föstudagur, 30. maí 2008

Helgin!

Jó.

Það er skollið á feitt helgarfrí í boltanum. Mæli með golfi eða "tönun" í lauginni!

A liðið vann Grindavík í gær, 2 - 0 og er því búið að vinna fyrstu tvo leikina sína á Íslandsmótinu, sem er snilld.

Á sunnudaginn er svaðalegur leikur í mfl: Þróttur v Keflavík - kl.19.15 á Valbirni.
Möst að láta sjá sig þá. Langflestir eru komnir með félagsskírteinin, en maður verður að sýna það til að fá frítt á völlinn (smessið á mig ef ég á að koma þeim á ykkur).

Kíkið svo á nýja Laugardalsblaðið, myndin af okkur slapp alveg.

Sé ykkur svo á mánudaginn, og þá er líka júní mættur á svæðið :-)
Ingvi og co.

- - - - -

fimmtudagur, 29. maí 2008

Fös!

Sælir meistarar.

Lala æfingin í gær - ansi margir að ballast eða skólast eitthvað. En traust hjá sumum að mæta þó þeir hafi farið aðeins fyrr. Ég kom seint og fór fyrr. Og var víst líka með ekki nógu hressar æfingar :-/ Ánægður með Tryggva að koma með poweradið - hver tók það annars?

Trúi ekki að menn séu lengi í skólanum í dag, föstudag. Æfum þess vegna ansi snemma:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.30.

Snöggir að láta mig vita ef þetta er of snemmt (komið með góð rök samt). Látið þetta annars berast á alla og við tökum vel á því, því (tvö því í röð: má það?) við tökum okkur helgarfrí (rím). (djöfull er ég að grilla).

Kem með félagaskírteini á alla leikmenn, en menn verða að mæta með þau á mfl leiki héðan í frá, annars þarf að borga inn! Ath - Þróttur v Keflavík á sunnudaginn kl.19.15 á Valbirni.

Held líka að Þróttarablaðið komi út á morgun, reynum að dreifa því líka.

A liðið keppir svo við Grindavík kl.20.00 í kvöld, held á "Suddanum" (suðurlandsbraut) - Við mætum klárlega allir og kíkjum á þá.

Sjáum ykkur á eftir peyjar (eins og g.odds myndi segja).
Ingvi og Dóri.

- - - - -

þriðjudagur, 27. maí 2008

Fim!

Ble.

Ekki alveg nógu gott hjá Íslandi áðan :-(

En hópmyndin tókst afar vel á mánudaginn. Þurfum bara að photoshop-a Daða, Anton S, Sindra, Matta, Dabba Þór, Starka, Stefán Karl, Orra, mig og Dóra einhvern veginn inn á :-) Gleymdi ég nokkrum?



Síðasta þraut var líka fersk, verður enn betri á morgun!



Eruði að grínast með fagmannlega vinnubrögð þegar Tolli meiddist á hendi á laugardaginn! Lítil hætta á meiðslum þegar kallinn er svona á tánum!



Kallinn nánast alveg búinn að taka andlitsmyndirnar þetta árið (ekkert seinn) - Addi lúkkaði fáránlega vel á mánudaginn.



Nóg af þessu, æfing á morgun, fimmtudag, hjá B hóp. Styttist ansi mikið í síðustu gervigrasæfingu í bili (snökt)!

- Fim - Æfing - B hópur - Gervigras - kl.19.00 - 20.30.

Sé ykkur þokkalega alla,
Ingvi og co.

- - - - -

Mið!

Ble.

Það var víst snilldar leikur v FH áðan (tek á mig fyrsta "leikskrópið"). 4-2 sigur - Tryggvi víst með með fernu og þar með mark nr.4 (augljóslega) og kemur því með powerade á næstu æfingu (svk. nýju reglunum okkar sem menn fá blaði á næstu æfingu :-)

Vona svo að mætingin hafi verið góð hjá mönnum á A hóps æfinguna (hlýtur að vera þar sem æfingin var á grasi). Chilliði - það styttist í við förum allir á gras.

Það er frí á morgun, miðvikudag. Mælum með að menn skelli sér á landsleikinn, alla veganna kíki á hann í sjónvarpinu (ísland - wales sko - byrjar kl19.35)

Annars bara næst æfing á fimmtudaginn.
Sjáumst þá,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Æfingaleikur v FH - þrið!

Jamm.

Það var flottur sigur hjá okkur á móti FH í gær - Tryggvi var í stuði, auka flestra annarra. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: FH.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.

Dags: Þriðjudagurinn 27.maí 2008.
Tími: kl.18.30 - 19.50
Völlur: FH gervigras.

Dómari: Ekkert hægt að kvarta hér!
Aðstæður: "Litla gervigrasið" bara nokkuð gott - og veðrið slapp alveg.

Úrslit: 4 - 2.
Staðan í hálfleik: !

Mörk: Tryggvi 4.
Maður leiksins: Tryggvi.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor G og Viktor B bakverðir - Úlli og Jónmundur miðverðir - Mikki og Símon á köntunum - Kobbi og Sindri á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Kristján Orri, Davíð Hafþór, Óskar og Emil Dagur.

Frammistaða:

Slugs - Dóri tekur það á sig!

Almennt um leikinn:

Slugs - Dóri tekur það á sig!

- - - - -

mánudagur, 26. maí 2008

Þrið!

Ble.

Snilldar mæting í gær strákar - virkilega ánægður með ykkur. Tek líka á mig fyrstu seinkomu ársins (nei annars, læt dóra dylan taka hana á sig)! En það er sem sé æfingaleikur í dag v FH á útivelli - aðrir mæta á A hóps æfingu (nema þeir séu að læra).

- Æfingaleikur v FH - Mæting kl.18.00 í Kaplakrika (heimavöll FH í Hafnarfirdi):

- Orri í markinu - Úlfar Þór og Jónmundur miðverðir - Viktor G og Viktor Berg bakverðir - Sindri Þ og Jakob Fannar á miðjunni - Mikael Páll og Símon á köntunum - Daníel Örn og Tryggvi frammi. Varamenn (mæting 18.30): Kristján Orri - Hrafn - Óskar - Davíð Hafþór - Emil Dagur.

- Hvíla í dag, mæta aðeins betur og taka svo næsta leik: Hákon, Ásgeir (ath líka markmannsæfingar á miðvikudögum) og Pétur.

- Meiddir: Davíð Þór og Matthías.

- A hóps æfing - Mæting kl.17.30 niður á gervigrasinu:

Starkaður - Flóki - Anton Sverrir - Kormákur - Daði Þór - Kristófer - Arnar Kári - Stefán Tómas - Þorleifur - Jóel.

Við mætum í Kaplakrika (þar sem stúkan er), finnum klefa og verðum snöggir að klæða okkur í. Muna að mæta með allt dót - og við spilum í svörtu í dag.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
kv,
Ingvi og co.

- - - - -

Mán!

Sælir meistarar.

Það er loksins klárt hvenær FH leikurinn er; hann verður á morgun, þriðjudag, kl.18.30 á gervigrasinu þeirra (persónulega aldrei spilað þar).

Þannig að við æfum allir saman í kvöld, mánudag, býst við þvílíkri mætingu: gerum okkur klára fyrir leikinn á morgun, og líka langt síðan sumir létu sjá sig! Og gleymdi að segja að það er myndataka fyrir Þróttarablaðið eftir æfinguna.

- Mán - Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.00 - 20.30.

Mikki tekur refsingu þar sem frændi hans skoraði á móti þrótti í gær! Tryggvi og Kristó taka líka refsingu fyrir að skemma indiana jones fyrir mér! Dóri verður með í púlinu þar sem hann hefur lítt mætt að undanförnu. Og loks tekur Orri líka refsingu (finn örugglega ástæðu í kvöld :-)

Sé ykkur hressa,
Ingvi og Dóri

- - - - -

sunnudagur, 25. maí 2008

Sun - meira!

Sælir drengir.

Heyrði ekki í þessum leikmönnum* áðan :-( Og sumir með 0 mætingar í vikunni - það er náttúrulega ekki nógu gott. En flott mæting hjá sumum - sem tóku double á virkilega nettri æfingu áðan.

En nóg af því - það er mfl leikur í kvöld, sunnudag, á þjóðarleikvangnum, á móti Fram kl.19.15. Kíkið endilega ef þið eruð lausir. Hafið það annars gott í dag (ertu að grínast með veðrið úti).

Set svo planið á morgun, mánudag, inn seinna í dag/kvöld.
Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

*: Orri - Ásgeir - Sindri Þ - Úlfar Þór - Guðmundur Andri - Daníel Örn - Viktor Berg - Hrafn - Bjarki Steinn - Davíð Hafþór - Emil Dagur - Hákon.

laugardagur, 24. maí 2008

Æfingaleikur v Grindavík - laug!

Yess.

Grindavík bauð okkur í leik hjá sér og það á grasi. Miðað við að það var langt síðan við tókum leik síðast, fengum leik á grasi og tókum road trip á "etta" þá hefðum átt að gera mun betur. En niðurstaðan 4-2 tap - allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Grindavík.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Laugardagurinn 24.maí 2008.
Tími: kl.15.00 - 16.40.
Völlur: Grindavíkurvöllur.

Dómari: Fínn aðaldómari, lala línuverðir þótt þeir hafi kannski ekkert klikkað.
Aðstæður: Fyrsti grasleikur sumarsins, völlurinn kannski ekkert voða spes en slapp alveg. Og nokkuð hlýtt úti.

Úrslit: 2 - 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.

Mörk:
Tolli - Arnar Kári.
Maður leiksins: Starkaður.

Liðið:

Anton E í markinu - Daði Þór og Starki bakverðir - Kristó og Bjarki Þór miðverðir - Addi og Gulli á köntunum - Kommi og Anton Sverrir á miðjunni - Árni Freyr og Flóki frammi. Varamenn: Tryggvi - Stefán Tómas - Þorleifur - Jóel.

Frammistaða:

Anton: Flottur leikur, var einstaka sinnum aðeins of fastur á línunni!
Daði: "Rólegur" en góður leikur. Vantaði smá kraft og koma með í sóknina.
Starki: Tók alla sem komu á sig. Topp leikur.
Kristó: Átti í nokkrum vandræðum með senterinn þeirra og með sumar staðsetningar, en gerði margt gott.
Bjarki Þór: Sterkur og vann vel - átti fínan leik.
Addi: Átti nokkra góða spretti en var ekki mikið í boltanum.
Gulli: Fann sig ekki á kantinum, var samt mikið í boltanum og gerði margt gott. Átti það til að taka of margar snertingar og koma sér í vandræði.
Kommi: Þó nokkuð í boltanum en náði (ásamt antoni) ekki alveg nógu góðum tökum á miðjunni.
Anton S: Barðist vel en oft verið betri.
Árni F: Var í virkilega góðum málum þanngað til það var brotið á honum og hann meiðist.
Flóki: Oft verið betri - hefði mátt vera duglegri og fá boltann meira. Vantar að koma betur á móti, vinna stöðu og skila boltanum á samherja.

Jóel: Ágætis innkoma - vantaði kannski smá baráttu á köflum.
Tolli: Gerði sitt og skoraði líka klassa mark. Var líka í fleiri sjensum en var óheppinn.
Stebbi: Skilaði bakvarðarstöðunni súper í seinni.
Tryggvi: Fékk þónokkra sjensa en óheppinn að klára ekki - vantar aðeins meiri samvinnu við hinn senterinn.

Almennt um leikinn:

Í heildina áttum við ekki alveg nógu góðan dag. Við náðum ekki að undirbúa okkur nógu vel, vorum seinir á staðinn, upphitunin var hálfgert prump enda komust þeir í 2-0 eftir frekar slaka frammistöðu hjá okkur.

En við héldum áfram og náðum að jafna leikinn í seinni. Litum mun betur út þá, áttum betri sendingar og náðum ágætum tökum á leiknum. En þegar ca. 15 mín voru eftir þá gerðum við okkur aftur seka um mistök, hreinsuðum illa og dekkuðum illa og þeir klára leikinn með tveimur mörkum.

Mér finnst of oft vanta að menn viti hvað þeir eiga að gera þegar við erum að sækja - við þurfum að fara betur í þau atriði. En nr.1 er audda að losa sig, bjóða sig, hlaupa í eyður og kalla á boltann - nota fáar snertingar og klára svo með skoti, fyrirgjöf og marki!

En það var flott að fá þennan leik, það er stutt í íslandsmótið, fyrstu tveir leikirnir eru á móti FH og ÍBV. Verðum að vera klárir þegar í þá er komið.

Fullt af mönnum voru fyrir utan í þessum leik, og fá leik mjög fljótlega til að sýna hvað í þeim býr. Í þessum leik voru menn ekki alveg á 100 og er það engan veginn í lagi. En gerum betur næst.

- - - - -

fimmtudagur, 22. maí 2008

Sun!

Sælir strákar.

Og sorry hvað þetta kemur seint inn - en leikurinn v FH verður ekki á morgun, sunnudag, eins og ég var búinn að segja. Smá klikk - en verður á mánudag/þriðjudag.

Þannig að við tökum í staðinn æfingu á morgun - sé vonandi alla sem ekki spiluðu í dag (en frjáls mæting hjá þeim sem spiluðu - leikurinn fór by the way 4-2 fyrir grindó :-(

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.11.00 - 12.30.

Verið duglegir að láta þetta berast.

Þeir sem sjá þetta í tíma mega svo endilega giska á í hvaða sæti Ísland lendir í Eurovisíon í kvöld. Vel kaldur Powerade í verðlaun á morgun :-)

Sé ykkur,
Áfram Ísland.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Búnir að giska:

Ingvi: 16.sæti.
Árni: 9.sæti.
Bjarki Þór: 6.sæti.
Jóel: 18.sæti.
Tolli: 11.sæti.
Óskar: 10.sæti.
Bjarki B: 7.sæti.
Gulli: 1.sæti.
Viktor Berg: 8.sæti.

Laug!

Sælir meistarar.

Það er sem sé einn leikur v Grindavík á morgun, laug - og vonandi annar v FH á sunnudaginn.
Leikurinn á morgun er í Grindavík þannig að við þurfum að græja "skutl" þanngað! Þeir sem eiga að mæta þurfa að smessa á mig staðfestingu á að þeir séu klárir, sem og hvort þeir geti reddað fari (nota orðið hress bíltúr við foreldrana :-)

- Æfingaleikur v Grindavík - Laug - Mæting kl.13.45 niður í þrótt - Kick off kl.15.00 - komnir tilbaka ca. kl.18.00:

Anton E - Bjarki Þór - Guðlaugur Þór - Árni Freyr - Stefán Tómas - Starkaður - Kristófer - Daði Þór - Kormákur - Arnar Kári - Anton Sverrir - Flóki - Tryggvi - Jóel - Þorleifur.

- Æfingaleikur v FH - Sun - (verður staðfest á laug):

Orri - Ásgeir! - Sindri Þ - Úlfar Þór - Guðmundur Andri! - Mikeal Páll - Daníel Örn - Viktor Berg - Hrafn - Jakob Fannar - Símon - Bjarki Steinn! - Jónmundur - Viktor G - Kristján Orri - Óskar - Davíð Hafþór - Emil Dagur. Meiddir: Hákon, Davíð Þór, Matthías.

Við spilum á grasi strákar á morgun - þannig að taka með allt dót (góða takkaskó, hvíta sokka, hvítar stullur, handklæði og þúsara). Já, og við verðum örugglega í svörtu.

Heyrið beint í mér ef það er eitthvað (frekar en á commentakerfinu).
Laters,
Ingvi (8698228) og co.

- - - - -

Fös!

Ble.

Laglegt Frikki og Regína! Tökum feitt gisk um hvaða sæti við lendum í á laugardaginn (bannað að vera neikvæður með þetta).

Og laglegt Hildigunnur yogakennari! Ég var ekki alveg viss hvernig tími þetta myndi vera í dag en þvílík snilld. Mér leið alla veganna fanta vel eftir tímann og vona að fleiri séu sammála. Mikki fær samt sekt fyrir að hlæja og Addi sekt fyrir að sofna. (Tókum svo líka afar hresst hlaup á undan, ekki gleyma því). Ansi margir forfallaðir, þeir eiga að mæta með hlaupaskó á morgun, föstudag.

Við æfum í fyrri kantinum, og á sparkvellinum:

- Æfing - Fös - B hópur - Sparkvöllurinn við Laugó - kl.16.00 - 17.30.

Ath - það er svo einn æfingaleikur v Grindavík á laugardaginn (í grindavík) - hefði viljað fá fulla mætingu hjá mönnum á allar þrjár æfingarnar í vikunni - ég met það líka á morgun.

A liðið á svo leik v Njarðvík (í Njarðvík) seinna annað kvöld (kl.20.00). Væri virkilega traust ef einhver kemst að horfa og hvetja þá.

En það er bara 4 á morgun,
Sé ykkur.
Ingvi og co.

- - - - -

miðvikudagur, 21. maí 2008

Fim - staðfest!

Jó.

Alles klar:

- Skokk + Yoga tími í Laugum - Mæting kl.16.30 fyrir framan Laugar.

Mæta ready (tímanlega) í hlaupagallanum með innidótið/sund dótið/hrein föt í poka. Við tökum léttan og hressan hring og svo beint inn í víst "mjúkan" yoga tíma hjá Hildigunni. Endum á potti/gufu! Nóg að koma með 500kr (svo er lítill berja boost á 440kr - frekar góður).

Við tökum svo bolta á morgun og laug, þannig að það er bara nett að auka aðeins á þolið og liðleikann.

Sjáum vonandi alla á eftir.
Ingvi (liðugastur í mfl) og Dóri (enn í sigurvímu eftir gærdaginn - og veitir ekki af 1.stk yogatíma).

- - - - -

Fim!

Ble.

Smá óvissa með morgundaginn (fimmtudaginn). Við ætlum alla veganna að hittast um kl.16.30 og vera búnir 19.00 (eurovisionpartý hjá mér - tek það á mig).

Við erum ekki með völlinn þannig að það er annað hvort sparkvöllur, eða Laugar (+ hlaup / pottur / smá gúff). Er að fara í ferðalag með bekknum og átti eftir að heyra í fólkinu niður í Laugum með tíma þar.

Þið getið alla veganna bókað tímasetninguna, en ég kem með staðfestingu á hinu kl.14.00.
Ok sör.

Ingvi

- - - - -

Meistaradeildin!

Man.Utd evrópumeistarar!

Eigum við ekvað að ræða þennan leik.
Svaðalegt.

Mið!

Jó.

Nokkuð vel mætt í gær þrátt fyrir að nánast allir í Laugó hefðu skellt sér á ball (sem byrjaði ansi snemma I have to say). Kem með sumarplanið aftur á morgun fyrir þá sem mættu ekki í gær.

En það er leikur ársins í kvöld, miðvikudag (man.utd v chelsea í úrslitum meistaradeildarinnar kl.18.30 í Moskvu) þannig að ...

... það er frí á æfingu. (veit ekki hvort leikurinn verði niður í Þrótti, veit, slakt - ég næ því miður ekki að reyna að plögga það í dag). Leikurinn er reyndar ÓRUGLAÐUR þannig að menn búa bara til gott fótboltapartý í heimahúsum - eða bara kíkja á hann með mömmu og pabba :-)

Held að ég segi bara áfram .... Man.Utd. Tek það samt á mig!

Við hittumst svo á morgun, fimmtudag - engin æfing hjá mfl þannig að við tökum góðann pakka, örugglega frá kl.16.30-19.00.

Bis morgen,
Ingvi og Dóri

- - - - -

P.s. Við erum komnir með okkar eigin hirðljósmyndara (steinar pabbi símonar) þannig að við ætlum að reyna að fá góðar myndir í "action" af öllum leikmönnum, auk þess að ná fullt af myndum í leikjum hjá okkur. Ekki slæmt. Set hér tvö dæmi (svo voru tvær myndir í bæklingnum):



Ansi góður stökkkraftur hjá Kristó, nær mér næstum!



Kobbi klárlega að fara taka manninn á.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Þrið!

Sæler.

Svaðalegur leikur í gær - vona að þið hafið látið sjá ykkur! Tala nú ekki um hvað hefði verið nett að fá mínútu(r). Svo er það Fram næsta sunnudag.

Það er (loksins) æfing hjá okkur í dag, þriðjudag, og létt rabb á eftir (ekkert formlegt samt):

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.19.00 - 20.45.

Tökum hressa æfingu - Vonast eftir 95% mætingu :-)
Sjáum ykkur eldhressa,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

mánudagur, 19. maí 2008

Mán!

Jamm.

Eins og ég sagði þá er aftur frí hjá B hóp í dag, mánudag, en vonandi mæta allir og garga eins og ljónið á ...

... Þróttur v FH, í Landsbankadeildinni - kl.19.15 á Valbirni.

Súpa og brauð fyrir leik - svo er æfing og smá fundur á morgun, þriðjudag. Vonast þá til að koma með plan fram í tímann (komin tími á það).

Síja,
Ingvi og co.

- - - - -

laugardagur, 17. maí 2008

Ble!

Sæler (allir að taka fimm og lesa alveg niður).

Reykjavíkurmótinu laug í dag með þremur leikjum við Fjölni. Læt duga að fjalla um seinustu tvo leikina (Örnólfur skrifar örugglega um þann fyrsta á hinu blogginu).

- B liðs leikurinn var frekar skemmtilegur og náðum við forystu með virkilega nettu marki frá Adda K. Fjölnismenn misstu svo mann útaf en náðu samt að jafna og halda út einum færri. Bæði lið fengu góð færi en niðurstaðan 1 - 1.

Við enduðum mótið í þriðja sæti (unnum ír, leikni og víking - jafntefli í dag v fjölni og töpuðum með einu marki fyrir fylki og kr (sem enduðu fyrir ofan okkur)). Sjá hér!

- C liðs leikurinn var þvílíkur markaleikur og komumst við í stöðuna 4 - 2 og vorum að spila afar vel - við breyttum liðinu náttúrulega mikið en þrátt fyrir fína innkomu flestra þá misstum við tökin á leiknum, gáfum ca.2 mörk og endaði leikurinn 4 - 5 fyrir Fjölni. Veit af menn vildu fá meiri tíma inn á, flestir áttu það skilið (sumir búnir að æfa lítið) - en ég vinn í því, þ.e. fer að bóka nokkra æfingaleiki því Íslandsmótið hefst 10.júní. Menn börðust vel, fóru í tæklingar en duttu ekki í neitt bull (eins og sumir leikmanna fjölnis). Matti handleggsbrotnaði víst illa - hugsum vel til hans, og ég læt ykkur betur vita hvernig það fer.

Við enduðum í neðsta sæti af fimm í þessu móti - þrátt fyrir 3 nokkuð góða leiki þar sem við töpuðum öllum með einu marki (v kr, fylki og fjölni í dag og svo einn skell v fjölni 2). Sjá hér!

Kem með venjulega skýrslu um þessa leiki, auk þess sem við skuldum víkings og fjölnis 2 leikinn.

En við þurfum aðeins að spá í hlutunum - við töpum alls fimm leikjum með einu marki og yfirleitt á loka mínútunum. Við setjum fullt af flottum mörkum en náum ekki að landa sigri. Hugafar og einbeiting í leikjunum sjálfum er eitt, æfingasókn er líka einn punktur (apríl mætingin kemur á morgun). Við "stúderum" þetta og mætum þokkalega flottir í Íslandsmótið.

- - - - -

1. Gott frí á morgun, sunnudag. Mæli með að menn láti sjá sig á "Laugarnes á ljúfu nótunum" við Laugarneskirkju kl.14.00 - 16.00 - örugglega einhverjir að vinna þar, svo er fullt af einhverju dóti, pullur og soddann!

2. Svo er það meistaraflokks leikur á mánudaginn v FH kl.19.15 á Valbirni (frí á æfingu).

3. Æfing og smá "sumarfundur" á þriðjudaginn.

4. Og loks Úrslitaleikur meistaradeildarinnar á miðvikudag (frí á æfingu).

Líf og fjör.
Ingvi

- - - - -

Leikir v Fjölni - laug!

Jamm.

Rvk mótinu laug í gær með leikjum við Fjölni - eins og svo oft þá finnst mér að við hefðum átt að klára báða leikina og fara heim með 6 stig - en eins og svo oft áður þá slökuðum við á í lokin og niðurstaðan eitt jafntefli og eitt naumt tap. Allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.

Dags: Laugardagurinn 17.maí 2008.
Tími: kl.14.30 - 15.50.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Hákon og Kiddi/Rúnar K - virkilega ánægður með þá.
Aðstæður: Veðrið sweet en kominn tími á grasið!

Úrslit: 1 - 1.
Mörk: Arnar Kári.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Maður leiksins: Orri fær það (tók tvo leiki í röð og bjargaði okkur nokkrum sinnum í dag).

Liðið:

Orri í markinu - Daði og Stebbi bakverðir - Úlli og Bjarki Þór miðverðir - Kommi og Addi á köntunum - Einar Þór og Gulli á miðjunni - Anton Sverrir fyrir framan miðjuna - Flóki frammi. Varamenn: Tolli, Tryggvi og Kristófer.

Frammistaða:

Orri: Bara fínn leikur, sérstaklega miðað við að hann tók A liðs leikinn líka.
Daði: Leysti hægri bakk eins og ekkert væri - fínn leikur.
Stebbi: Virkilega góður leikur - er farinn að fíla hann meir og meir í þessari stöðu!
Úlli: Sterkur og djöflaðist eins og vanalega.
Bjarki Þór: Gaf sig allann í þessar auka 15 mín sem hann keppti.
Kommi: Átti nokkuð góðan dag.
Addi: Spilar varla leik án þess að setja hann þessa daganna, ánægður með hann.
Einar Þór: Snilld að fá hann í byrjun leiks - átti miðjuna með gulla og antoni.
Anton Sverrir: Barðist vel og var mikið í boltanum, en fannst hann pirra sig stundum of mikið og var soldið mikið í "hnoðinu" við andstæðingana!
Gulli: Sama hér, kom sér soldið oft í einhvers konar bögg við fjölnismennina, en boltalega var hann með betri mönnum á vellinum, mikill kraftur í kallinum.
Flóki: Oft verið betri, vantar að vinna betur með hinum senternum, meiri samvinnu þeirra á milli.

Tryggvi: Duglegur en vantaði fá betri sendingar til að klára.
Tolli: Tók miðvörðin og gerði það mjög vel.
Kristó: Fékk nokkrar mínútur í lokinn og var bara mjög öruggur.

Almennt um leikinn:

Við vorum klaufar að klára ekki þennan leik - við vorum manni fleiri allann seinni hálfleikinn en náðum ekki að yfirspila þá og klára færin. Í heildina vorum við að spila vel, við áttum færri slakar sendingar en vanalega og bjuggum okkur til fullt af færum.

Markin þeirra var af ódýrari gerðinni, fengum boltann yfir okkur og gleymdum manninum okkar. Mér sýndist við ekkert fara í neitt rugl þrátt fyrir að menn voru orðnir soldið æstir.

Við fórum aðeins meira upp Komma megin og hefðum mátt koma Adda meir inn í leikinn. Hefðum líka mátt ýta betur út, verð að koma með fleiri æfingar sem hjálpa okkur að laga þetta.

Þeir fengu frekar góð færi í lokinn þannig að í raun getum við verðið sáttir með stigið, en samt ekki!

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.

Dags: Laugardagurinn 17.maí 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.40.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Vésteinn og Kristó - stóðu sig afar vel.
Aðstæður: Sama og áðan, veðrið flott en menn farnir að hlakka til að fara á alvöru gras!

Úrslit: 4 - 5.
Mörk: Tryggvi, Sindri, Daníel Örn og Ólafur Frímann.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Maður leiksins: Kristófer.

Liðið:

Flóki í markinu - Mikki og Viktor B bakverðir - Kristó og Hrafn miðverðir - Símon og Krissi á köntunum - Kobbi og Sindri á miðjunni - Daníel Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Davíð Þór, Davíð Hafþór, Matthías, Óskar, Dagur Hrafn, Ólafur Frímann og Daði (í sínum fyrsta 3.fl leik).

Frammistaða:

Flóki: Reddaði okkur og tók markið - gat lítið gert í mörkunum, nema kannski étið 1-2 fyrirgjafir!
Mikki: Var með öflugan leikmann í fjölni á sér en leysti það mjög vel. Skilaði boltanum líka vel frá sér.
Viktor B: Bara vel solid leikur.
Kristó: Allt í öllu í vörninni - taka hann fáir í spretti eða öxl í óxl. Hefði samt mátt gera betur í fimmta markinu þeirra!
Hrafn: Er að koma vel út í miðverðinum, enda "turn-týpa". Bara æfa eins og maður, þá er stutt í B liðið hjá honum.
Símon: Ágætisleikur - meira með á nótunum en oft áður - þarf bara að vera óhræddur að fá boltann og halda honum aðeins.
Krissi: Stríddi fjölnismönnum oft og kom vel út á kantinum. Er með mikinn bolta í sér og flott að fá hann í útileikmannahópinn.
Kobbi: Prýðis leikur á miðjunni.
Sindri: Ánægður með hann á miðjuni, og eigum við ekvað að ræða markið hans!
Danni: Setti eitt, en fékk fleiri færi sem ég hefði viljað sjá inni.
Tryggvi: Tók fyrri hálfleik og var nokkuð öflugur. Hefði mátt "bonda" meira við Danna og búa til fleiri færi saman!

Dabbi Þ: Oft verið betri, vantaði meiri power og að biðja um boltann meira.
Dabbi H: Kom bara vel út á kantinum. Er snöggur og þarf bara að nýta hraðann sinn meira.
Matti: Var í góðum málum þanngað til að hann meiddist illa á hendi.
Óskar: Fín innkoma, rúllaði boltanum betur en oft áður.
Óli F: Afar seigur í seinni og setti flott mark.
Dagur: Prýðis innkoma. Hefði mátt fara oftar sjálfur alla leið. Skjóta meira á markið.
Daði: Tók miðvörðin og átti varla feilspor.

Almennt um leikinn:

Þetta endaði sem þvílíkur markaleikur - við komumst í 4-2 og þá hugsuðu menn að þetta væri komið. En svo var (auðvitað) ekki og við gáfum þeim í raun 3 mörk og niðurstaðan þriðja tapið með eins marks mun :-(

Við klikkuðum á dekkningu í tveimur mörkum og svo hefðum við bara átt að koma boltanum langt burtu í öðrum tveimur! Svo einfalt var það í raun.

Við vorum með afar öflugt lið en einhvern veginn trúum við ekki að við getum klárað dæmið. Held að það sé soldið stór partur af þessum þremur töpum.

Þeir voru með tvo frekar öfluga stráka frammi sem voru duglegir að pressa á okkur. Við leystum það yfirleitt vel en misreiknuðum okkur samt eitthvað og fengum á okkur mark.

Varamenn verða líka að vera virkilega ready þegar þeir komu inn á. Held nú samt að það hafi verið raunin í dag. Held að skiptingarnar hafi komið ágætlega út.

En þýðir ekkert að gráta þetta, lærum bara af þessu. Og nr.1 er að mæta inn á völlinn og hugsa með sér að við klárum leikinn. Ef allir 11 hugsa svona þá vinnum við alla leiki.

- - - - -

miðvikudagur, 14. maí 2008

Laug!

Bledsen.

Tek á mig hvað þetta kemur seint, var öld að svæfa maurinn.

Flott mæting í dag og nánast allir klárir! Reykjavíkurmótið klárast á morgun, laugardag, með þremur leikjum við Fjölni á heimavelli. Komum alveg þvílíkt klárir til leiks og klárum mótið með stæl:

A lið v Fjölni - Mæting kl12.00 niður í Þrótt - keppt v Fjölni frá kl.13.00 - 14.20:

A hópur + Orri, Anton Sverrir og Starkaður.

B lið - Mæting kl13.45 niður í Þrótt - keppt v Fjölni frá kl.14.30 - 15.50:

Markmaður: Orri (pínum hann í double).
Vörn: Guðmundur Andri* - Úlfar Þór - Daði Þór + leikmaður úr a leiknum.
Miðja: Guðlaugur* - Arnar Kári - Kormákur - Bjarki Steinn*
Sókn: Flóki + leikmaður úr a leiknum.
Varamenn: Tryggvi - Stefán Tómas - Þorleifur.


C lið - Mæting kl15.15 niður í Þrótt - keppt v Fjölni frá kl.16.00 - 17.50:

Markmaður: Í vinnslu!
Vörn: Kristófer - Mikael Páll - Viktor Berg - Hrafn.
Miðja: Jakob Fannar - Sindri Þ - Kristján Orri - Símon.
Sókn: Daníel Örn - Davíð Þór.
Varamenn: Davíð Hafþór - Matthías - Óskar + 4.fl leikmenn!


Meiddir / í fríi / ekki sést lengi: Hákon - Jónmundur - Jóel - Viktor G - Anton E - Snæbjörn Valur.

A og B spilar í hvítu og rauðu en C í svörtu. Allri svo að mæta með rétt dót.
Heyrið í mér ef það er eitthvað,
Sjáumst annars í dúndurstuði,
Ingvi og co.

- - - - -

*: í a hóp.

Fös!

Jó.

Stig í mfl í gær, nokkuð traust. Svo er það FH á mánudaginn á Valbirni - mössum það.

En hjá okkur er síðasta æfing fyrir leik í dag, föstudag, og svo 3 leikir v Fjölni á morgun, laugardag - þannig að það er algjör skyldumæting!

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.16.00 - 17.30.

Veit af Viktori G og Jóeli í dag (verða samt vonandi klárir á morgun) - en sé alla aðra eldhressa.
Förum í nokkur atriði varðandi leikina.

Síja gang,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Fim!

Jó.
Það er frí á æfingu í dag hjá B hóp, en hvetjum alla að kíkja á leik nr.2 hjá mfl:

- Breiðablik v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.19.15.

Við lofum sautján sinnum betri leik en á laugardaginn! Reynið að draga mömmu og pabba með :-)

Það er svo síðasta æfing fyrir leik á morgun, föstudag - sýnum góðan karakter og mætum allir þannig að við verðum ready á móti Fjölni á laugardaginn!

Sé ykkur,
Ingvi og co.

p.s. hérna er svo smá tilkynning frá stjórninni í sambandi við grasvellina:

- - - - -

Verndum grasið

Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar beinir þeim tilmælum jafnt til barna og fullorðinna að fara ekki inn á grasvelli félagsins nema á skipulagðar æfingar. Skipulagðar æfingar í yngri flokkunum á grassvæðum félagsins hefjast ekki fyrr en í júní. Grasið á völlunum er viðkvæmt og þolir ekki nema takmarkað álag. Það er af þeim sökum sem vellirnir eru lokaðir utan þeirra tíma þegar þar er verið að keppa eða æfa.

Sérstaklega óskar stjórnin eftir góðri samvinnu við foreldra í þessu efni og biður þá að ítreka við börn sín að nota grasvellina ekki í leyfisleysi. Vissulega er ekkert eðlilegra en að börn og unglingar sem á annað borð hafa knattspyrnuna sem áhugamál, vilji grípa hvert tækifæri til að æfa sig, en við æskjum þess að foreldrar reyni að beina þeim annað en á hinu viðkvæmu grasvelli félagsins.

Í þessu sambandi má benda á að öllum Þrótturum er heimilt að koma á gervigrasvöllinn hjá Laugabóli - þegar sá völlur er ekki upptekinn.

Með von um góða samvinnu þannig að allir geti hafið grasæfingar á tilsettum tíma þann 9. júní,
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar.

Mið!

Heyp.

Nokkuð góð mæting í gær á spánarkvöldið, þeir sem komust ekki fá að vita allt í kvöld sem þeir misstu af. Mest svekkjandi var að sjá ekki spánarbuxurnar mínar (hef þær í sláarverðlaun bráðlega).

En það er æfing í kvöld, miðvikudag, hjá B hóp. Veit samt af Langó í ferðalögum.

- Æfing - B hópur - Mið - Gervigras - kl.19.00 - 20.30.

Tökum sendingar og varnaræfingar, og jafnvel þraut. Orri kíkir í "klukk" og fer svo yfir á þríhyrninginn!

Síja,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

þriðjudagur, 13. maí 2008

Þrið!

Jó.

Það er frí á æfingu hjá B hópi í dag, þriðjudag, en einhverjir verða boðaðir á A hóps æfingu 18.30! Svo æfing á morgun, mið.

En kl.20.00 í kvöld er líka Spánarkvöld fyrir leikmenn og foreldra þeirra stráka sem fara út, vona að allir séu lausir þá. Spjallað verður um ferðina, myndir sýndar ofl.

Í vikunni skýrist líka hvert verður farið innanlands sömu daga og farið er út til Spánar.

- Spánarkvöld - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.20.00.

Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

mánudagur, 12. maí 2008

Mán!

Ble.

Afsakið stuttan fyrirvara, en kallinn var upp í bústað að smíða sandkassa (ókey pabbi gerði flest allt en ég sá um hönnunina). B hópur æfir í dag, mánudag, held að það verði met mæting:

- Æfing - B hópur - Mán - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Allir klárir - þótt það sé frídagur í dag!
Verið samt duglegir að láta félagann vita!

Sjáumst hressir í kvöld,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

sunnudagur, 11. maí 2008

Sun!

Jamm.

Fór ekki vel hjá Þrótti í gær á móti Fjölni! Nú er bara læra af mistökunum og mæta klárir í næstu leiki, eitthvað sem menn klikkuðu alveg á í gær!

En menn chilla vel í dag, sunnudag, alla veganna í B hóp, ekki alveg klár hvort Örnólfur ætlaði að hafa æfingu. En við hittumst svo seinnipartinn á morgun, mánudag.

Minni menn á lokaumferð í enska í dag - hefst kl.14.00 held ég.

Áfram Liverpool.
Hafið það gott og sjáumst á morgun,
Ingvi Snu og co.

- - - - -

laugardagur, 10. maí 2008

Laug!

Jamm.
Game Day!

Tveir stórir leikir í dag, laugardag. Annar hjá Mfl og annar hjá A liðinu. Veit ekki hvort ferðalangar verði komnir fyrir mfl leikinn en verða vonandi komnir fyrir A liðs leikinn.

Það er stemmari á undan leiknum niður í Þrótti, og endilega draga fammelíuna með! Og enga bekkjarbrandara á kallinn, plís. Við tökum ekki mætingu - en samt skyldumæting!

- Mfl v Fjölni - Landsbankadeildin - kl.14.00 - 16.00.

- A lið v Fjölni 2 - Mæting kl.16.30 upp í Egilshöll - keppt frá kl.17.30 - 19.00.

Vonandi 100% í dag á móti Fjölni!
Bara líf og fjör.

Sjáumst,
Ingvi

- - - - -

föstudagur, 9. maí 2008

Fös!

Ble.

Við ætlum að taka sameiginlega æfingu í dag, föstudag. Þó nokkrir eru enn í ferðalagi og hugsanlega einhverjir á leiðinni út úr bænum í dag, en allir aðrir mæta þokkalega sprækir:

- Æfing - Allir - Gervigras - kl.17.30 - 19.00.

A liðið keppir svo við Fjölni 2 á morgun upp í Grafarvogi - Á morgun er (audda) líka Þróttur v Fjölnir í Landsbankadeildinni - kl.14.00 á Valbirni.

Svo förum við að kýla á betra skipulag frá og með næstu viku. Stutt í skólalok, stutt í að Íslandsmótið byrji og stutt í Spánarferðina!

Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

fimmtudagur, 8. maí 2008

Fim!

Jó.

Það er frí í dag, fimmtudag, hjá báðum hópum! 10.bekkur er hér með búinn í samræmdu - Vogó og Laugó detta í ekvað massa ferðalag í dag, en Langó fer í dagsferð (og svo lengra ferðalag í næstu viku).

Þannig að, menn geta bara tekið "ekvað" auka sjálfir :-)

En sjáumst svo hressir á morgun, fös.
Ingvi og co.

- - - - -

miðvikudagur, 7. maí 2008

Mið!

Jamm.

Það er tvennt að gerast í kvöld (eiginlega þrennt), miðvikudag; æfing og hreinsunarkaffi ef menn eru lausir:

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.18.30 - 20.00.

- Vinnukvöld á Valbjarnarvelli - frá kl.20.00!

- Markmannsæfing - Þríhyrningurinn - kl.20.00 - 21.00.

Held að ég megi alveg segja að allir þeir leikmenn á eldra ári sem eru að fara í ferðalag á morgun og föstudag, eru velkomnir á æfingu í kvöld.

Spurning hvort að Orri og Krissi taki bara markmannsæfinguna (grasæfing + sleppa við vinnuna) - þurfum alla veganna að fara að sinna æfingunum hjá Rúnari markmannsþjálfara betur!

Svo bara þeir, á yngra ári (eldra árið verður rekin heim að læra), sem eru lausir og ready, kíkja með mér og Dóra út á völl eftir æfingu að taka aðeins á því, mála eða ekvað - Líka sterkur leikur að boða pabbana á svæðið líka (pokadjús á þá sem plögga það :-)

Sjáum ykkur spræka.
Kallarnir mæta líka báðir með dót!
Ingvi og Dóri

- - - - -

mánudagur, 5. maí 2008

Þrið!

Blek.

Gerðum gott úr essu í gær, verður samt ljúft þegar prófin eru búin og allir fara að mæta eins og menn. En sá nokkra leikmenn í gær eftir smá hlé - það var nett.

Þokkaleg spenna fyrir fyrsta leik í mfl sem er á laugardaginn v Fjölni á Valbirni. Þið eruð (því miður) útskrifaðir sem boltasækjarar! En algjör skyldumæting á leikinn fyrir þá sem verða í bænum.

Minn gaur áfram í idolinu - og ertu að grínast hvað ég er lost í Lost. Held að ég offi þann þátt hér með!

En A hópur æfir í kvöld, þriðjudag, kl.18.30 á gervigrasinu - eftirtaldir eiga líka að mæta (láta vita ef það klikkar): Kormákur - Tryggvi - Daníel Örn - Flóki - Starkaður.

B hópur æfir svo á morgun, miðvikudag.
Massa svo stærðfræðina - kallinn fékk líka sieben á henni :-/

Laters,
Ingvi og Dóri

- - - - -

Mán!

Jó.

Staðfest:

- Æfing - Allir - Gervigras - kl.18.30 - 20.00

Verið duglegir að draga félagann á svæðið, mjög langt síðan nokkrir hafa látið sjá sig.
Verðum í hópunum í byrjun en endum örugglega allir saman.

Byrjum þessa viku með trukki!
Sjáumst í kvöld.
Ingvi og co.

- - - - -

laugardagur, 3. maí 2008

Jepp!

Sæler.

Vonandi höfðuð þið það gott um helgina.

Eldra árið er greinilega að læra eins og ljónið - set það sem skýringu fyrir gríðarslakri mætingu á fyrstu g...æfingu árins í gær, laugardag. Vissi samt ekkert af Antoni S, Tolla og Gumma og þurfa þeir klárlega að setja upp þennan svip ef þeir ætla að sleppa við þetta!

Nett baráttuleysi, slök mæting á æfingar í vikunni og smá óheppni að koma boltanum inn - voru, að ég held, aðal ástæður fyrir 4-0 tapi á móti Fjölni á laugardaginn. Það var ekki að sjá að við værum slakara liðið þannig að þetta var frekar skrýtinn skellur.

Dóri er að klára Víkingsleikinn (er nýr í essu, gefum honum sjens) og þessi leikur verður kominn inn á morgun.

En mánudagur á morgun - set inn planið í fyrramálið, er ekki alveg klár á hvort við æfum í einu lagi eða tvennu og hvort eldra árið æfi jafnvel fyrr að deginum - verður komið inn fyrir hádegi.

Farinn í bíó á ironman (veit, vafasamt).
Heyrumstum,
Ingvi og co.

- - - - -

Chill!

Jamm.

Frekar dræm mæting á æfingu áðan og frekar dræmur leikur á móti Fjölni. Kem með úber skýrslu annað kvöld.

Á meðan legg ég til að menn chilli vel og sumir audda læri. Jafnvel leyfilegt að fá sér smá nammi í dag! Kíki jafnvel á enska og svo sjáumst við hressir á mánudag.

En kíkið á planið annað kvöld.
Hafið það annars gott.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

föstudagur, 2. maí 2008

Leikur v Fjölni2 - laug!

Já.

Við gerðum ekki alveg nógu góða ferð upp í Grafarvog á laugardaginn - á köflum vorum við samt alveg inn í leikjum og ekki að sjá að þeir væru búnir að skora á okkur - en lítið að gerast frammi og niðurstaðan tap - allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.

Dags: Laugardagurinn 3.maí 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.40.
Völlur: Fjölnisgervigrasið.

Dómari: Topp dómari (þekki hann meir að segja) sem tók etta sóló.
Aðstæður: Flottar, nokkuð hlýtt þrátt fyrir smá rigningu, og völlurinn súper.

Úrslit: 0 - 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Maður leiksins: Sindri.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor B og Matti í bakverðinum - Daði og Sindri miðverðir - Stebbi og Hrafn á köntunum - Kommi og Danni Ö á miðjunni - Davíð Þór og Símon frammi. Varamenn: Óskar, Viddi, Seamus og Siggi T.

Frammistaða:

Orri: Varði eiginlega alla erfiðu boltana virkilega vel en hefði mátt taka betri ákvarðanir í öðru og þriðja markinu!
Viktor: Flottur leikur – í fanta formi en klikkaði samt á einni og einni sendingu.
Daði: Las leikinn flott eins og vanalega, kláraði fullt af sóknum fjölnismanna - óhepppinn í fjórða markinu.
Sindri: Afar duglegur allann leikinn - var með bestu mönnum í dag - vonandi að hnéð verði svo í lagi.
Matti: Leysti bakvörðinn nokkuð vel – vantar samt enn að sjá menn betur og skila honum betur til þeirra.
Stebbi T: Átti flottar rispur, sérstaklega á miðjunni í seinni – en vantaði að koma með betri fyrirgjafir í lokin.
Kommi: Fanta sprækur þrátt fyrir innanhússkóna og að hafa verið dregin upp í grafarvog óundirbúinn.
Danni Ö: Var duglegur en fann sig kannski ekki alveg á miðjunni - var samt duglegur í leiknum.
Hrafn: Gerði fullt af góðum hlutum - en virðist svo alveg detta úr leiknum þess á milli - þarf að taka "rooney" á etta allann leikinn - ekki bara hér og þar!
Símon: Fannst vanta meiri kraft í kallinn – kom sér samt í nokkur færi í fyrri sem hefðu mátt vera inni. Má vera miklu duglegri að biðja um boltann og láta vita hvar hann vill fá hann.
Dabbi Þ: Soldið svipað og hér fyrir ofan hjá Símoni – vantar meiri "killer" í hann.

Óskar: Vantaði að taka færri snertingar, en var annsrs fullt í boltanum. Þarf líka að passa upp á sinn mann betur.
Seamus: Djöflaðist vel frammi en hefði mátt fá úr meiru að moða.
Viddi: Var "temmilegur" á vinstri kantinum - kom boltanum vel frá sér en hefði mátt fara meir sjálfur.
Siggi T: Varla feill í bakverðinum – flott að fá hann inn í "etta".


Almennt um leikinn:

Við mættum með sterkt lið og var ég að vona að menn myndu nú virkilega sýna hvað í þeim býr. Það heppnaðist svona lal en þetta var frekar spes leikur - þeir yfirspiluðu okkur alls ekki þótt tölurnar sýna það kannski! Fengum á okkur tvö mörk í hvorum hálfleik, alla veganna tvö af ódýrari gerðinni - eiginlega gjafir! En þess á milli var leikurinn í járnum.

Við bjuggum okkur til nokkur færi en ekkert svakalegt samt. Það vantaði alveg að menn sýndu frumkvæði og gerðu eitthvað. Helst Kommi sem reyndið eitthvað. Og sem fyrr þá vantaði allt tal í okkar leik.

Fleiri punktar! Hefðum mátt passa nr.9 betur, hann var þeirra skæðasti maður. Það vantaði meiri aðstoð, að hjálpa næsta manni. Vantaði að biðja um boltann meira: vilja fá hann!

Menn börðust þó ágætlega en við verðum líka að hafa meira gaman af hlutunum. Vinnum í því og klárum síðasta leikinn í mótinu, sem er eftir tvær vikur.

- - - - -

Laug!

Ble.

Og afsakið hvað þetta kemur seint, náði ekki að blogga fyrir Köttarakvöldið, sem heppnaðist by the way snilldarlega (sá bara bjarma eldri, viktor g eldri og tolla eldri) - en þið dragið bara gamla settið á fyrsta leik (sem er laug eftir viku).

Alla veganna, æfing og leikur í dag, laugardag:

- Æfing - Mæting kl.12.00 í klefa 1 - búin um kl.13.30:

Anton E - Snæbjörn V - Bjarmi - Aron E - Jónas - Einar Þ - Bolli - Daníel B (í vatninu) - Bjarmi B - Bjarki S - Bjarki Þ - Guðlaugur - Ævar H - Kristján E - Arnþór A - Guðmundur A - Jón K - Árni F - Flóki - Starkaður - Viktor G - Anton S - Arnar K - Kormákur - Þorleifur - Úlfar Þór + kallinn með, þannig að það er alvöru :-)

- Leikur v Fjölni - Mæta klárir á Gervigrasið við hliðina á Egilshöll kl.13.30 - keppt frá kl.14.00 - 15.40:

Orri - Símon - Jakob Fannar - Jónmundur - Davíð Hafþór - Óskar - Stefán Tómas - Daði Þór - Matthías - Kristján Orri - Jóel - Viktor Berg - Hákon - Davíð Þór - Sindri Þ - Hrafn - Daníel Örn + leikmenn í 4.fl ef þarf!

Smess me eða commenta svo ég sjái að þið séuð klárir í leikinn - Við spilum í svörtu (kem með treyjur) og svo audda hvítum sokkum og hvítum stullum. Mæta klárir (klefamál ekvað í ólestri).

Sé alla eldhressa,
Ingvi og co.

- - - - -