fimmtudagur, 31. janúar 2008

Planið!

Jamm.

Ánægður með menn í gær, létu ekki frost og vind hafa áhrif á sig. Völlurinn reyndar ekki spes en við eyðum nú ekki meiri tíma í að væla yfir því. Flóki og Kobbi fengu húfurnar og kallinn var óvenjuslakur í markinu :-/

Það átti að vera leikur hjá einu liði í kvöld, föstudag og einu liði á sunnudaginn - en við erum alla veganna búnir að fresta leiknum sem átti að vera í kvöld (fram á þrið/mið) - en reynum að klára leikinn á sunnudaginn (en sjáum líka til hvernig veðrið verður).

Þannig að.... það er frí í dag, föstudag. En býst við að hluti af hópnum æfi á morgun, laugardag, inni og hluti af hópnum keppi svo við Fylki á sunnudaginn.

Ok sör.
Reyni að setja tímana inn í kvöld - og fer svo að telja mætingarnar í jan.

Hafið það annars gott.
Ingvi - 8698228.

- - - - -

Fim!

Jamm.

Góður fimleikatími í gær. Tókum líka upphífingartest og enduðu efstu menn svona:

- 30 kvikindi: Starki.
- 12 kvikindi: Gummi (með gestamætingu) og Ingvi (
ákvað að hætta í tólf svo menn yrðu ekki leiðir).
- 10 kvikindi: Úlli.
- 8 kvikindi: Jóel.


Tökum þetta aftur eftir mánuð og þá viljum við sjá góða bætingu. Sumir fóru sér næstum að voða í stökkunum en jafna sig vonandi fljótlega.

En það er æfing í kvöld, fimmtudag, á gervi, byrjum núna sjö (ekki átta kobbi) og það er áfram húfu og hanska reglan:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.00 - 20.30.

Það eru svo leikir hjá öllum um helgina - vonum bara að veðurfræðingarnir hafi vitlaust fyrir sér í hitamælingum :-/

Sjáumst í kvöld.
Ingvi

- - - - -

miðvikudagur, 30. janúar 2008

Mið!

Jev.

Tókum nokkuð vel á því í gær. "Snörp" æfing út af Nema hvað! Kristó átti klúður æfingarinnar og fann ég það á netinu - check it! Og svo var merkilegt hvað sumir voru slappir í 90 gráðunum!

En það eru fimleikar í kvöld, miðvikudag. Menn sem ætla á Battle of the Bands upp í Langó fara bara aðeins fyrr, taka snarpa (djöfull er ég að nota þetta orð) sturtu og sprett upp í skóla.

> Menn þurfa að klára 8 hringi (4 á spjallhraða og 4 hratt) á vellinum fyrir fimleikana, þannig að gott að vera mættir ca.18.30 og með inndót+útidót.

- Skokk + fimleikar - Mæting í klefa 8 - kl.18.30 - 20.00.

Þó nokkrir sem hafa ekki mætt í hvorugan fimleikatímann - væri snilld að sjá þá í kvöld.
Sjáumst liðugir,
Ingvi "verður með í kvöld" Sveins.

- - - - -

sunnudagur, 27. janúar 2008

Þrið!

Jess.

Training í kvöld, þriðjudag, á vanalegum tíma. Grasið semi grænt og veðrið semi gott, en við mössum það eins og fyrri daginn. A hópur reynir aftur við æfingaleik v Hauka í Hafnarfirði, þannig að það er bara B hópur í kvöld:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Húfa og hanskar skylda í kvöld - auka hringur fyrir spaðana sem klikka!
Sjáumst annars í kvöld.
Ingvi og Jackó

- - - - -

Mán!

Ble.

Hittumst 6 sinnum í síðustu viku, sem raðaðist þannig:

6 skipti: Hrafn.
5 skipti: Daði Þór - Stefán Tómas - Daníel Örn - Matthías - Mikael Páll - Úlfar Þór - Óskar - Símon.
4 skipti: Arnar Kári - Davíð Þór - Sindri Þ - Flóki - Jónmundur - Viktor G.
3 skipti: Kormákur - Kristján Orri - Orri - Viktor Berg.
2 skipti: Jóel.
1 skipti: Kristófer - Davíð Hafþór - Emil Dagur - Jakob Fannar - Starkaður.
Meiddir / útlönd : Arianit - Anton Helgi - Stefán Karl - Hákon - Tryggvi.


Tek á mig ef það er eitthvað klikk. Svo kemur janúartalningin bráðum. Náttúrulega margt sem spilar inn í strákar, en þurfum að fá alla í 3-4 skipti + í nánast hverri viku - þaggi!

En það er frí í dag, mánudag. Menn geta farið í gymmið, tekið skokk, einhverjir rúlla á handboltaæfingu og svo getur restinn skokkað, synt! eða bara chillað.

Vill svo fá alla veganna 3-4/5 í mætingu frá öllum í þessari viku. Æfing hjá öllum á morgun, þriðjudag á vanalegum tíma.

Ok sör.
Sjáumst á morgun,
Ingvi

p.s. full margir sem misstu af þessu í gær!

- - - - -

laugardagur, 26. janúar 2008

Sunnudagsbíó!

Jamm.
Það er bíó á morgun hjá þeim sem eru "game". Búinn að "plögga" díl á spennumyndina Cloverfield!

Hefst kl.16.00 í Laugarásbíó (veit soldið snemmt, en þá á mar líka kvöldið eftir ... í lærdóm), gott að vera mættur 15.40. Kostar 600kr + ef menn skella sér á popp og kók (líka hægt að koma með ávexti eins og kallinn).

A hópur mætir endilega líka, eftir æfinguna sína. Þeir í B hóp sem hafa mætt illa í vikunni mega alveg taka ca.4-5 km skokk á morgun, aðeins til að ná hinum í "fitnessinu"!

Fjölmennum á morgun strákar,
sjáumst,
Ingvi 8698228.

- - - - -

föstudagur, 25. janúar 2008

Laug + sun!

Ble.

Sorrý hvað þetta kemur seint - tók öld að svæfa meistarann og svo slátraði
ég pedsu (átti það skilið).

Ég offaði leikinn á morgun, laugardag, nennti ekki öðrum snjóleik (átti að vera c lið v fylki). Þannig að við tökum bara hressa spilæfingu í staðinn. Bara klæða sig vel og mæta hressir:

- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.11.3o - 13.00.

Tökum hana semi-snemma, menn hljóta að vera vaknaðir og fá vonandi að mæta í vinnu um eitt! Tökum 2-3 powerade dæmi og komin tími á að ég sýni takta milli stangana (en o og k mæta audda báðir þannig að þá tek ég bara senterinn).

Svo er ég búinn að plögga díl í bíó á sunnudaginn, bókum það á morgun.
Síja,
Ingvi

- - - - -

Fös!

Jamm.

Frí í dag hjá alles - mæli samt með að menn kíki upp í Egilshöll um
kl.19.00 á Þróttur v Fram í mfl.

Annars er æfing á morgun, laug hjá A hóp á venjulegum tíma, og leikur hjá
hluta B hóps á gervigrasinu, ef veður leyfir. Tek púlsinn á því í kvöld.

Annars bara chill.
kv,
Ingvi

- - - - -

fimmtudagur, 24. janúar 2008

Fim!

Jeppa.

Ekki alveg nógu ánægður með mætinguna í fimleikana í gær, heyri í mönnum í kvöld með það. Aðeins minna hlutfall forfallaðra á A hóps æfingunni, en samt eitthvað. En kannski eitthvað skólatengt að gerast!

Alla veganna, það er engin A hóps æfingin á morgun, þannig að við æfum allir saman í kvöld, fimmtudag:

- Æfing - Allir - Gervigras - kl.19.30 - 21.00.

Vona að Bretinn verði á svæðinu, þannig að við förum í nokkra hluti.
Og setjið inn gemsanúmerin ykkar á þarsíðustu færslu ef þið eigið það eftir - þetta gildir fyrir báða hópa - mun hrauna á þá sem verða ekki búnir að því í kvöld!!

Sé ykkur í kvöld.
Ingvi og co.

- - - - -

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Mið - fimleikar!

Yepp.

Ánægður með viðbrögðin í síðustu færslu - pídsa og kók ef allir 45 setja inn númerið sitt!
Annars frestaðist leikurinn A leikurinn v Hauka í gær þannig að æfingin varð aðeins öðruvísi. Steinn, skæri, blað spretthugmyndin hans Flóka var nett og menn tóku vel á því.

En það eru fimleikar í kvöld, miðvikudag, hjá B hóp + smá upphitun á undan:

- Hlaup + fimleikar - Mæting kl.18.30 í klefa 8 - búið um kl.20.00.

Tökum ca.2.5 km í einhverju formi, á vellinum eða í kring þannig að koma með útidót + innidót. Handboltagaurar massa þetta svo og rétt ná hinni æfingunni (nema það sé frí til að horfa á leikinn!) Minni svo á "dótið í tösku regluna" (ekki plastpoka!) Held það sé svo æfing um kl.18.00 hjá A hóp.

Sé ykkur,
Ingvi - 8698228.

- - - - -

p.s. fimleikarnir koma til með að kosta 2000kr á mann - ca.7 skipti. Fast verð og best að leggja inn á mig sem fyrst: Reikningsnúmer: 549-26-008228. Kennitala:190279-4219 (veit, stutt í þrítugt maður). Muna að skrifa nafn undir skýringu.

Símaskrá!

Jamm.

Ætla hér með að útbúa netta gsm-símaskrá fyrir flokkinn. Ef menn eru ekki með síma þá hrósa ég ykkur (þeir eru dýrir, eflaust óhollir fyrir heilsuna og gera það eiginlega að verkum að alltaf er hægt að ná í ykkur), en annars er fínt að láta annað hvort gemsann hjá pabba ykkar eða múttu.

Er náttúrulega með "gommu" af númerum en samt gott að allir setji sitt inn.

Svona virkar svo dæmið: Setjið nafn og gemsa í commentakerfið - sá sem er fyrstur að setja fær magic á fimmtudagsæfingunni, næstu 9 fá pokadjús, næstu 20 fá svaðlegt tyggjó og síðustu 15 taka krosshlaup. Ok sör.

Áfram með etta.
Ingvi

- - - - -

Mörk!

Jó.

Þetta er að hafast. Vantar samt úrslit og örugglega fleiri markaskorara í B liðinu.
Látið mig vita í commentakerfinu - eins ef eitthvað passar ekki hjá A liðinu!

A lið - Jólamót:

v KR: 2 - 4.
v Fjölni 3 - 2.
v Fylki: 3-1.
v Víking: 5-0.

v Fram: 0-4.

Mörk:

Bolli 5.
Aron Ellert 2.
Daníel Ben 2.
Ævar Hrafn 2.
Arnþór Ari 1.
Bjarmi 1.

: 13 mörk!!

B lið - jólamót:

v KR:
v Víking:
v Fjölni:
v Fylki:

Mörk:

Bjarki Þór 1.
Gulli 1.

- - - - -

mánudagur, 21. janúar 2008

Þorrablót Þróttar!

Jó.

Laugardaginn 26.janúar höldum við Þróttarar og aðrir nærsveitarmenn í dalinn og blótum Þorranum. Þorramaturinn kemur frá Múlakaffi sem eru snillingar í þess háttar veigum. Blótið verður í félagsheimilinu og er dagskráin sem hér segir:

kl 18.30 Húsið opnar
kl 19.30 Borðhald hefst, bæði þorramatur og pottréttur, veislustjórn í höndum Kristjáns Kristjánssonar
  • Ræðumaður kvöldsins - nánar á næstu dögum
  • Mælt fyrir minni kvenna
  • Mælt fyrir minni karla
  • Stóra vísnakeppni Þróttar- Ceres 4 kemur sterkur inn.
  • Fjöldasöngur
  • Uppboð á glænýrri treyju og bolta sem leikmenn Liverpool árituðu sérstaklega fyrir Þrótt
  • Böddi Dalton tekur lagið
  • Jafnvel fleiri köttuð atriði.
kl 22.30 - Hljómsveitin Tilþrif leikur af fingrum fram og dansleikur meðan þróttur endist í fólki.

Þorrablót Þróttar er á kr 4.900 (visa/euro tímabil) per mann/konu

Miðapantanir og borðapantanir eru hjá Láru 580-5900 á mill kl 8-16,husverdir@trottur.is og Ásmundi 580-5907 á milli kl 8-16, asiv@trottur.is, við hvetjum sérstaklega foreldra og foreldraráð í Þrótti til að taka höndum saman og gera sér glaðan dag í fyrra var fullt hús - tryggið ykkur miða í tíma.

- - - - -

Þrið!

Yes.

Skítsæmileg mæting í gær, kannski óvæntur æfingatími - en svona er etta. Völlurinn allur að lagast en spurning hvort það verði fárveður í kvöld, en við látum það ekki á okkur fá frekar en fyrri daginn:

- Æfing - Þrið - B hópur - Gervigras - kl.18.30 - 20.00.

A hópur tekur leik v Hauka á Ásvöllum í kvöld - taka það takk. Á æfingu verður Jackó með the defendore í prógrammi og kjappinn verður með rest í passing og crossing (veit ekki af hverju þetta kom á ensku).

Annars bara líf og fjör. (óli mættur þannig að við hljótum að taka germany).
Síja,
Ingvi og Jackó.

p.s. var að setja inn smá frétt af flokknum á trottur.is - kunni ekki að plögga myndir þar þannig að ég set þessar tvær hér inn (tek 50% á mig að það séu ekki myndir af öllum liðum).




- - - - -

Æfingagjöld!

Hey.

Í lok janúar verða sendir út greiðsluseðlar v/æfingagjalda í knattspyrnudeild fyrir vetrartímabilið sem er frá 1. janúar - 31. maí 2008.

Þess vegna biðjum við þá sem hafa hug á því að nýta sér frístundastyrkinn (sem er 25.000 kr) að ganga frá því sem fyrst eða fyrir 25. jan. Eftir þann tíma verður sendir út greiðsluseðlar á alla þá sem ekki hafa gengið frá greiðslu æfingagjaldanna.

Æfingagjöldin eru eftirfarandi:

Knattspyrnudeild

Tímabil 1. Janúar -31. maí

8. flokkur kk og kvk 6.000 kr
6. og 7. flokkur kk og kvk 11.500 kr
5. flokkur kk og kvk 12.500 kr
3. og 4. flokkur kk og kvk 14.000 kr
2. flokkur kk og kvk 16.000 kr

Allar upplýsingar um frístundakortið má finna með því að smella hér

Nánari upplýsingar um æfingagjöld hjá knattspyrnudeildinni má fá með því að senda póst á: innheimta[at]trottur.is eða í síma 661-1040 (Hansi)

- - - - -

sunnudagur, 20. janúar 2008

Mán!

Bledsen.

Dagurinn klár - Við verðum í fyrra fallinu í dag þar sem að mfl æfingin er nánast búinn að gera út um 19.30 tímann :-( Vonandi reddast það hjá mönnum. En svo erum við bókaðir á vanalegum tímum þrið, mið og fim. Og svo er planið að skella sér á myndina Cloverfield í Laugarásbíó í kringum næstu helgi (þannig að bannað að dánlóda henni).

- Æfing - Mán - B hópur - Gervigrasið - kl.16.oo - 17.15.

Finnum vonandi "plads" á grasinu og sjáum til hvað völlurinn hefur upp á að bjóða. Í versta falli upphitun og spil! Og meistarar, smessa á mig ef þið komist ekki, það er klárt.

Síja,
Ingvi

- - - - - -

Æfingaleikur v FH - sun!

Já.

Þrátt fyrir vel "svellaðann" gervigrasvöll þá tókum við æfingaleik v FH. Langt síðan við öttum kappi við þá. Nokkuð skemmtilegur leikur þó þeir hafi séð um að skora öll mörkin í seinni hálfleik. Allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 0 - FH 3.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.

Dags: Sunnudagurinn 20.jan 2008.
Tími: kl.12.20 - 13.40.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Kallinn var nokkuð seigur en leyfði fh-ingum soldið að djöflast á adda og fleirum.
Aðstæður: Veðrið var fínt en völlurinn vægast sagt vafasamur. Mikill klaki á honum og boltinn rúllaði illa.

Úrslit: 0 - 3.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Maður leiksins: Kristófer.

Liðið: Orri í markinu - The Viktors bakverðir - Kristófer og Jónmundur miðverðir - Davíð Hafþór og Emil Dagur á köntunum - Sindri Þ og Starkaður aftari miðja - Arnar Kári fremri miðja/aftari sókn - Kommi einn frammi. Varamenn: Hrafn, Tryggvi, Óskar, Mikki og Davíð Þór.

Frammistaða:

Orri: Var vel á tánum og svípaði vel,
Viktor G: Góður leikur - hefði mátt vera aðeins ákveðnaði í þriðja markinu!
Viktor Berg: Topp frammistaða.
Kristó:
Klárlega í svaðalegu formi þrátt fyrir að hafa sést lítið hjá okkur að undanförnu - greinilega vel tekið á því í h-boltanum.
Jónmundur: Flottur leikur - vann boltann vel, tapaði ekki spretti, en hefði mátt gera betur í öðru markinu.
Davíð H: Ágætis leikur - gerði allt rétt.
Emil Dagur: Gerði margt vel - átti 1-2 skot og alltaf mættur tilbaka.
Starki: Fór soldið út út stöðu - en var nokkuð seigur í dag.
Sindri Þ: Prýðilegur leikur - er á góðu róli, eflist með hverjum leiknum.
Arnar Kári: Alltaf í boltanum en það hefði mátt koma meira út úr því.
Kommi: Sást lítið í dag - spurning hvort það hentaði okkur að vera með einn frammi!

Hrafn: Gerði margt virkilega vel, vann boltann vel og skilaðu honum nokkuð vel frá sér - hefði mátt bjóða sig oftar.
Davíð Þór: Hefði mátt komast meira inn í leikinn, en fékk þó boltann nokkuð oft. Hefði viljað sjá hann fara oftar sjálfur alla leið.
Tryggvi: Djöflaðist en náði ekki að klára dæmið - í fanta formi en vantaði kannski smá upp á leikæfinguna.
Óskar: Vantaði soldið að skila sér tilbaka í vörninni - en lét boltann rúlla betur en oft áður.
Mikki: Nokkuð góð innkoma, vanaði aðeins upp á staðsetningu tvisvar sinnum en það reddaðist.

Almennt um leikinn:
Ætla ekkert að missa mig neitt á þessu tapi, þó ég sé orðin soldið þreyttur á að tapa alltaf á sjálfstrausti og baráttuleysi á móti jafnsterkum liðum. En þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem við sóttum vel og átum alla bolta tilbaka, þá duttum við einhvern veginn alveg niður í seinni. Menn ýtu ekki eins vel út úr vörninni, buðu sig illa eða ekkert fyrir næsta mann og hreinsuðum ekki boltanum eins og skyldi. Afar lítið spil var í gangi og stundum var eins og menn spörkuðu bara eitthvert! Hver leikmaður þarf að hugsa um hvernig hann fannst honum standa og hvað þarf að laga!

- - - - -

Jev!

Ble.
Bara smá rabb.

Tolli tók fitness brautina í Langó í gær nokkuð örugglega (ég var sko ekki með). Menn kvörtuðu undan að hún hefði hvorki verið gerð í huga fyrir stóra né smá leikmenn og því hafi Tolli, sem er nokkuð meðal hár, rúllað henni upp. Menn voru samt á því að hún hafi verið snilldar vel hönnuð! Daði tók svo dýnuboltann.

Annars mátti heyra saumnál detta þegar Krissi tók mest dörtí move sem sést hefur lengi, þegar hann dúndraði í smettið á undirrituðum án þess að hann hafi getið varið sig! Þetta var eiginlega svona:



Ég ákvað samt að missa mig ekki eins og í denn, heldur reyna bara að hefna mín!

Leikurinn v FH áðan! Ætlaði fyrst að kalla mótið af út af vellinum en FH-ingar vildi ólmir taka leik þannig að við kýldum á það. Gervigrasið soldið spes - en það bjargaði því hve veðrið var gott. En eins og fyrr - topp fyrri hálfleikur en svo 3 ódýr mörk í seinni :-(

Ekki laust við að menn hafi verið með hugan við EM í gær og í dag, þannig að ég segi bara áfram Ísland í kvöld kl.17.15. Hljótum að taka Frakka!

Laters,
Ingvi

p.s. þrennt í "essu" á morgun, mánudag; hlaupatest um kl.16.00 eða æfing um kl.20.00 eða frí. Ætla kanna málin, sef á því og læt það inn í fyrramálið. Ok sör.

- - - - -

föstudagur, 18. janúar 2008

Laug + sun!

Zæler.

Hérna er planið fyrir helgina. Látið vita ef þið komist ekki. Grasið á að vera orðið gott, en tökum samt inni hjá hluta hópsins á morgun. Svo game time á sunnudaginn:

- Inniæfing - Laug - Mæting kl.13.00 upp í íþróttahús Langó með allt dót - búið um kl.14.30:

Kristján Orri - Jakob Fannar - Daði Þór - Úlfar Þór - Stefán Tómas - Daníel Örn - Þorleifur - Flóki - Orri - Símon.


- Æfingaleikir - Sun - Mæting kl.11.30 niður í Þrótt - keppt við FH og Fylki - búið um kl.14.oo:

Kristófer - Tryggvi - Mikael Páll - Viktor Berg - Kormákur - Sindri Þ - Davíð Þór - Hrafn - Arnar Kári - Matthías - Viktor G - Davíð Hafþór - Emil Dagur - Óskar - Jónmundur - Starkaður.

Annars bara góða helgi.
Sjáumst,
Ingvi - 8698228.

- - - - -

Fös!

Jó.

Greinilega allir sem hafa valið ballið í staðinn fyrir meistaraflokksleikinn í gær :-(
En út af veseninu í gær og vallarmálum í dag, föstudag, þá æfum við allir saman í A hóps tímanum (en hálftíma seinna en vanalega):

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.30.

Jamm, vona að grasið sé orðið nett, og að allir séu klárir. Það er svo æfing hjá hluta B hóps eftir hádegi á morgun, laugardag, inni í Langó (þannig að sumir þurfa að væla út frí í vinnunni), og svo keppir hluti B hóps á sunnudaginn á gervigrasinu á móti FH og Fylki. Set nafnalista og mætingartíma í kvöld.

Ok sör.
Látið þetta svo berast með æfinguna í dag.

Laters,
the coaching staff!

- - - - - -

fimmtudagur, 17. janúar 2008

Fim!

Jeps.

Það er frí í dag. Þrennt að gerast:

- Skólahreysti - ekki alveg klár á hvaða skólar eru að keppa en veit alla veganna um Laugó. Býst við að Gummi sé í dýfunum eða ekvað álíka!

- Þróttur v Fylkir í mfl. Já, fyrsti alvöru leikur ársins. Hefst kl.19.00 í Egilshöll.

- Nýársball í Vogaskóla. Allir þrír skólarnir saman og Páll Óskar á skífunum. Góða skemmtun.

Reyni að finna tíma á morgun, föstudag. Annars er það bara lördag, og svo keppir eitt lið á sunnudaginn.
Heyrumst,
Ingvi - 8698228.

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Mið - fimleikar!

Sæler.

Völlurinn rétt slapp í gær, Ævar og Diddi voru oftast inní í reit og menn tóku vonandi vel á í spilinu. Viktor mættur sprækur aftur og vonandi verður hnéð á Bolla í key-inu.

Það eru fimleikar hjá B hóp í kvöld, miðvikudag (og æfing á venjulegum tíma hjá A hóp).

- Fimleikar - Fimleikasalurinn niður í Þrótti - kl.19.00 - 20.00.

Þetta er snilldar tækifæri til að vinna í liðeika, samhæfingu, styrk ofl. Þetta verða um 6-8 skipti og rukka ég menn bara þegar öll skiptin eru búin (ca.300kr á skipti).

Fáum að klæða okkur í meistaraflokksklefanum (nr.1). Ekki skylda að vera í þröngum fimleikaklæðnaði! Mæta bara rétt fyrir sjö!

Sjáumst sprækir,
Ingvi - 8698228.

- - - - -

sunnudagur, 13. janúar 2008

Þrið!

Bingó.

Æfing í kvöld, þriðjudag, hjá alles. Lítur út fyrir að vera "snjóæfing" en ég set Eystein í að þíða grasið fyrir okkur í dag þannig að það verður nice and green í kvöld!!

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Eins gott að allir á "gömlu myndinni" í dag mæti í kvöld - reynum að endurgera myndina :-) Er samt búinn að gleyma hver er að tækla Bjarka!

En tökum á því í kvöld - sjáumstum.
Ingvi, Örnólfur og Jackó.

- - - - -

Æfingaleikur v Fylki - sun!

Já.

Sem sé tap fyrir Fylki í gær, sunnudag. Var ekki að sjá það fyrir mér í stöðunni 3 - 1 og við að sækja. En svona getur gerst þegar hausinn er ekki alveg í lagi allar 80 mínúturnar. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 3 - Fylkir 5.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 13.jan 2008.
Tími: kl.13.00 - 14.30.
Völlur: Egilshöll.

Dómari: Kallinn var svaðalegur og Egill mágur ekki síðri.
Aðstæður: Alltaf snilld að keppa í Egilshöll.

Úrslit: 3 - 5.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2, 3 - 3, 3 - 4, 3 - 5.
Mörk:
Tolli - Árni Freyr - Flóki.
Maður leiksins: Tolli.

Liðið: Krissi í markinu - Kobbi og Daði bakverðir - Bjarki Þór og Úlli miðverðir - Stebbi T og Danni Örn á köntunum - Tolli og Bjarki B aftari miðja - Árni Freyr fremri miðja/aftari sókn - Flóki einn frammi. Varamenn: Orri, Símon, Davíð Þór og Sindri Þ.

Frammistaða:

Krissi: Flottur hálfleikur - varði oft afar vel - gat lítið gert í markinu.
Kobbi: Flottur í bakverðinum - vantaði að losa sig betur á kantinum - kom lítið út úr honum þar.
Daði: Vantaði að vera aðeins öruggari á boltann - en flottur varnarlega.
Bjarki Þór: Snilldar fyrri hálfleikur - datt svo niður í seinni.
Úlli: Sama hér - átti alla bolta í fyrri - fannst vanta að binda vörnina betur saman í seinni.
Stebbi T: Þvílíkt nettur fyrri hálfleikur - mikið í boltanum og bjó til fullt af hlutum - sást lítið í seinni eins og svo margir aðrir.
Danni Ö: Djöflaðist á kantinum en vantaði aðeins upp á að sendingarnar færu alla leið inn fyrir á samherja - en overall nokkuð góður leikur.
Tolli: Fanta vinna og flott mark.
Bjarki B: Stjórnaði spilinu vel - hefði mátt færa boltann betur - vantaði að skjóta á markið 1-2 - en annars þokkalegur leikur.
Árni Freyr: Átti góðan leik í heildina - og markið var bara tær snilld.
Flóki: Soldið einmanna frammi - en átti ég veit ekki hvað marga spretti - óheppinn að koma sér ekki í fleiri góð færi - en átti eitt afar flott mark.

Orri: Varði 2-3 sinnum alveg ótrúlega - gat lítið gert í mörkunum, nema kannski vera búinn að garga á menn að dekka lausu mennina!
Símon: Tók vel á því í bakverðinum - hefði kannski getað komið meira með framm.
Dabbi: Fékk úr litlu að moða í seinni - gerði það sem hann gat.
Sindri: Vantaði kannski aðeins upp á að vinna betur miðsvæðið - en barðist vel og fór á fullu í tæklingar.


Almennt um leikina:
Gríðarsvekkjandi að tapa leiknum - byrjuðum nokkuð vel þrátt fyrir að fá á okkur nokkuð ódýrt jöfnunarmark. Við vorum vel á tánum í fyrri, á undan í flesta bolta og sóttum meira en þeir. Við horfðum of mikið á og létum þá hafa of mikinn tíma á boltann. Það vantaði allt tal og alla samvinnu í seinni hálfleik. Við ýttum afar illa út, það var lítil hreyfing og það fór sem fór. Lærum af þessu.

- - - - -

Mán!

Jó.

Það var kaflaskiptur leikur v Fylki í dag, sunnudag. Áttum þrusu fyrri hálfleik og vorum komnir í 3-1 í byrjun seinni með snilldar mörkum - en svo hrundi allt hjá okkur og niðurstaðan 3-5, Fylki í vil. En meira um leikinn fljótlega.

Það er frí á morgun, mánudag. Já, ekki alveg samkvæmt plani en þar sem að leikurinn í dag bættist við, og fimleikarnir á miðvikudag og loks þriggja liða mót um næstu helgi (hjá þeim sem ekki kepptu í dag) þá er chill!

Látið það endilega berast. Svo hittist allur flokkurinn á þriðjudaginn kl.18.30.
Ok sör.

Heyrumstum,
Ingvi "hvað ætliði að gera í nýja cöttinu" sveinsson.

- - - - - -

laugardagur, 12. janúar 2008

Æfingaleikur v Fylki - sun!

Ble.

Eins gott að Langó hafi unnið handboltamótið. Við tókum líka smá handbolta á innanhúsæfingunni - vorum ekki að gera nógu gott mót (nema kannki undirritaður, sem virðist góður í hvaða íþrótt sem er). Bjarki B vann "flottasti eyrnalokkurinn" og Flóki vann "flottustu stullurnar". Daði og Bjarki gæddu sér svo líka á magic!

Futsal liðið okkar tók einn leik, einn jaftefli og eitt tap og komst því miður ekki áfram að þessu sinni. Neglum það næst!

Hérna kemur svo mætingarplanið fyrir æfingaleikinn v Fylki á morgun, sunnudag. Frí hjá öðrum í B hóp sem ekki keppa (en A hópsæfing í sporthúsinu skilst mér). Svo leikur um næstu helgi hjá þeim sem ekki keppa á morgun.

Æfingaleikur v Fylki - Mæting upp í Egilshöll.

- Mæting kl.12.15: Kristján Orri - Bjarki Þór - Jakob Fannar - Úlfar Þór - Daði Þór - Stefán Tómas - Þorleifur - Bjarki B - Daníel Örn - Flóki - Árni Freyr.

- Mæting kl.13.00: Orri - Símon - Davíð Þór - Sindri Þ.

Við ætlum að reyna að spila í svörtu treyjunum okkar. Flóki verður alla veganna í minni, Bjarki B á, Orri mætir með sína fyrir Kobba og svo fiffum við ekvað fyrir Bjarka Þ, Símon og Starka!

Undirbúa sig vel (ekkert kókópöffs). Mæta með allt dót klárt á réttum tíma. Látið mig vita ef þið komist ekki af einhverjum ástæður.

Tökum á essu,
Ingvi - 8698228.

- - - - -

föstudagur, 11. janúar 2008

Saturday!

Bledsen.

Sorrý hvað þetta kemur seint, en morgundagurinn er svo sem skotheldur. Segi alla veganna við þá sem voru valdir í innanhúsliðið "gangi ykkur vel - upp úr riðlinum takk", og sé ykkur hina, sem mæta í peppið, spræka upp í stúku um níuleytið.

Það er annars innanhúsæfing eftir hádegi upp í MS hjá öllum öðrum. Ætlaði að láta menn fá sem mest út úr æfingunni og tvískipta hópnum en frétti svo af einhverju skólahandboltamóti sem á að vera eftir hádegi, þannig að við æfum allir saman:

- Æfing - B hópur (og þeir í A hóp sem ekki spila um morgunin) - Íþróttahús MS - kl.13.00 - 14.45.

Mætið aðeins fyrir tímann - og með allt dót. Tökum vel á því. Og strákar, splæsið í sms á morgun ef þið komist ekki á æfinguna - væri gott að vita af ykkur.

Sjáumst "gíraðir" á morgun,
Ingvi - 8698228.

p.s. svona hefði ég verið, hefði verið futsal mót þegar ég var í þriðja :-/

- - - - -

Fredag!

Já ble.

Tókum vel á því í gær - Danni endaði sem heljarmenni vikunnar í "handaliggju" (tek á mig að vita ekki official nafnið á æfingunni) en menn voru soldið í vafa með tæknina hans - spurning með lengd olnboga og hnjáa frá jörðu!

Alla veganna, það er frí hjá B hóp í dag, föstudag. Við æfum svo í tvennu lagi á morgun, laugardag, inni í MS (kl.12.45 og 13.45) - Set það á bloggið í kvöld.

En svo er líka "futsal" mótið innanhús á morgun hjá A hóp (æfa fyrir það í kvöld). Leikirnir eru kl.9.00 v gróttu, 10.07 v snæfell og 10.55 v fylki - allt í Laugardalshöllinni. Eiginlega skyldumæting að mæta og kíkja á 1-2 leiki.

Sé ykkur svo á morgun,
Ingvi - 8698228.

- - - - -

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Fim!

Jamm.

Þeir sem eiga eftir að skila happdrættismiðum: lesið færsluna hér á undan!!

Alla veganna, það er æfing í kvöld, fimmtudag, hjá B hóp. Tökum smá skokk á undan og eitt létt styrkleikatest, svo í bolta. Sýnum metnað og mætum allir - hundleiðinlegt að taka skokkið sóló á næstu æfingu!

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.00 - 20.45.

Mætið með góða skó til að skokka í. Látið þetta berast til þeirra netlausu! Jackó lætur loksins sjá sig þannig að við förum í nokkra hluti á vellinum.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Jackó.

p.s.
Vatnið: Viktor Berg.
Boltar: Sjá mynd!


- - - - -

Skil á happdrættismiðum!

Sælir.

Eftirtaldir leikmenn eiga eftir að skila happdrættisdótinu sínu! Þeir verða að fara með það niður í Þrótt sem allra fyrst því það er dregið í kvöld kl.18.00. Annars er sjens að þið verðið að greiða alla miðana ykkar!

Eysteinn (8619811) verður niður í Þrótti til 17.00 og Ási framkvæmdarstjóri (6611758) verður niður í Þrótti til kl.18.00.

Anton E
Aron Ellert
Bjarmi
Jónmundur
Símon
Starkaður
Viktor G
Árni Freyr
Guðmundur Andri
Kormákur
Jón Kristinn
Þorleifur

- Nóg fyrir Jakob Fannar að skila sínu dóti á æfingu!
- Nóg fyrir Flóka að skila sínu dóti á æfingu (finna það kannski fyrst)!
- Krissi þarf að heyra í Eysteini og fá reikninsnúmer til að leggja inn á!
- Davíð Þór á eftir að koma með peninga fyrir seldum miðum!

(Hugsanlegt er að einhverjir séu búnir að skila niður í Þrótt - og hugsanlegt er að einhverjir úr A hópi hafi ekki fengið miða).

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Mið!

Jó.

Kjappinn með seint á mán, skróp í gær og frí í dag - kæruleys á manni! Get samt sagt ykkur að mfl tók Njarðvík í gær 5-1 og var vinstra varnarsvæðið geipilega flott í fyrri hálfleik (getið bara spurt egil b).

Alla veganna, það er enn verið að bóka tíma, þjálfara og verð í fimleikana þannig að það er frí hjá B hóp í dag, miðvikudag. Sem sleppur alveg þar sem að það var æfing á mán, í gær þrið og á morgun, fim. Einnig er æfing á laug (væntanlega inni) og svo keppir eitt lið á sunnudaginn í Egilshöllinni.

Þeir sem ekki náðu að skila happdrættisdótinu í gær geta gert tvennt: hent þeim á kallinn í sigluvog 5 (flotta rauða húsið í miðri götunni) milli kl.18 og 20, eða á Örnólf niður í Þrótti kl.19.30 (æfing hjá a hóp þá). Strákar - reynum allir að skila af okkur í dag (mið) - það er dregið á morgun!!

Ok sör. Ég sé ykkur svo pa morgen.
Berjast.
Ingvi

- - - - -

p.s. var að taka til í tölvunni og fann nokkrar gamlar myndir - spurning að búa til nýjan flokk á blogginu - "gamla myndin"! Á til nokkrar góðar. Eins og t.d. þessa:


þriðjudagur, 8. janúar 2008

Þrið!

Jev.

Kallinn fékk feitt S í kladdann í gær. En vinn í essu - vona að þessi mfl tími sé ekki komin til að vera. Annars tók vörnin leikinn í gær (bannað að kenna markmanni sóknarinnar um það). En fín æfing, fyrir utan heimkomu upp úr tíu. Já og þetta var í fyrsta skipti sem leikmaður spilaði með ipod (hér með bannað), Kobbi fékk hrós fyrir mikla hreyfingu í spilinu og Flóki fékk skráð á sig snapp!

En það er æfing hjá öllum í kvöld, þriðjudag. Fyrsta þannig á nýju ári:

- Æfing - Allir - Gervigras - kl.18.30 - 20.00.

Ath: Allir að skila happdrættispeningum (og óseldum miðum (sem verða vonandi fáir).

Dragið alla á svæðið.
Sjáumstum,
Ingvi, Örnólfur og Jacko.

mánudagur, 7. janúar 2008

Mán - staðfest!

Sjæse.

Sorrý hvað þetta kemur seint - hálftíma seinkun í kvöld. Kjappinn kemur sveittur og búinn á því beint af mfl æfingu:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.20.00 - 21.20.

Byrjið sjálfir að hlaupa (3 hringir rólega - 2 hringir á 80% og 1 hringur á 102% (út fyrir línur takk)) + teygja (flóki með yfirumsjón hér). Kem svo á bruninu ca.8 mín og seint og við tökum stutta spretti, 1 v 1 og loks spil. Ok sör.

Síja,
Ingvi - 869-8228.

- - - - -

sunnudagur, 6. janúar 2008

Mán!

Jev.

Við skulum ekkert vera ræða liverpool leikinn í dag, tökum seinni leikinn! Menn væntanlega búnir að vera selja happdrættismiða eins og ljónið um helgina, í þréttándaboðum í dag og svoddann! Ath: Það er skil á þeim á æfingu á þriðjudaginn.

Náði einni svona í Laugum í dag (veit - vafasamt vídeó - fann ekki Will að gera sínar). En skal ná 12 svona í maí!

Anyways, æfing á morgun, mánudag hjá B hóp. Tímasetningin ekki alveg klár út af vallarmálum. Hendi því inn um hádegisbilið á morgun.

Laters,
Ingvi

- - - - -

föstudagur, 4. janúar 2008

The weekend!

Blessaður.

Þokkalega sáttur við mætinguna í gær á fyrstu æfingu ársins. Ef þetta verður raunin næstu mánuði þá er ekki að spyrja að "standardinum" í vor - fyrir utan það hvað allt verður miklu meira "pro" og skemmtilegra þegar hópurinn mætir allur.

Við vorum 22 - vissi svo af Adda, Tryggva, Jónmundi, Antoni Helga, Viktor G og Stefáni Karli - vissi ekki um Matta, Arianit og Kobba (kannski ófært) - Kevin Davíð og Arnar Már eru fluttir - Gylfi mætir þegar handboltinn er í chilli og Valli, Silli og Reynir mæta (vonandi) sprækir í vor :-)

Alla veganna, það er frí í dag, föstudag, hjá B hóp, en við tökum góða spilæfingu á morgun, laugardag. Æfingin verður eftir hádegi (sumir fagna því væntanlega):

- Æfing - Laug - B hópur - Gervigrasið - kl.13.00 - 14.30.

Verð hugsanlega búinn að raða í lið og set það inn í kvöld og hugsanlega fáum við 4.fl gaura til að taka á. A hópur æfir í dag skv. plani (og svo styttist í innanhúsmótið hjá þeim).

Sixpack og bísepp prógrammið er byrjað hjá okkur Tomma - ekki að ræða það að ég splæsi pedsuveislu í maí:



Sjáumst svo á morgun.
Ingvi "ekki skóli fyrr en í ágúst" sveins.

- - - - -

fimmtudagur, 3. janúar 2008

Fim!

Já.

Gleðilegt ár strákar. Takk fyrir það gamla.

Kjappinn mættur á klakann - klár í slaginn. Við byrjum aðeins fyrr en planað var - menn hljóta vera game í að byrja að hreyfa sig! A hópur var með æfingu áðan, en B hópur byrjar árið á morgun, fimmtudag:

- Æfing - Gervigrasið - kl.20.00 - 21.30.

Verið duglegir að láta þetta berast. Byrjum rólega - upphitun, boltaæfing og spil.
Sé ykkur "massíft" spræka.

kv,
Ingvi

- - - - -

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Jólamótið - tölfræði!

Jamm, finaly.

Hérna eru úrslit og markaskorar í jólamótinu í ár:

C lið á yngra ár (4 sigrar - 1 tap):

vs. KR: 3-0 (Kormákur, Tryggvi og Daniel Örn).
vs. Víking: 7-0 (Daði Þór, Tryggvi 3, Jóel, Arnar Kári og Daníel Örn).
vs. Fjölnir: 3-1 (Kormákur, Tryggvi og Þorleifur).
vs. Fylkir: 7-0 (Daníel Örn, Stefán Tómas, Arnar Kári, Kormákur, Jóel, Þorleifur og Tryggvi).

leikur um 1.sætið vs. Fjölni: 1 - 4 (Jóel).

C lið á eldra ári (1 sigur, 1 jafntefli, 1 tap):

D-lið vs. KR: 0-0.
D-lið vs. Fjölnir: 0-4.
D-lið vs. Fylkir: 6-1 (Flóki 2, Davíð Hafþór, Viktor G, Starkaður og Jakob Fannar).

D lið (3 sigrar - 1 tap):

vs. KR: 1-0 (Dagur Hrafn).
vs. Fjölnir: 3-0 (Matthías, Viktor Berg og Davíð Þór).
vs. Fjölnir 2: 2 - 7 (Hákon, Dagur Hrafn).
vs. Fylkir: 2-0 (Dagur Hrafn og Davíð Þór).

- - - - -

Maður getur verið nokkuð sáttur. Hefði verið gaman að klára Fjölni í C yngri eftir að hafa rúllað upp riðlinum og fá "dollu" niður í Þrótt! Maður hefði helst viljað sjá eldra árs liðið fara alla leið, en Fylkir gjörsigraði okkur og þar vantaði líka einn leik (Víkingur var ekki með lið). Fjölnir greinilega sterkir í D liðum og kláraði mótið að ég held.

En good stöff - við fengum alla veganna eitthvað úr þessu og menn bæði bættu sig og komust á blað í markaskorun (meir að segja .... nei þetta má ekki).

Ræðum svo um etta á fyrstu æfingu eftir hlé.
Ok sör,
Ingvi

- - - -