnuboltanum í gær en samt soldið ryðgaðir. Dabbarnir fóru heim með poweradið en kallinn sýndi massa takta í lokin!

Hafið það svo gott.
Ingvi og Örnólfur

- - - - -

Æfingaleikir v Stjörnuna - fös!

Jamm.

Fyrstu leikirnir í ár voru áðan (föstudag). Það verður aðeins styttra form hjá okkur í sambandi við leikina en nóg til að halda utan um allar helstu upplýsingar:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur v Stjarnan.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: A lið.

Dags: Föstudagurinn 2.nóv 2007.
Tími: kl.17.30 - 18.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Örnólfur rúllaði leiknum upp.
Aðstæður: Völlurinn blautur og nokkuð góður og veðrið milt en smá kuldi í loftinu.

Úrslit: 0 - 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Gangur leiksins:
- - -
Mörk:
- - -
Liðið: Snæbjörn í markinu - Bjarki Þór og Gummi bakverðir - Einar Þór og Aron Ellert miðverðir - Bjarki Steinn og Gulli á köntunum - Jónas og Bolli á miðjunni - Ævar og Daníel Frammi. Varamenn: Arnar Kári, Árni Freyr, Diddi og Anton.

Almennt um leikinn:
Komumst eiginlega aldrei í gang - mjög fáir að spila á fullri getu - fengum á okkur ódýr mörk - náðum ekki að setja mark/mörk þrátt fyrir nokkur ágæt færi - vantaði meiri samvinnu, tal ofl. (ath. líka punkta frá Örnólfi).

- - - - -

Mótherjar: Þróttur v Stjarnan.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Föstudagurinn 2.nóv 2007.
Tími: kl.18.30 - 19.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Ingvi tók fyrri (þrátt fyrir 30 mín í speglun og læti) og Örnólfur seinni.
Aðstæður: Völlurinn blautur og nokkuð góður og veðrið milt en smá kuldi í loftinu.

Úrslit: 2 - 0.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins:
- - -
Mörk:
Árni Freyr - Daníel Örn.
Liðið: Anton í markinu - Viktor og Símon bakverðir - Nonni og Diddi miðverðir - Tolli og Addi á köntunum - Anton Sverrir og Arnþór á miðjunni - Flóki og Árni Freyr frammi. Varamenn: Daníel Örn, Jakob Fannar, Jóel, Daði Þór, Jónmundur og Krissi.

Almennt um leikinn:
Ágætis leikur hjá okkur - vörðumst vel og Anton átti stórleik í markinu í fyrri - soldið fljótir að missa boltann á köflum - nokkuð fljótir fram og seigir að losa okkur - en vantaði soldið betra touch þegar fram var komið.

- - - - -

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Fös!

Jó.

Fín æfing í dag - fékk samt ekki five fyrir gúffið :-(

Á morgun, föstudag, spila tvö lið v Stjörnuna (eigum inni grindavík) en aðrir mæta á æfingu upp í Langó (og spila í næstu viku). Verðum örugglega í klefa 2 niður í Þrótti - Undirbúa sig - og muna eftir öllu dóti í tösku (líka á æfingunni)! Planið er svona:

- A hópur mætir kl.17.00 niður í Þrótt - keppir v Stjörnuna frá kl.17.30 - 18.30.

- Eftirtaldir leikmenn úr B hóp + Arnþór Ari og Arnar Kári úr A hóp mæta kl.18.00 niður í Þrótt - keppa v Stjörnuna frá kl.18.40 - 19.40:

Kristján Orri - Jakob Fannar - Flóki - Símon - Jónmundur - Viktor G - Anton Sverrir - Jón Kristinn - Daði Þór - Þorleifur - Jóel - Daníel Örn - Kormákur* - Úlfar Þór*.

- Æfing niður í Langó (inni) - Mæting kl.16.00 niður í íþróttahús - búið um 17.10:

Tumi - Davíð Hafþór - Gylfi Björn - Emil - Hákon - Hrafn - Davíð Þór - Viktor Berg - Sigvaldi H - Kevin Davíð - Matthías - Mikael Páll - Sindri Þ - Arianit.

- í fríi / meiddir / Lítið mætt / mæta á æfingu ef þeir komast: Orri - Tryggvi - Kristófer - Stefán Tómas - Stefán Karl - Anton Helgi - Bjarmi - Starkaður - Bjarki B - Arnar Már - Ágúst Ben - Ástvaldur - Óskar - Eyjólfur - Reynir - Valgeir Daði.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
kv, Ingvi og Örnólfur

*: Þurfa að hafa samband við kallinn!

- - - - -