sunnudagur, 31. ágúst 2008

Sun - keila og læti!

Sælir meistarar.

Það er staðfest, ég verð krýndur keilukóngur í dag! Planið er sem sé að gera sér glaðan dag í dag, sunnudag. Laser tagið var enn og aftur bókað (geymum það aðeins) en í staðinn er það alvöru keilumót, eitthvað gúff og svo ferð á HK v Þróttur (ef menn komast):

- Keilumót B hóps - Keiluhöllin, Öskjuhlíð - kl.16.00.

- Gúff á Subway - ca.kl.17.20.

- HK v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.18.00.

Það kostar 600kr í keilu, ca.1000kr á subway, og svo redda ég ykkur inn á leikinn. Reynið að sameina í bíla - þurfum alla veganna 2-3 bíla eftir keiluna, og í gúffið og á völlinn.

Vona að sem flestir komast. Mæta bara með "your a-game" því kallinn er skuggalega heitur í keilunni þessa daganna (dóri hefur þrisvar sinnum farið í keilu þannig að engin hætta þar).

Annars bara stemmari.
Sjáumstum á eftir.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

föstudagur, 29. ágúst 2008

Helgin!

Jó.

Massa ánægður með mætinguna í úrhellinu í dag. Munaði líka bara tveimur leikmönnum að ég skuldaði pedsuveislu (öss, hefði þá skuldað tvær).

Helgin skollin á, sem er ekki slæmt, sérstaklega þar sem að skólinn er byrjaður á fullu. Það er frí á morgun, laugardag. En takið sunnudaginn frá (kl.16.00 og ekvað frameftir). Gróft plan er feitt keilumót, pedsugúff og svo hópferð á hk v þróttur í mfl (kominn tími á suma að kíkja á leik).

Annars bara stemmning held ég.
Set svo bókað plan inn sunnudagsmorgun, en menn mega gjarnan commenta hvort þeir séu ekki on eða off á sunnudaginn.

Aight.
Heyrumst,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Fös!

Jójó.

Stóðuð ykkur massa vel í gær, ánægður með ykkur. Eysteinn var líka sáttur. Veit ekki hver var mest "pró", en gæs kúkaði alla veganna á kristó þannig að hann vann alla veganna ekki!

Eigum við ekvað að ræða hvað fh stóð sig vel á móti aston villa - hefðu eiginlega átt að vinna etta kaffi.

Friday í dag, æfum snemma, tökum 11 v 11 á tbr:

- Æfing - B hópur - TBR völlur - kl.16.00 - 17.30.

Liðin klár hér fyrir neðan - vona að allir komist. Fyrirliðar (merktir bláu) hjálpa mér að reka alla af stað :-)
Á enn eftir að bóka leikinn :-/ hlýtur að fara detta inn, en spurning með ekvað fjör á sunnudag og kíkja svo saman á hk v þróttur í mfl!

Anyways, í bandi,
Ingvi og Dóri.

p.s.
the wet boys: krissi - kristó - danni ö - flóki - hákon - jóel - viktor g - hrafn - sindri - daði þ - jónmundur.
the rain team: mikael p - tryggvi - anton s - orri - starki - tolli - símon - árni h - matti - stebbi t - úlli - davíð þ.
komast ekki: viktor b - addi k. ekki sést í öld: emil d - sigvaldi h - davíð h - valgeir d.

p.s.s. okkur býðst enn að taka þátt í vörutalningu, og nú hjá Bónus á laugardagskvöld! Látið mig endilega vita ef þið eruð klárir í það. Byrjar kl.19.00 og er eitthvað frameftir. Held að það sé aftur um þúsari á tímann, og það er líka matur á boðstólnum.

- - - - - -

miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Fim!

Jójó.

Ágætlega tekið á því áðan - en grasið orðið ansi blautt - veit ekki hvenær við förum að færa okkur á sparkvöllin, hugsanlega vika í viðbót!

Á morgun, fimmtudag, er frí á æfingu, en í staðinn ætlum við að dæma í vinamóti 6.flokks. Mótið er haldið á þríhyrningnum, og er frá kl.15.30 til 18.00.

Þetta er ca. hálftími á mann - ég treysti á alla að skrá sig á hér á blogginu eða smessa á mig. Þetta er ansi lítið mál, bara leiðbeina litlu maurunum (innkast, horn ofl) og flauta í flautuna!

Tímarnir eru þá:

- 15.30 - 16.00: Tolli + Viktor Berg + Jóel - Krissi.
- 16.00 - 16.30: Mikael Páll + Úlfar Þór.
- 16.30 - 17.00: Hákon + Kristófer + Tryggvi.
- 17.00 - 17.30: Símon + Daði Þór + Matthías.
- 17.30 - 18.00: Flóki + Jónmundur.

Heyri í ykkur meistarar.
Ingvi og Dóri.

komast ekki: óskar - addi k - toni s - stebbi t - danni ö - orri - sindri. létu vita: viktor g - starki. heyrði ekki í: árni h - dabbi þ - hrafn.

- - - - -

Mið!

Sælir meistarar!

Tek á mig þennan seinagang - er líka orðinn nett þreyttur á að vera að plana æfingu/chill með nokkurra tíma fyrirvara - verð að fara laga það.

Það var full bókað í Laser tag í dag og við hefðum svo þurft að fara í keilu kl.17.00 (annars hefði það verið of dýr pakki).

Þannig að við seinkum því aðeins, einhverjir líka að keppa í handbolta - tökum í staðinn rigningar spilæfingu (með kappann í marki):

- Mið - Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.19.00 - 20.30.

Þurfum vonandi ekki að færa okkur :-/
Sé ykkur vonandi sem flesta.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Ath!

Blek.

Er búinn að reyna að bóka tíma í keilu í þrjá tíma (laser tagið bókað í dag).

Set bókað plan inn eftir ca. klukk(utíma).

Aight,
Ingvi

- - - -

þriðjudagur, 26. ágúst 2008

Þrið!

Sælir.

Og sorrý hvað þetta kemur seint. Hélt að ég hefði verið búinn að "pósta" "essu" "kaffi"!
En það er æfing, eftir smá!

- Þrið - Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.16.30 - 18.00.

Verðum í fyrra fallinu, þannig að við eigum kvöldið frjálst (í lærdóm eða skvísur)!
Látið þetta berast.

Síja,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

sunnudagur, 24. ágúst 2008

Mán!

Jójójó.

Síðasti sjens að skrá sig í vörutalninguna er fyrir hádegi á morgun, mánudag. Það vantar enn nokkra stráka - endilega smessið á mig og bókið ykkur. Þetta er bara hresst, ef menn hópa sig saman (og verða saman að telja).

Þetta byrjar kl.18.00 niður í Hagkaup, Holtagörðum, og stendur til ca.23.00 (en örugglega hægt að hætta eitthvað fyrr ef það hentar mönnum). Það er 1000kr á tímann, sem er fínt tímakaup.

Þetta er í staðinn fyrir æfingu - þannig að ég vona að fleiri verði í bandi :-)

Svo æfing á þrið, keila og leikur seinna í vikunni.
Heyrumst,
Ingvi og co.

- - - - -

föstudagur, 22. ágúst 2008

Sun!

Blek.

Naumt tap í dag í síðasta leik íslandsmótsins (í B liðum). 2-1 fyrir gróttunni - frétti að þetta hefði verið jafn leikur og úrslitamarkið verið vafasamt víti! Fæ ítarlegri skýrslu frá Dóra og svo spjöllum við saman á þriðjudag, því morgundagurinn og mánudagurinn eru svona:

- Sun - Þróttur v Fylkir - Landsbankadeildin - Valbjörn - kl.18.00.

- Mán - Vörutalning/fjáröflun - Hagkaup, Holtagörðum - kl.18.00 og frameftir.

Stefnum svo á æfingu á þriðjudag og leik á miðvikudag.
Annars bara áfram Ísland (í bakhrindingum) í fyrramálið - það hljóta allir að vakna fyrir það :-) Minni líka á A liðs leikinn v Völsung á hádegi.

Sjáumst á leiknum á morgun, og skráið ykkur nú í talninguna á mán (þúsari á tímann mar)!
Heyrumst,
Ingvi "1.deild baby" og Dóri.

- - - - - -

Ísl mót v Gróttu!

Jamm.

Síðasti leikur okkar í Íslandsmótinu lauk í gær með naumu tapi. Reyndar svekkjandi tapi því dæmd var á okkur afar skrýtin vítaspyrna og dómgæslan var víst eitthvað vafasöm :-( En þannig er oft boltinn - Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Grótta.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið:
B lið.

Dags: Laugardagurinn 23.ágúst 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gróttu gervigras.

Dómari: Segjum bara sem fæst hér!
Aðstæður: Gervigrasið nett - en kalt í veðri og haustfílingur alráðandi!

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Úrslit: 1 - 2.

Maður leiksins: Vantar - Tökum þetta á okkur (dóri réttara sagt)!
Mörk: Símon.

Liðið:

Krissi í markinu - Starki og Viktor B bakverðir - Kobbi og Kristó miðverðir - Addi K og Símon á köntunum - Tolli og Anton Sverrir á miðjunni - Flóki og Daníel Örn frammi. Varamenn: Daði Þór, Viktor G, Stefán Tómas, Árni H og Óskar.


Frammistaða:

Vantar - Tökum þetta á okkur (dóri réttara sagt)!

Almennt um leikinn:

Vantar - Tökum þetta á okkur (dóri réttara sagt)!

- - - - -

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Laug - leikur v Gróttu!

Jó.

Shæse kind hvað þetta kemur seint hjá mér, sorrý. Innflettingarnar örugglega ansi margar í kvöld - af hverju er ég ekki með teljara!

En síðasti "officiel" leikur sumarsins er á morgun, laugardag. Þá eigum við útileik v Gróttu út á Seltjörn! Verðum klárlega að enda á topp leik - getum endað með 16 stig, hugsanlega í 3.sæti.

Hópurinn er hér, mæta vel undirbúnir og með allt dót. Þeir sem eru ekki að keppa eru audda velkomnir með okkur á bekkinn (nú verður nammipoki, lofa). Fór eftir mætingu og frammistöðu undanfarið - en ég tek enn á mig að okkur vantar fleiri leiki - og það verða 2-3 aukaleikir í næstu viku fyrir þá sem keppa ekki á morgun og hafa lítið keppt að undanförnu.

En svona er the plan:

- Mæting í íþróttahús Gróttu, Seltjarnarnesi kl.13.00 - keppt frá kl.14.00 - 15.20 - á gervigrasi:

Kristján Orri - Viktor Berg - Kristófer - Anton Sverrir - Daníel Örn - Flóki - Starkaður - Þorleifur - Símon - Jakob Fannar - Viktor G - Arnar Kári - Óskar - Árni H - Stefán Tómas - Daði Þór.

- Hvíla á morgun - spila á þrið/mið í næstu viku:
Davíð Þór - Tryggvi - Jóel - Úlfar Þór - Matthías - Mikael Páll - Sindri - Hrafn - Sigvaldi Hjálmar - Orri - Jónmundur - Hákon - Emil Dagur! - Valgeir Daði! - Davíð Hafþór!


Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst annars hressir á morgun.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Fös (+ fjáröflun)!

Sælir.


Skólasetning í Langó í morgun, væntanlega í Vogó og Laugó líka. Veit ekki með menntaskólaspaðana - er ekki kick off í næstu viku þar. Verður hresst að fá "kemst ekki á æfingu - þarf að læra" bráðum!


En það er frí á æfingu í dag, föstudag. Set svo hópinn fyrir leikinn inn seinna í dag/kvöld.

Hér fyrir neðan er svo smá fjáröflunardót fyrir þá sem hafa áhuga - bóka sig sem fyrst.

Heyrumstum,
Ingvi og Dóri.

- - - - - -

Á mánudaginn kemur (25.ágúst) er vörutalningu í Hagkaup Holtagarðum - frá kl: 18:00 og til miðnættis. 1000kr á tímann - upplagt að safna fyrir lokaslúttinu okkar!

Það verður frí á æfingu þennan dag - bóka sig í commentakerfinu eða með smessi á kallinn (869-8228). Krissi hlýtur svo að vera verkstjóri fyrir okkar hóp!

- - - - -

Fim!

Jó jó jó.

Tökum training aftur í dag, fimmtudag. Hún verður fáránlega fersk - tökum alla veganna þessa, þessa og þessa! Og hugsanlega 80m sprett fyrir Flóka!

- Æfing - B hópur - TBR völlur - kl.17.00 - 18.30.

Er ekki alveg klár með fös, þannig að þetta gæti orðið síðasta æfing fyrir leik!
Verið nú duglegir að láta þetta berast, þar sem ég var svo seinn að henda essu inn!

Sjáumst við þá ekki bara eldhressir,
Ingvi og co.

- - - - - - -

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Mið!

Blek.

Miðvikudagur á morgun og ætlum við að taka létta æfingu + fara á landsleikinn saman:

- Spilæfing - B hópur - Þríhyrningur - kl.18.00 - 19.15.

- Ísland v Aserbaídsjan - Laugardalsvöllur - kl.19.45.

Strákar, reynum nú að vera 20+ á æfingunni - afar langt síðan ég hef séð nokkra leikmenn, menn hljóta að vera komnir úr útileigum og fríum! Gerum okkur líka klára fyrir leikinn á laug.

Við erum svo með boðsmiða á landsleikinn, förum saman með fleiri flokkum í Þrótti, þannig að kíkjum endilega saman eftir æfingu. Menn geta notað klefa 2 eftir æfinguna, leikurinn byrjar svo korter í acht.

Ok sör.
Þá sjáumst við bara á morgun,
Ingvi og Dórinn.

- - - - - -

sunnudagur, 17. ágúst 2008

Þrið!

Heilir, og já, sælir.

Það er frí á morgun, þriðjudag. Í staðinn sting ég upp á tvennu:

- Taka 5 kílómetra og slátra þeim, taka svo pott á eftir!

- Detta á ÍH v ÍR í 2.deildinni, á Ásvöllum kl.19.00!!


En heyri svo í ykkur á miðvikudag, en þá er planið að skella sér saman á Ísland v Aserbaídsjan á Laugardalsvelli kl.19.45 (rólegir, fáum frímiða), melting með spilæfingu á undan!

Og djö... styttist svo í skólann mar :-)
Laters,
Ingvi og co.

- - - - -

p.s. farinn að horfa á "the king of kong" - eins gott að hún sé góð!
p.s. eigum við ekvað að ræða laumuna mína af æfingu í dag!
p.s. eigum við ekvað að ræða gev áðan í s.y.t.y.c.d!
p.s. þarf ekur að sjá ykkur í action á meðan menn geta séð kallinn (nei diddi, var ekki klobbaður af þessum gaur 5 mín seinna).


Úrtak!

Ble.
Gleymdi alltaf að setja þetta kaffi inn - tók etta nánast bara af www.trottur.is

- - - -

Arnþór Ari Atlason og Kristján Einar Auðunsson, sem leika með 3.flokki voru á dögunum valdir til að taka þátt í úrtökumóti KSÍ fyrir drengi fædda 1993.

Úrtökumótið fór fram á Laugarvatni um helgina en þar mættu um 60 leikmenn víðs vegar af landinu og æfðu undir stjórn Freys Sverrissonar landsliðsþjálfara.

Freyr fylgdist með efnilegum leikmönnum sem koma til greina í U17 landsliðið á næsta ári og vonandi náðu strákarnir að heilla hann!


- - - -

Sem sé, aðeins of seint, til lukku.
.is og .dd (bara ekki eins töff og .is - verður að segjast)

Mán!

Sælir champs.
Tvennt að gerast á morgun, mánudag.

- Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.17.00 - 18.30.

- Þróttarakvöld - í Eymundsson Holtagörðum - kl.19-21.

Þannig að menn á eldra ári geta ekki komið með "er að kaupa bækur" afsökun á morgun! Það er stutt í skólann - eru ekki allir komnir í frí? - "Er að vinna" afsökun á hugsanlega líka eftir að fara í mig á morgun. En hér fyrir neðan er meiri info um þetta kvöld.

Annars bara stuð. Síðasti leikur okkar á Íslandsmótinu er á laugardaginn kemur (sama dag og hið árlega rvk maraþon er - sumir segja "hjúkk", en sumir "dem"). Svo bara æfingar + ekvað stuð í vikunni, landsleikur og soddann.

Sé ykkur hressa, jafnvel eldhressa, á morgun,
Ingvi og co.

- - - - -

Senn líður að skólasetningu og af því tilefni býður Eymundsson í Holtagörðum, ungum Þrótturum og foreldrum þeirra að koma mánudaginn 18.ágúst á milli kl.19 og 21 og versla inn fyrir skólann með 20% afslætti.

Eymundsson er einn af dyggum stuðningsaðilum Þróttar og nú er tækifærið að gefa af sér til baka og versla skóladótið í leiðinni á dúndurkjörum.

Nýttu þér tækifærið, komdu í Holtagarða og gerðu skólainnkaupin í rólegheitum.
kv,
Starfsfólk Eymundsson Holtagörðum - dyggir stuðningsmenn Þróttar.

föstudagur, 15. ágúst 2008

Helgin!

Jeps.

Það er skollið á helgarfrí hjá okkur í boltanum. Kláruðum vikuna flott áðan með góðum sigri á Breiðablik2. Menn stóðu sig almennt mjög vel. Einhverjir hvíldu í kvöld, vill bara sjá þá æfa aðeins betur fram að næsta leik, þá kemur tækifærið.

Hvet svo alla til að kíkja til Kebló á sunnudaginn - Bara troða sér saman í bíla, veit ekki hvort það verður rúta:

- Keflavík v Þróttur - Landsbankadeildin - Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík - kl.19.15.

Á mánudaginn er svo æfing, auk þess sem sérstakt Þróttarakvöld verður í Eymundsson, Holtagörðum. Auglýsi það betur á sunnudaginn. Annars æfum við nokkuð vel í næstu viku, og er síðasti (official) leikurinn í sumar laugardaginn 23.ág v Gróttu. Líka komin tími á gúff eða þ.h. fjöri!

Annars bara líf og fjör.
Góða helgi.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Ísl mót v Breiðablik2!

Jamm.

Þriðji leikur vikunnar fór vel - kláruðum hann eins og við töluðum um, og nokkuð örugglega. Soldið í ökla eða eyra hjá okkur í sumar. En þetta var flottur sigur, og náðum þá öllum pakkanum í vikunni (þ.e. tap, jafntefli og sigur)! En allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Breiðablik2.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið:
B lið.

Dags: Föstudagurinn 15.ágúst
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Dómari: Oddur var góður þrátt fyrir seinkomu og ekkert úr. Bjarki B orðinn leikjahæstur á línunni og Nonni kom sterkur inn. Línuvarðaflöggin komu líka flott út í dag!
Aðstæður: Hlýtt í veðri og suddinn var bara nokkuð góður í dag.

Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Úrslit: 9 - 1.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Símon 2 - Anton Sverrir - Jakob Fannar - Tryggvi - ?

Liðið:

Krissi í markinu - Viktor G og Starki bakverðir - Tolli og Kristó miðverðir - Addi K og Danni Örn á köntunum - Anton Sverrir og Hreinn Ingi á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Úlli, Símon, Mikki, Jóel og Kobbi.

Frammistaða:

Krissi: Lauk þriðja leiknum í vikunni með flottri frammistöðu (samt skandall að ég hafi ekki fengið banana í dag).
Viktor G: Allt save - tók fullann leik og stóð sig afar vel.
Starki: Sama hér - flottur leikur, tapaði ekki tæklingu og kom líka vel með í sókina.
Tolli: Gríðarlega öflugur, í fanta formi - smá "gerrard" í honum finnst mér!
Kristó: Sterkur og stjórnaði vörninni afar vel.
Addi K: Meiddist snemma í leiknum og gat ekki spilað meir, sem var audda synd.
Danni: Duglegur að vanda - topp leikur.
Anton Sverrir: Tapaði afar fáum einvígum á miðjunni - átti líka fullt af fínum boltum.
Hreinn: Fínn leikur, duglegur og vann vel, óheppinn að setjann ekki í dag.
Flóki: Fór loksins í gang og kláraði eins og hann er vanur.
Tryggvi: Fór minna fyrir honum en vanalega, en átti samt fínan leik (samt eins og hann hafi verið að hugsa um grillið eftir leik).

Úlli: Tapaði ekki einvígi - kom inn á með miklum látum og lét finna fyrir sér.
Mikki: Flott innkoma - hefði mátt biðja um boltann meira, enda duglegur að losa sig.
Kobbi: Duglegur og mikið í boltanum, og var að lúkka í nýrri stöðu.
Símon: Stimplaði sig loksins inn með tveimur góðum mörkum, afar vel af sér vikið.
Jóel: Orðinn góður af öklameiðslunum og kom sterkur inn í dag - fínn leikur.


Almennt um leikinn:

Sigurinn var aldrei í hættu í dag, þrátt fyrir að Blikarnir gáfust aldrei upp. Náðum að setjann snemma í leiknum, og eins og við vitum, þá er það aldrei leiðinlegt, og vill oft verða þannig að það lið sem gerir það, klárar leikinn (soldið flókin setning)!

Margir að gera virkilega vel - eins og sjálfstraustið hafi loksins komið. Menn sem komu inn voru ready og mættu inn á fullu.

Við vorum rólegir og kláruðum færin okkar afar vel.

Mætum nú vel og gerum okkur klára fyrir síðasta leikinn í íslandsmótinu á móti Gróttu - þann leik ætlum við að klára.

- - - - -

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Fös - leikur v Breiðablik2!

Ble.

Þá er bara að ná topp leik í kvöld, föstudag, á móti Breiðablik2 - síðasti leikur vikunnar, og næst síðasti leikurinn í Íslandsmótinu. Hópurinn er klár, mæta vel undirbúnir og með allt dót.

Þeir sem eru ekki að keppa eru velkomnir með okkur á bekkinn (dóri hlýtur að koma með nammipoka) - leikurinn verður á Suddanum. Svona er the plan:

- Mæting niður í Þrótt kl.18.00 - keppt frá kl.19.00 - 20.20 - á Suddanum:

Kristján Orri - Tryggvi - Kristófer - Anton Sverrir - Daníel Örn - Úlfar Þór - Flóki - Starkaður - Þorleifur - Hreinn Ingi - Jóel - Símon - Jakob Fannar - Viktor G - Mikael Páll - Arnar Kári.

- Hvíla í kvöld / Meiddir / í fríi:
Viktor Berg - Daði Þór - Sigvaldi Hjálmar - Árni H - Óskar - Leifur - Stefán Tómas - Orri - Matthías - Sindri - Jónmundur - Davíð Þór - Hákon - Emil Dagur - Valgeir Daði - Davíð Hafþór - Hrafn.


Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst annars hressir í kvöld.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

ATH!

Sælir drengir.

Veit ekki hvort einhverjir hafi farið á leikinn, ég skellti mér alla veganna - og bara nokkuð góð skemmtun. FH-ingar vissulega í slæmum málum fyrir seinni leikinn, en voru á köflum virkilega flottir, en eins og við á miðvikudaginn þá klikkuðu þeir illa varnarlega í þremur mörkum!

Á æfinguna okkar í kvöld mættu 9 leikmenn (og þar af eru 3 forfallaðir á morgun). Við eigum síðasta leikinn í vikunni annað kvöld (fös) v Breiðablik2 á heimavelli og þurfum á góðum leik til að ná sigri í þessum síðasta leik vikunnar (bara 1 stig komið úr síðustu tveimur leikjum). Ég spyr bara: "Er hægt að gera kröfu um súper leik þegar meira en helmingur af leikmönnum eru af einhverjum ástæðum ekki á æfingunni daginn fyrir leik"?

Ég veit að álagið í vikunni er búið að vera mikið, og ég heyrði í einhverjum leikmönnum fyrir æfinguna í kvöld EN ... ég er ekki alveg nógu sáttur!

Þarf að melta hópinn betur fyrir morgundaginn - set hann inn í kringum hádegi.
En hann er kl.19.00, væntanlega á tbr.
Segjum það,
Ingvi

- - - - -

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Fim!

Sælir heiðursmenn.

(of stórt) Tap í gær v Fjölni í ágætisleik, ef hægt er að segja svo. Virkuðum flottir mest allann tímann, en svo sofnuðum við of oft í vörninni! Eigum einn sjens eftir í vikunni að fá sigur og þrjú stig, en það er á morgun, föstudag, á móti Breiðablik2.

Fimmtudagur í dag - hef ákveðið að við tökum hitting, auk þess sem einhverjir ætla að skella sér á FH - Aston Villa. Veit að þetta er "tough" vika, en næsta vika verður rólegri, auk þess sem það verður helgarfrí. But here´s the plan:

- FH - Aston Villa - Laugardalsvöllur - kl.18.00 (menn geta líka tekið hann á sýn).

- Reitur, skokk og teygjur - Valbjarnarvöllur - kl.20.00.

- Pottur - Laugardalslaug - kl.20.30.

Býst við öllum, bullandi hressa. Mæta með penge og dót í sund - algjör skyldumæting í bæði (þótt sumir séu ekki swimfans).
Sé ykkur,
Ingvi hinn nýklippti og Dóri hinn ... ljóshærði.

- - - - -

Ísl mót v Fjölni2 - mið!

Sælir.

Veit ekki hvað skal segja um þennan leik - vorum afar flottir á köflum, börðumst og komum okkur í nokkuð góð færi. En sofnuðum svona svakalega ca.6 sinnum í vörninni! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir2.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Miðvikudagurinn 13.ágúst
Tími: kl.20.00 - 21.20.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Dómari: Kári Snædal, sem oft hefur verið betri (alla veganna var etta ekki víti)! En við vælum ekki yfir því. Bjarki B og Arnþór voru svo flottir á línunni.
Aðstæður: Menn voru ekvað að kvarta undan "Suddanum" í kvöld en mér fannst hann alveg sleppa. Veðrið var svona lala.

Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Úrslit: 1 - 6.

Maður leiksins: Leifur (þurfum að kaupa hann frá usa).
Mörk: Tryggvi (eftir afar netta sendingu frá mikka).

Liðið:

Krissi í markinu - Stefán T og Tolli bakverðir - Kristó og Daði Þór miðverðir - Addi og Mikki á köntunum - Kommi og Hreinn Ingi á miðjunni - Anton Sverrir og Tryggvi frammi. Varamenn: Flóki, Leifur, Viktor Berg, Símon og Daníel Örn.

Frammistaða:

Menn börðust flestir nokkuð vel í dag, en slakur varnarleikur í nokkrum atriðum hjá okkur gerði útslagið. Einhverjir voru hugsanlega að spila undir getu og ef fleiri en 2-3 leikmenn gera það þá tapast leikir yfirleitt.

Kristó var nokkuð öflugur en sofnaði á verðinum í horninu, og í fjórða markinu þeirra. Tolli og Anton áttu aftur góðann leik, (en Tolli átti það til að rekja boltann aðeins of langt). Leifur kom virkilega sterkur inn og gaman að sjá hann loksins "in action". Kommi nokkuð sprækur en kom kannski lítið bitastætt frá honum. Fínt mark hjá Tryggva - aðrir hafa oft verið betri.


Almennt um leikinn:

Frekar skrýtinn leikir. Með meira skapi, meiri aga, og kannski smá meiri undirbúningi, þá hefðum við gert mun betur en raun ber vitni.

Við fengum á okkur afar ódýr mörk, ég veit að það þarf ekki að segja ykkur þetta, en maður má ekki sofna á verðinu eitt andartak. Hérna eru nokkrir punktar um mörkin:

Mark 1: Framherji fjölnis keyrði á okkur og fékk í raun að labba í gegn og skora!
Mark 2: Víti (sem var klárlega lögleg tækling hjá Kristó).
Mark 3: Sundurspilaðir, förum frá okkar manni til að taka annan mann og á endaum er einn fjölnismaður frír!
Mark 4:
Beint úr horni, dekkning misstókst.
Mark 5: Fer yfir miðvörð, fjölnismaður kemst í gegn, nær valdi á boltanum og klárar.
Mark 6: - Man ekki -

Mér sýndist vinnslan hjá okkur vera í lagi, þeir voru líka á fullu allann tímann og gáfu lítið færi á sér.

Við þurfum líka að klára færin okkar betur - mér finnst alltof mörg færi fara forgörðum, eitthvað sem við þurfum að laga ef það er ekki of seint!

Kantmennirnir okkar voru lítið í boltanum, við hefðum mátt vanda okkur betur á þeirra þriðjung, of margar feilsendingar. En áttum fleiri skot en vanalega.

Svona er etta - vantaði kannski að fleiri hjá okkur tryðu því að við hefðum getað unnið. Þurfum að "boosta" upp sjálfstraustið hjá okkur, við erum með svo flottann hóp og flott lið að við eigum að vera ofar í töflunni en raun ber vitni. En klárum leikinn á föstudaginn og sjáum hvar við stöndum fyrir síðasta leikinn, aight.

- - - - -

þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Mið - leikur v Fjölni2!

Yess sir.

Leikur nr.2 í vikunni er á heimavelli á morgun, miðvikudag, á móti Fjölni2. Þurfum að mæta virkilega klárir og á fullu gasi í þennan leik til að klára hann. Flott mæting á æfingu áðan, en einhverjir hvíla á morgun - svo er síðasti leikur vikunnar á föstudag v Breiðablik2.

Mæta vel undirbúnir með allt dót. Svona er planið:

ATH - leikurinn er kl.20.00 - klikk hjá mér - Þannig að það er mæting niður í Þrótt kl.19.00 en ekki kl.18.00 - OKEY - Láta það berast til allra!!

- Mæting niður í Þrótt kl.19.00 - keppt frá kl.20.00 - 21.20 - væntanlega á Suddanum:

Kristján Orri - Arnar Kári - Leifur - Símon - Þorleifur - Kristófer - Mikael Páll - Tryggvi - Daði Þór - Daníel Örn - Stefán Tómas - Flóki - Viktor Berg - Anton Sverrir - Kormákur - Hreinn Ingi.

- Hvíla á morgun: Viktor G - Jakob Fannar - Úlfar Þór - Starkaður - Jóel - Sigvaldi Hjálmar - Árni H - Óskar.

- Meiddir / í fríi / ekki sést lengi: Orri - Sindri - Matthías - Jónmundur - Davíð Þór - Hákon - Emil Dagur - Valgeir Daði - Davíð Hafþór - Hrafn.

Sjáumst sprækir,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

p.s. planið er svo að taka létt skokk og fara svo saman á FH - Aston Villa á fimmtudaginn - leikurinn byrjar kl.18.00 á Laugardalsvelli og er best að kaupa miða á midi.is eða fara niður á völl. Finna einhvern félaga að sitja með - bara um 2000 miðar eftir þannig að við verðum þá örugglega allir á svipuðu svæði! Meltið það, aight :-)

mánudagur, 11. ágúst 2008

Þrið!

Hey jó.

Fengum 1 stig í leiknum v Selfoss áðan - verðum bara að klára seinni tvo leikina í vikunni.

Það er létt og hress æfing á morgun, þriðjudag, ræðum betur um leikinn/leikina þá. "The brothers" mæta væntanlega með zwei sportsdrinken en Flóki samdi um sinn :-/

- Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.20.00 - 21.20.

Það var góðmennt en fámennt á hádegisæfingunni - vona að ég sjái alla annað kvöld.
Annars bara bullandi hressleiki. Fer að uppfæra markaskorunina (og svo skuldum við ekura leiki).

ATH - það vantar fjóra stráka á línuna í 4.flokki á morgun - leikirnir eru kl.17.00 og 18.20 þannig að menn ná alveg æfingu. Það þurfa allir í flokknum að taka 1-2 leiki yfir sumarið - nokkrir eiga alveg eftir sinn kvóta - Við græjum þetta klárlega á morgun - heyrið í mér!


Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

Ísl mót v Selfoss - mán!

Já.

Við skelltum okkur austur og kepptum við Selfoss. Ætluðum okkur þrjú stig en fórum bara heim með 1! Allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Selfoss.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Mánudagurinn 11.ágúst
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: Selfoss-gervigras.

Dómari: Nokkuð gott og ungt dómaratríó, stóðu sig frekar vel.
Aðstæður: Smá "svekk" að vera á gervigrasinu - en flott veður og völluinn svo sem fínn.

Staðan í hálfleik: 1 - 1
Úrslit: 1 - 1

Maður leiksins: Kristján Orri.
Mörk: Tryggvi (og starki - nei þetta var illa gert).

Liðið:

Krissi í markinu - Daði og Starki bakverðir - Kobbi og Kristó miðverðir - Kommi og Símon á köntunum - Anton Sverrir og Tolli á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Úlli, Stefán Tómas, Daníel Örn og Viktor G.

Frammistaða:

Flestir voru á ca.80% gasi í þessum leik - var samt ekkert rosa óánægður með neinn einstakan leikmann. Krissi átti svaðalegan leik í markinu og bjargaði okkur rosalega 2-3 sinnum. Anton og Tolli voru duglegir á miðjunni (en ekvað pirraðir). Úlli var líka flottur eftir man.utd skólann, og eins átti Kobbi mjög solid leik.

Almennt um leikinn:

Byrjuðum af nokkrum krafti og komumst í 1-0 eftir stuttann tíma. Reyndar fengum við á okkur jöfnunarmarkið stuttu seinna, ef það hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá held ég að við hefðum tekið þennan leik og klárað hann, þrátt fyrir deddarana þeirra.

Við fengum okkar færi en eins og fyrri daginn áttum við fáar fyrirgjafir og ekki var mikið um skot.

Við virkuðum daufir í byrjun og náðum ekki alveg að stjórna leiknum eins og við vildum.

Það vantar líka of oft hjá okkur að senter komi og fái boltann í lappir, skýli boltanum og komi honum aftur á mann fyrir framan sig. Bakverðirnir okkar voru líka of varnarsinnaðir og komu lítið með í sókn, ekki einu sinni til að taka innköstin!

Vörnin var nokkuð save í dag, og björguðu nokkuð vel 1-2 sinnum.

Í heildina frekar bragðdaufur leikur - á góðum degi hefðum við klárað þetta lið örugglega, en 1 stig heim í dalinn!

- - - - -

laugardagur, 9. ágúst 2008

Mán - leikur v Selfoss!

Jamm og já.

Við eigum leik v Selfoss á morgun, mánudag, á útivelli. Reyndar fyrsti leikur af þremur í vikunni þannig að þeir sem ekki keppa á morgun mæta á æfingu mán og þrið og keppa svo seinna í vikunni (mið og fös).

En okkur vantar 3-4 til að skutlast með okkur austur (og hvetja á leiknum :-) Heyrið í mér ef ykkar foreldri er til. Koma svo með allt dót + smá penge. Hérna er planið:

- Mæting niður í Þrótt kl.17.15 - keyrt á Selfoss og keppt kl.19.00 - 20.20 - komið til baka ca.21.30:

Kristján Orri - Símon - Starkaður - Kristófer - Tryggvi - Daði Þór - Úlfar Þór - Daníel Örn - Stefán Tómas - Þorleifur - Flóki - Jakob Fannar - Anton Sverrir - Viktor G - Kormákur.

- Æfing - TBR völlur - kl.12.00 - 13.00: Jóel - Viktor Berg - Arnar Kári - Orri - Mikael Páll - Hrafn - Leifur - Kári! - Davíð Hafþór - Emil Dagur - Óskar - Valgeir Daði - Sigvaldi Hjálmar - Árni H.

- Meiddir / í fríi: Sindri - Matthías - Jónmundur - Davíð Þór - Hákon.

Sjáumst hressir á morgun,
Gaman saman,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Sun - Þróttur v Fram!

Jó.
Alles klar:

Þróttur – Fram
Landsbankadeild karla
Sunnudaginn 10. ágúst kl. 19:15 á Valbjarnarvelli



Núna mæta allir og styðja við bakið á strákunum. Grillvagninn frá 10/11 verður á sínum stað og því mikilvægt fyrir unga sem aldna að skella sér tímalega í dalinn og fá sér pylsu. Þá gefst völdum áhorfendum kost á því að vinna sér inn glæsileg verðlaun frá LÝSI með miðjuskoti, þ.e. að reyna skora mark frá miðju.

Síðan er bara að fjölmenna með alla fjölskylduna á völlinn og hvetja Þróttara til sigurs.
Koma svooo

Helgin!

Sælir félagar.

Það er frí í dag, laugardag. Massa fjör niður í bæ eins og flestir eflaust vita. En á morgun, sunnudag, er skyldumæting í smá "hádegisgöngutúr" og svo mfl leik um kvöldið - ég set hérna fyrir neðan skilaboð sem skýra það.

Það virðast ansi margir vera fjarverandi, alla veganna vantaði ansi marga á fim og fös. En við sjáum hverjir mæta á morgun og eru klárir í leikinn v selfoss á mánudaginn (menn sem hafa ekkert mætt mega alveg bjalla á mig og láta vita status).

En annars sjáumst við á morgun, sunnudag:

- - - - -

Þróttur – Fram
Sunnudaginn 10. ágúst

Kæru strákar í 3. og 4. flokki karla í Þrótti

Núna vantar okkur hjálp - Við þurfum að fá alla stráka í 3. og 4. flokki til að hjálpa okkur við að dreifa leikskránni okkar í öll hús á morgun, sunnudag, þannig að við fáum sem flesta á völlinn í leiknum á móti Fram.

Þessir leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur og óskum við eftir þinni hjálp kl. 12:00 á sunnudaginn við að bera út leikskránna. Mæting er kl. 12:00 í Þróttarheimilið eins og áður segir og því fleiri sem mæta því auðveldara verður þetta. Að sjálfsögðu vonumst við líka til að sjá alla á vellinum um kvöldið og hvetja okkur til sigurs.

Allir þeir sem mæta og hjálpa okkur við þetta fá nafnið sitt í pott en síðan verður dregið út á heimaleiknum tvær áritaðar Þróttartreyjur sem einhver heppinn 3. eða 4. flokks strákur hlýtur.

Sjáumst á sunnudaginn
Kv. Meistarflokkur karla í Þrótti

föstudagur, 8. ágúst 2008

Föstudagur!

Já, Dóri hér.

Bara 11 mættu í gær, frekar fámennt, en við gerðum gott úr þessu. Starki og Flóki tóku síðan upp á því að þurka völlinn með fötunum sínum eftir æfingu. Suddarinn verður því upp á sitt besta í dag.

Í dag ætlum við að æfa með A-hópnum. Æfingin byrjar klukkan 16:30 á Suðurlandsbr.

Mikilvægt að allir mæti, því það eru þrír leikir í næstu viku.

Okey !!!

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Fim!

Jó.

Alles klar í dag, fimmtudag:

- Fim - Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.17.30 - 19.00.

Einhverjir spila með A liðinu v Hauka (17.00 á ásvöllum), en aðrir mæta á æfingu og undirbúa sig fyrir leikina í næstu viku. Við æfum svo aftur á morgun, föstudag og sjáum statusinn á mannskapnum.

Mættum allir í dag strákar,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Mið!

Blek.

Nokkuð nett í gær, fyrir utan ? á ca.10 stráka. Einhverjir í fríi, einhverjir meiddir en örugglega einhverjir upp í sófa! Ég sýndi gamla kisutakta í markinu og Dóri sendi ca.24 sms!

Við tökum frí í dag, miðvikudag. En hvetjum alla til að kíkja á FH - Þróttur í Kaplakrika kl.19.15 (ekkert Fram rugl orri, danni og mikki).

Við æfum svo fimmtudag + föstudag, og svo eigum við þrjá leiki í næstu viku, þannig að það er best fyrir menn að mæta almennilega og sinna þessu vel.

Annars bara stemmari.
Sé ykkur í kvöld.
Ingvi (verð í venslunni upp í stúku með nýju gleraugun) og Dóri (verður að stjórna peppinu eins og ljónið).

- - - - -

mánudagur, 4. ágúst 2008

Þrið!

Já sæll.

Tími til að kýla á "etta" aftur - fyrsta æfing eftir verslunarmannahelgina á morgun, þriðjudag. Flestir vonandi komnir aftur til byggða!

- Æfing - Þrið - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.19.30 - 21.00.

Mætum nú allir til í the tusk.

Sá smá af rey cup þættinum á sýn áðan - Sá ekkert af okkur :-( þarf að skamma Gaupa, hefði nú getað tekið smá viðtal við kallinn! En sá samt Dóra dæma úrslitaleik 4.fl kvk á Valbirni - og sá líka Dag setja fyrsta markið á móti hansa rostock í fjórða, þokkalega nett mark.

Sé ykkur gargandi hressa.
Ble,
Ingvi og Dóri

- - - - -

p.s. minni bræðurna á powerade-in!!

p.s. datt (óvart) inn á s.y.t.y.c.d. áðan og held ég fari að æfa krump dans (okey þetta var útúrdúr).