sunnudagur, 30. mars 2008

Mán + Þrið!

Ó já.

Við erum að tala um að yngra árið í Laugó er þotið í skólaferðalag á Laugar þannig að hópurinn minnkar aðeins í vikunni. Við tökum þar með sparkvöll í dag, mán, en svo erum við allir saman á morgun, þrið:

- Mán - Æfing - B hópur - Sparkvöllurinn við Laugarnesskóla - kl.17.30 - 19.00.

- Þrið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.30 (ath: nýr tími út af meistaradeildinni).

Laglegt Liverpool í gær og laglegt mfl á móti Haukum í gær - tókum þá 3-0. Hægri bakvörðurinn átti samt skelfilegan dag! Verð að bæta það upp á sparkvellinum í dag - Dóri er einnig fanta sparkvallarspilari :-)

Annars líf og fjör. Þrír leikir v KR næsta laugardag samkvæmt plani. Allir að setja það á dagatalið sitt. Og allir búnir að skrá sig sem ætla í ferðina til Spánar!

Sjáumst hressir í dag,
Ingvi og co.

- p.s. ég kastaði upp á það og starki og flóki drógust að mæta aðeins fyrr og ná vellinum :-)

- - - - -

Ferðin!

Sælir

Það er frí í dag, sunnudag, hjá B hóp. Frábærir leikir í gær v ÍR, tveir sigrar :-) Mæli svo með að menn kíki á Liverpool vinna Everton um tvö leytið. Svo er mfl að keppa v Hauka í kvöld kl.19.00 í Egilshöll. Komin tími á að menn kíki á kallinn!

Heyrumst svo á morgun, mán.

En annað mál - frestur til að skrá sig í Spánarferðina rennur út í dag (sunnudaginn 30. mars). Skráningar sendist á ashildur@marel.is. Svo þarf einnig að greiða staðfestingargjald kr. 25.000 fyrir 2. apríl n.k. Þeir sem ætla að greiða með kreditkorti þurfa að gefa upp kortanúmer, gildistíma korts auk kennitölu og nafn korthafa. Annað hvort að senda upplýsingar í pósti eða hringja í síma 895-9240.

Reikningur til að leggja inn staðfestingargjaldið er: 1110-26-010708, kt: 100962-2769 (vinsamlegast senda kvittun á sama netfang). Ath. miðað við ástandið á gengismarkaðnum núna mun ferðin hækka í samræmi við það.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband við Ásu (ashildur@marel.is - 895-9240).

- - - - -

Leikur v ÍR - laug!

Jamm.

Leikur nr.2 í Rvk mótinu hjá B, byrjuðum ágætlega á móti Fylki en töpuðum þó með einu marki. Í gær rúlluðum við yfir ÍR enda við með afar sterkt lið og nánast alla menn klára. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: ÍR.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.

Dags: Laugardagurinn 29.mars 2008.
Tími: kl.19.30 - 20.40.
Völlur: ÍR - gervigras.

Dómari: Ágætis dómari en eiginlega engir línuverðir.
Aðstæður: Völlurinn þvílíkt nice en það var massíft kalt úti og massa sól í byrjun leiks.

Úrslit: 7 - 1.
Staðan í hálfleik: 4 - 1.
Mörk: Daníel Örn - Arnar Kári 2 - Anton Sverri (víti) - Einar Þór - Flóki - Kormákur.
Maður leiksins: Anton Sverrir, Kormákur og Einar Þór áttu allir klassa dag.

Liðið:

Anton E í markinu - Kobbi og Daði bakverðir - Einar Þór og Nonni miðverðir - Tolli og Kommi á köntunum - Anton Sverrir og Arnar Kári á miðjunni - Daníel Örn og Flóki frammi. Varamenn: Orri - Úlli - Stebbi T - Símon - Jóel - Viktor Berg.

Frammistaða:

Anton E: Afar öruggur þennan hálftíma sem hann keppti - og var ekki langt frá að verja vítið.
Kobbi: Eini sem spilaði allann leikinn - ein og ein sending sem klikkaði en annars allt súper.
Daði: Átti einnig góðan leik - hefði mátt koma meir með í sóknina - eitthvað sem við þurfum að fara meira í á æfingum.
Einar Þór: Klassa leikur í miðverðinum - las leikinn vel og setti líka þetta magnaða mark. Styrkti liðið þvílíkt.
Nonni: Var dreginn út aftur og var virkilega góður í þær 30 mín sem hann spilaði.
Tolli: Nokkuð góður leikur - vantaði kannski fleiri fyrirgjafir - en kom sér í ágætisfæri og óheppinn að setjann ekki í gær.
Kommi: Yfirburðarmaður - er á góðri uppleið í sínum leik.
Anton S: Snilld að fá hann aftur klárann - tók "hauk" á etta í návígum og átti flottann leik á miðjunni.
Arnar Kári: Massa heitur þessa daganna - setti flott mörk og hefði getað bætt við.
Danni Ö: Fínn leikur - farinn að móttaka boltann betur og skila honum vel á næsta mann.
Flóki: Gerði sitt í þessum leik - en vantar kannski að vera meira á tánum - bíður stundum of mikið eftir að fá boltann beint í lappirnar!

Orri: Flottur leikur - meiri einbeittur en í fylkisleikjunum og hélt hreinu.
Úlli: Sterkur að vanda - kom vel út með Einar og tapaði varla návígi. Tekur líka ein bestu hornin í liðinu.
Viktor B: Fín innkoma, var grimmur og skilaði boltanum vel frá sér.
Stebbi: Alltaf laus á kantinum en fékk ekki boltann eins oft ég hefði viljað - hefði kannski mátt garga meira - en annars fínn leikur.
Símon: Hefði mátt skila sér aðeins meir tilbaka - svipað og með hann og Stebba - fengu ekki nógu mikið úr að moða.
Jóel: Flottur á miðjunni - hefði viljað fá mark eftir að hann fór í gegnum tvo menn í vítateignum - á nú bara eftir að fá sér hættuminni takkaskó!


Almennt um leikinn:

Fórum ekki alveg í gírinn fyrstu tuttugu mínúturnar! Tókum aðeins of margar snertingar og boltinn hefði mátt rúlla aðeins betur. Þurfum að skýla boltanum aðeins betur og skila honum á samherja - en það kom betur út í seinni.

Danni kom okkur yfir eftir mistök hjá markverði ÍR - þeir fengu svo gefins vítaspyrnu en eftir það vöknuðum við og keyrðum yfir þá. Það sem helst hefði mátt vera betra voru lokasendingarnar - þ.e. við voru of ákafir að dúndra boltanum á fremsta mann - hefðum mátt leggja boltann meira út á kantmennina - það komu ca.10 færi út úr því í seinni hálfleiknum.

Enn halda menn svo áfram að spila "silent"! Verðum að fara að láta heyra í okkur meira.

Duttum ekki í neinn kæruleysispakka í seinni, heldur héldum áfram og kláruðum leikinn vel. Virkilega ánægður með leikinn - menn voru líka búnir að mæta vel - og nánast allir klárir í gær - svo bara spenntur að sjá framhaldið.

- - - - -

föstudagur, 28. mars 2008

Laug!

Hey.

Bara þannig að allt sé bókað:

- A lið v ÍR - Mæting kl.17.00 upp á ÍR völl - keppt frá kl.18.00 - 19.20:

A hópur + Guðmundur Andri.

- B lið v ÍR - Mæting kl.18.40 upp á ÍR völl - keppt frá kl.19.30 - 20.40:

Orri - Daði Þór - Jakob Fannar - Úlfar Þór - Starkaður - Kormákur - Þorleifur - Arnar Kári - Jóel - Flóki - Daníel Örn - Einar Þór. Mæting 19.15: Jónmundur - Anton Sverrir - Símon - Stefán Tómas - Viktor Berg.

Held að allir séu klárir, en láta vita í tíma ef menn komast ekki! Vera klárir með allt dót (sekt að mæta í dótinu) og sá sem gleymir rauðri upphitunarpeysu þarf að vera í extra small lánspeysu! Ef þið eigið treyjur þá megið þið mæta með báðar týpur (ákveðum á morgun í hverju við spilum).

Frí hjá öðrum en endilega kíkja á leikinn ef þið eruð lausir (dóri plöggar bland í poka á bekknum).

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (8698228) og Dóri.

- - - - -

fimmtudagur, 27. mars 2008

Fös!

Jev.

21 í gær - þokkalegt. Bjarmi náði að ræna síðasta markinu þrátt fyrir að ég var mættur í hitt liðið, Óskar rúllaði upp "halda á lofti með veikara læri" keppninni (Viktor reyndar seigur líka) og Dóri var fáránlega öruggur í markinu að vanda. Þessi æfing var lala, þessi slapp vonandi, en við náðum ekki að fara í þetta test né þetta! Geymum þau þangað til á mánudaginn.

- En það er frí hjá B hóp í dag, föstudag.

- Eftirtaldir mæta þó á A hóps æfingu kl.17.30 á gervi í dag: Flóki - Kormákur - Guðmundur Andri - Úlfar Þór.

- Á morgun, laugardag, eru svo tveir leikir v ÍR; A lið kl.18.00 og B lið kl.19.30. Það er mæting kl.18.30 (hjá B) upp á ÍR völl hjá eftirfarandi leikmönnum - keppt frá kl.19.30 - 20.40: Daníel Örn - Þorleifur - Anton Sverrir - Daði Þór - Arnar Kári - Stefán Tómas - Jóel - Viktor Berg - Orri - Jakob Fannar - Starkaður - Símon - Jónmundur + þeir leikmenn sem verða á bekknum í A!

- Keppa svo í lok næstu viku / meiddir / í fríi: Kristján Orri - Matthías - Sindri Þ - Kristófer - Mikael Páll - Tryggvi - Hrafn - Davíð Þór - Hákon - Viktor G - Davíð Hafþór - Óskar - Emil Dagur.

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst á morgun, með allt dót, tilbúnir í slaginn.
Þeir sem eru ekki að keppa eru samt velkomir að kíkja á leikinn ef þeir eru lausir!

Síja,
Ingvi (2 hf) og Dóri (0 hf).

- - - - -

p.s. smá í sambandi við ferðina:

Frestur til að skrá sig í Spánarferðina rennur út næsta sunnudag 30. mars kl. 18:00. Skráningar sendist á ashildur@marel.is eða með því að svara þessum pósti. Einnig þarf að greiða staðfestingargjald kr. 25.000 fyrir 2. apríl n.k. Þeir sem ætla að greiða með kreditkorti þurfa að gefa upp kortanúmer, gildistíma korts auk kennitölu og nafn korthafa. Annað hvort að senda upplýsingar í pósti eða hringja í síma 895-9240.

Reikningur til að leggja inn staðfestingargjaldið er:
1110-26-010708, kt: 100962-2769 (vinsamlegast senda kvittun á sama netfang).

Ath. miðað við ástandið á gengismarkaðnum núna mun ferðin hækka í samræmi við það.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband.
F.h. flokksráðs og þjálfara.
Áshildur (ashildur@marel.is - 895-9240).

- - - - -

Fim!

Jamm.

Alles klar - engin svaka leikur í gær, en Ísland náði samt að klára dæmið. Svo náði Beckham landsleik nr.100. En við æfum í kvöld, fimmtudag, síðasta æfing fyrir leikinn á laug:

- Æfing - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Tökum smá hlaup á undan (ekki gott að vera í takkaskóm), en svo eigum við að hafa allann völlinn, yrði ekki leiðinlegt ef við yrðum 22 (og ekki með þjálfara í markinu)! Mæti svo með twei sports drinken!

Sjáumst sprækir,
Ingvi og Dóri

- - - - - -

miðvikudagur, 26. mars 2008

Mið!

Ble.

Nokkuð nett í gær fyrir utan að veðrið var "nasty"! Gula úlpan mín var alla veganna ekki að gera nógu gott mót. Svo sagði engin; "nett regla" í spilinu :-( En þurfum að vinna í henni áfram og vera með hana oftar.

Frí í dag, miðvikudag. Smessa á nokkra til að mæta á A hóps æfingu. En svo er líka Slóvakía - Ísland í kvöld. Takið fjölmenni og kíkið á ísland taka etta!

Svo er æfing á morgun, fimmtudag, og B lið v ÍR á laugardagskvöld.
Heyrumstum,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

- Síðasti sjens að borga fimleikana á morgun!
- Fáum vonandi að kíkja inn í testin á sunnudag!
- Það er powerade fyrir rétt húðflúr-gisk, sem og halda oftast á lofti með veikari læri á morgun!


- - - - -

Utanlandsferðin!

Æfingaferð til Albir á Spáni júní 2008 !!

Kæru iðkendur 3. flokks, foreldrar og forráðamenn!

Undanfarnar vikur höfum við verið að skipuleggja æfingaferð fyrir flokkinn. Margt hefur verið skoðað og niðurstaðan er vikuferð til Albir á Spáni. Það sem var lagt til grundvallar var að þetta væri æfingaferð til undirbúnings fyrir átök sumarsins því leituðum við að góðri æfingaaðstöðu fyrir daglegar æfingar, 3-4 æfingaleiki við góð lið, ferð í júní, auk aðstöðu til að gera sér eitthvað til skemmtunar.

Flogið verður til Alicante og farið með rútu til Albir þar sem gist er á íbúðahótelum 3-4 saman í íbúð. Fullt fæði er á staðnum.

Þetta er sama staðsetning og yngra árið fór til í fyrra.

Kostnaður ferðarinnar er um kr. 100.000 + gjaldeyrir.

Við erum í samningaviðræðum varðandi verðið á fargjaldinu – erum að reyna að lækka það og því er dagsetningin ekki alveg niðurnelgd – verður annað hvort: 12.-19. júní eða 14.-21. júní.

Við þurfum hins vegar að biðja ykkur að skrá ykkur í ferðina og mjög fljótlega að greiða inn á hana. Skráningar sendist á ashildur@marel.is sem fyrst.

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og hefur verið í vetur þ.e. æft í tveimur hópum með sitt hvorum þjálfaranum. Auk þess fara með tveir fararstjórar. Það eru þeir Grétar Jónasson og Steinar Harðarson.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við Áshildi í síma 895-9240 eða sendið póst ashildur@marel.is

Með bestu kveðju,
F. h. foreldraráðs og þjálfara 3. flokks
Áshildur og Örnólfur

mánudagur, 24. mars 2008

Þrið!

Sælir.

Hvað segja menn þá! Hljótið að vera orðnir vitlausir á hangsi og svoleiðis! Skelfileg úrslit á sun fyrir flesta í flokknum (hjá liverpool sko) - þvílíkur skandall að láta reka sig svona út af. Svo varði Reina massa vel svona fimm sinnum, en klikkaði alveg á fyrirgjöfunum. En svona er etta.

Við byrjum aftur í dag, þriðjudag, degi fyrr en skólarnir. A hópur byrjaði reyndar í gær.

- Æfing - Þrið - B hópur - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Tökum þráðinn þar sem frá var horfið. Meiddir menn vonandi komnir í stand. Næstu leikir eru svo á laugardaginn kemur v ÍR! Kíkið svo á listana hér fyrir neðan - þurfum að klára það "kaffi"!

Sjáumst sprækir,
Ingves og Dórinho.

- - - - -

1. Eftir að borga fimleikana - 2000kr - borgist á næstu æfingu (það kemur að því strákar að ég sendi menn heim): Daði Þór - Hákon - Addi - Kommi - Kristó - Tryggvi - Matti - Mikki - Orri - Jóel - Sindri - Stebbi - Kobbi - Viktor G - Tolli (1000kr) - Davíð H (1000kr).

2. Eftir að klára testin í fimleikasalnum (fáum vonandi tíma í vikunni): Addi - Gummi A - Krissi - Jóel - Emil D - Jónmundur - Sindri - Kobbi - Flóki - Davíð H - Daði Þór.


3. Næstu test hjá okkur: Þolpróf (ft.) +Finishing.

- - - - -

miðvikudagur, 19. mars 2008

Páskafrí!

Jó jó.

Það er skollið á nokkurra daga páskafrí :-)

Flott mæting í morgun í Laugar * og tóku menn vel á því. Menn gæddu sér á sammara og kók og svo tók Úlli páskaeggið í happdrættinu.

Mæli með að menn hreyfi sig eitthvað í fríinu. Taki skokk, sund eða einhvern bolta. Sparkvöllurinn lítur ansi vel út. Svo er svaðalegur leikjadagur á páskadag í enska.

Hafið þið annars massa gott. Ekki missa sig í eggjaáti (bara 1 stk eins og hjá kallinum)! Byrjuðum nokkuð vel í Rvk mótinu - verðum bara stuð að halda áfram á þeirri braut.

Gleðilega páska.
Ingvi og Dóri.

* vantaði bara að heyra frá: jóel, flóka, hrafni, starka, antoni s, jónmundi, viktori g og gumma.

- - - - -

Leikur v Fylki - þrið!

Jess.

Síðasti leikurinn í "törninni" við Fylki var í gær, töpuðum með einu marki í miklum markaleik. Margt hefði mátt vera betur og ég veit að þið erum sammála að með meiri aga og undirbúning hefðum við klárað leikinn. En allt um hann hér:

- - - - -

Mótherjar: Fylkir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.

Dags: Þriðjudagurinn 18.mars 2008.
Tími: kl.17.00 - 18.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Jón Braga, og já, Danni Örn og Kommi á línunni - bara nokkuð nettir miðað við fyrsta skiptið.
Aðstæður: Nokkuð nett veður og völlurinn fínn.

Úrslit: 5 - 6.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Mörk: Davíð Þór - Arnar Kári 3 - Dagur Hrafn.
Maður leiksins: Arnar Kári.

Liðið:

Krissi í markinu - Viktor og Orri bakverðir - Úlli og Sindri miðverðir - Matti og Hákon á köntunum - Arnar Kári, Sigurður T (4fl) og Hrafn á miðjunni - Davíð Þór einn frammi. Varamenn: Jakob Fannar, Magnús Helgi (4fl) og Dagur Hrafn (4fl).

Frammistaða:

- Slugs, tek það á mig (langt síðan þetta hefur komið!)

Almennt um leikinn:

Í heildina vantaði meira skipulag hjá okkur og það að reyna að ná stjórn á leiknum. Við vorum alltaf of mikið að bomba boltanum eitthvert fram og vona að hann myndi lenda á okkar manni!

Menn verða að vera búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera við boltann áður en þeir fá hann - við missum hann ansi oft eftir svoleiðis mistök.

Þeirra mörk voru sum af ódýrari gerðinni - en við gerðum samt vel að skora fimm mörk - og hefðum léttilega getað bætt við í lokin.

En ég hefði viljað sjá suma æfa betur vikuna fyrir leikinn - við erum með svo flottann hóp, synd að svo margir séu bara með æfingasókn upp á 60%. Lögum það og þá erum við í fínum.

- - - - -

mánudagur, 17. mars 2008

Mið!

Yess.

Töpuðum með einu marki í miklum markaleik áðan. Margt gott en (gömul lumma, ég veit) ef menn hefðu æft eins og vitleysingar síðustu viku hefðum við pottþétt klárað þá. En það er svo bara næsti leikur.

En við tökum síðustu æfinguna fyrir páska niður í Laugum og það snemma :-)

- Æfing - Laugar - kl.9.00 - 11.30.

Við hittumst í afgreiðslunni í Laugum - Þið verðið 2 og 2 (eða 3 og 3) og fáið plastað plan frá mér og hömrum svo á tækjunum. Dettum svo í pott ef menn eru í stuði og endum svo að borða allir saman (+ tökum páskaeggjahappdrætti).

Það kostar 500kr inn (nema þið eruð með kort) og svo geta menn fengið sér boost, samloku, hlaðborð ofl.

Siðasta æfing fyrir páska, mætum alles!
Síja,
Ingvi "80kg í bekk" og co.

p.s. tökum samt ekki bekk flóki!
p.s.s. það þarf einhver að vekja jóel og draga hann á staðinn!

- - - - -

Þrið!

Jamm.


Á morgun, þriðjudag, klárum við "törnina" við Fylki - C liðið keppir við þá kl.17.00 á gervigrasinu okkar - en aðrir mæta svo á æfingu á venjulegum tíma:

- C lið v Fylki - Mæting kl.16.20 niður í Þrótt - Keppt frá kl.17.00 - 18.20:

Starting team: Kristján Orri í markinu - Hákon og Viktor B bakverðir - Úlfar Þór og Sindri Þ miðverðir - Arnar Kári, Jakob Fannar og Hrafn á miðjunni - Davíð Hafþór og Stefán Tómas! á köntunum - Davíð Þór frammi. Varamenn: Matthías - Orri (útispilari)+ 3 leikmenn í 4.fl.

- Æfing hjá öllum öðrum - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Spilum í rauðu og hvítu og hitum upp í rauðu! Tökum vel á þessu og klárum dæmið.
Sjáumst svo hressir,
Ingvi, Dóri og Örnólfur.


- - - - -

sunnudagur, 16. mars 2008

Páskaplanið!

Sælir dreng.

Hér fyrir neðan er planið næstu þrjá daga. Við tekur svo 6 daga páskafrí með tilheyrandi páskaeggjagúffi!

B liðið tapaði naumlega fyrir Fylki í dag, 2-3. Urðum að fresta C liðs leiknum fram á þriðjudag þar sem að okkur vantaði um 13 leikmenn. Skrifa það sem tilviljun en væri til í að það myndi ekki endurtaka sig aftur!

Sjáumst á morgun, mánudag:

- Mán 17.mars: Æfing - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30 (aðeins fyrr en vanalega).

- Þrið 18.mars: C liðs leikur v Fylki kl.17.00 + Æfing hjá öðrum kl.18.30.

- Mið 19.mars: Tími í Laugum kl.9.00, (pottur) og sameiginlegt gúff :-)

- Fim 20.mars - Þrið 25.mars: Páskafrí!

Auglýsi allt nánar, nema morgundaginn.
Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Mætum svo eins og menn fyrir páska.

Aight,
Ingvi og Dóri

- - - - -

fimmtudagur, 13. mars 2008

Leikur v Fylki - sun!

Já.

Við byrjuðum Reykjavíkurmótið á hörkuskemmtilegum leik í gær. Þrátt fyrir smá vesen í undirbúningnum fyrir leikinn þá stóðum við okkur vel og hefðum átt að fá alla veganna stig út úr honum. En allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Fylkir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 16.mars 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Valli og Trausti, þokkalegasta par.
Aðstæður: Bilað gott veður og völlurinn skárri en oft áður.

Úrslit: 2 - 3.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Mörk: Flóki - Seamus (4.fl).
Maður leiksins: Starkaður.

Liðið:

Snæbjörn í markinu - Viktor G og Starki bakverðir - Jónmundur og Guðmundur Andri miðverðir - Símon og Kommi á köntunum - Tolli og Jóel á miðjunni - Flóki og Danni frammi. Varamenn: Viktor B, Viðar Ari og Seamus.

Frammistaða:

Snæbjörn: Klassa hálfleikur - kom vel út á móti og át allt.
Viktor G: Þvílíkt flottar 80 mín - öruggur og með fínar sendingar.
Jónmundur: Virkilega flottur leikur - en þarf að fara opna munninn meira.
Gummi: Flottur þrátt fyrir ca.50 mín í A liðs leiknum.
Starki: Á milljón allann leikinn - varði örugglega 15 skot - vantaði aðeins upp á touchið en kom ekki að sök.
Kommi: Flottur leikur, hélt boltanum samt full mikið á köflum.
Símon: Var stundum of mikið í "ballwatching" og vantaði að láta meira heyra í sér. En barðist vel og átti fínar rispur.
Tolli: Virkilega duglegur og með góða yfirferð - en vantaði að vanda sumar sendingar.
Jóel: Virkilega góður leikur á miðjunni - lét boltann rúlla vel og var með fínar staðsetningar.
Flóki: Hættulegur frammi og kom sér í fullt af færum - hefði samt átt að setja þrennu í dag!
Danni Ö: Duglegur - fann félagana yfirleitt vel, sérstaklega eftir að hafa fengið boltann með manninn í bakinu.

Orri: Varði oft virkilega vel - spurning með mörkin þrjú! - hefði alla veganna tekið eitt af þeim hefði hann verið með fulla mætingu í vikunni.
Viktor B: Fín innkoma, og var góður þrátt fyrir smá væl út af mjöðminni.
Viðar Ari: Flottur á vinstri kantinum, byrjaði rólega en kom sér svo meira inn í leikinn.
Seamus: Snilldar innkoma - fór í mennina á fullu og gaf ekki tommu eftir. og setti nett mark, hefði getað sett annað!


Almennt um leikinn:


Við vorum algjörir klaufar að vera ekki búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fengum hvert dauðafærið á fætur öðru - veit ekki hve oft við skutum beint í reyndar mjög góðan markmann fylkis.
Vörnin var góð en hefði mátt vera aðeins þéttari. Vantar enn að menn stjórni félaganum meira - við vorum stundum að fá boltann yfir okkur - hefði verið hægt að sleppa við það bara með því að segja t.d.; "Starki: bakkaðu aðeins"!

Við misstum boltann soldið oft á miðsvæðinu, og þeir fengu þar með skyndisóknir. En ég var samt ánægður með spilið, létum boltann oft rúlla massa vel og í fáum snertingum. Miðað við að okkur vantaði einhverja menn, æfingarnar í vikunni voru lala og að við vorum að spila við sterkt lið - þá hljótið þið að sjá að við getum gert góða hluti í þessu Reykjavíkurmóti.

- - - - -

Leikir v Fylki - sun!

Hey.

Hérna koma mætingartímarnir á morgun, sunnudag - allt klár. Mætum ready og byrjum mótið almennilega:

- A lið v Fylki - Mæting kl.11.30 niður í Þrótt - keppt frá kl.12.30 - 13.50:

A hópur + Flóki og Guðmundur Andri.

- B lið v Fylki - Mæting kl.13.10 niður í Þrótt - keppt frá kl.14.00 - 15.20:

3 leikmenn úr leiknum á undan (þar á meðal markmaður) + Anton Sverrir - Jóel - Kormákur - Þorleifur - Daníel Örn - Starkaður - Viktor G - Jónmundur + Símon - Viktor Berg - Orri - Sindri Þ.

- C lið v Fylki : Frestaður þanngað til að mán eða þrið!!

- Komast ekki: Stefán Tómas - Kristófer - Tryggvi - Emil Dagur - Kristján Orri - Davíð Hafþór - Óskar - Mikael Páll - Jakob Fannar - Úlfar Þór - Davíð Þór - Arnar Kári.

Urðum að fresta C liðs leiknum þar sem að okkur vantaði um 13 leikmenn í dag - Menn veikir, meiddir, í útlöndum, í veislu eða vinnu.

Mæta með allt dót, hvítir sokkar og hvítar stullur (menn mega líka keppa í 3/4 buxum og svo er líka gott að vera í "gammosíum"). Og við hitum upp í rauðu það er alveg á tæru (redda sér ef menn eiga ekki rauða peysu).

Sjáumst svo eldhressir,
Þjálfarar

- - - - -

Laug + Sun!

Sælir meistarar.

Hefði viljað taka æfingu á morgun, laugardag, þar sem að mætingin áðan var heldur slök - ég tek líka á mig mikla seinkomu!

En það er mikið að gerast á vellinum, fjórði flokkur með þrjá leiki, og svo er mfl leikur um morguninn (reyndar á kr velli). Þannig að... það er frí á morgun, laug. En mætum í góðu standi í leikina á sunnudaginn (þeir sem ekki hafa hreyft sig síðan á þriðjudag verða samt að taka 25 mín hlaup á morgun). Planið á sun er svona:

A lið v Fylki kl.12.30
B lið v Fylki kl.14.00.
C lið v Fylki kl.15.30.

Keppt á gervigrasinu okkar - Mæting 50 mín fyrir - Ég set liðin upp á morgun - Allir klárir hér að neðan - Það má ekki mikið út af bera (úlli dobblar verkstjórann - hrafn og starki fiffa fermingartímann. Stebbi T, Óskar og the Twins úti, mikki og emil meiddur).

Klárir: Arnar Kári - Anton S! - Daníel Örn - Davíð Þór - Guðmundur Andir - Hákon - Hrafn - Kormákur - Kristján Orri - Matthías - Orri - Jóel - Sindri - Viktor Berg - Úlfar Þór - Þorleifur - Davíð Hafþór - Flóki - Jakob Fannar - Jónmundur - Símon - Starkaður - Viktor G.

Ok sör.
Ingvi og Dóri

p.s. heyri í tveimur að mæta á a hóps æfingu á morgun!
p.s.s. heyrum kannski í 2-4 að taka línuna í fjórða (það má smessa og bjóða sig fram)!


- - - - - -

Fös!

Ble.

Föstudagur - koddu með það.

Ef við orðum það vægt þá ... verður annað dómaranámskeið í næstu eða þarnæstu viku! Vonandi var gaman á árshátíðinni - og vonandi eru allir heilir eftir skíðaferðina í Langó!

Og veit ekki alveg af hverju yngra árið skilaði sér ekki í höllina (og létu mig ekki) - Kem til með að ræða það við menn í kvöld!

En það er sem sé æfing hjá öllum í kvöld, föstudag, en æfum samt í hópunum:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.17.30 - 19.00.

Eigum þrjá leiki v Fylki á sunnudaginn - verðum að hafa alla klára í þá leiki, en veit samt um einhver forföll (stebbi t + the twins eru að fara erlendis - mikki meiddur). Látið mig vita ef fleiri komast ekki!

Planið fram að páskum verður svo klárt fljótlega. Og munið að sækja og borga klósettpappírinn í dag (milli kl.17.00 og 19.00).

Sjáumst í kvöld,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

sunnudagur, 9. mars 2008

Fim!

Sælt verið fólkið!

Eldra ár: Í dag, fimmtudag, er unglingadómaranámskeið fyrir eldra árið - það er haldið í sal KSÍ (í stúku Laugardalsvallar) kl.17.30 - 19.30. Það er algjör skyldumæting á þetta - fundinn verður annar tími fyrir þá sem ekki komast - allir klára þetta dæmi. Bara mæta með góða skapið, veitingar verða í boði. 3.fl kvk, 2.fl kk og kvk verða líka á staðnum, auk einhverra foreldra. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í dómgæslu - Elstu flokkarnir í félaginu eru sem sé skyldugir til að mæta á þetta námskeið og er það hluti af starfinu hjá Þrótti.

Yngra ár: Ég er svo búinn að tala við Óskar handboltaþjálfara um að allir aðrir* á yngra ári í B hópi mæti á handboltaæfingu. Hún er kl.17.00 - 18.00 í höllinni - láta sjá sig þar og taka á því! (geymum tiltektina).

Allir æfa svo á morgun, föstudag. Og þá er líka afhending á á klósett- og eldhúspappírnum - frá kl. 17.00 – 19.00 - vera klárir á því.

Ok sör,
Sjáumst í dag.
Þjálfarar

p.s. veit af árshátíðinni í laugó, en menn geta hugsanlega mætt í einn og hálfan! Veit líka af skíðaferðinni, en held að menn verði komnir fyrir fimm!

* : Anton S - Danni Ö - Gummi A - Hákon - Hrafn - Matti - Mikki (meiddur) - Orri - Sindri - Stefán K (meiddir) - Viktor B - Úlfar - Þorleifur. Held að allir aðrir séu að æfa handbolta og mæta því hvort sem er :-)

- - - - -

Mið!

Jó jó.

Létt og laggott í gær, en menn fengu vonandi eitthvað út úr æfingunni. Antone og Stebbi rændu gatorade-unum. Og af gefnu tilefni: ca.10 manns komu of seint í gær - trúi ekki að menn séu svona "busy" - lögum þetta strákar, það er lítið mál.

Það er frí í dag, miðvikudag, hjá B hóp, en æfing á vanalegum tíma hjá A hóp. Nokkrir verða boðaðir á þá æfingu.

Minni svo á:

- Það hljóta fleiri að vilja selja klósettpappír! Enn sjens að láta okkur vita. Svo afhent á laugardaginn.
- Enn slatti eftir að borga fimleikana.

Á morgun, fimmtudag, er svo dómaranámskeið hjá eldra árinu, og tiltektardagur hjá yngra árinu niður í Þrótti! Dómaranámskeiðið byrjar 17.30 í sal KSÍ, tiltektin aðeins fyrr (betur auglýst á morgun).

Verðum í bandi,
Ingvi og Dóri

p.s. ekki leiðinlegt:



- - - - -

Þrið!

Jebba.

Eigum við að ræða hvað var kalt í gær! En flott mæting, sem verður vonandi út vikuna. Æfum allir saman í kvöld, þriðjudag, fyrir utan nokkra á eldra ári sem keppa með 2.flokki B! Sprettum svo heim að sjá Liverpool klára dæmið :-)

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Skiptum örugglega í þrjá hópa og förum í nokkur atriði.

Minni á 2000kr fyrir fimleikana, og allir að taka svo frá fimmtudag kl.17.30 - dómaranámskeið hjá okkur og öðrum flokk.

Sjáumst hressir í kvöld,
Ingvi - Örnólfur og Dóri

- - - - -

laugardagur, 8. mars 2008

Mán!

Jamm.

Það er æfing í dag, mánudag. Ætlaði að hafa hana í fyrra fallinu og fara á hlaupabrautina við Laugardalsvöll í smá hlaupatest, en hún er þakinn snjó, þannig að við verðum að geyma það (hatið það ekki).

Þannig að við verðum í "aften" á gervi - tökum góða æfingu:

- Æfing - Gervigrasið - kl.19.30 - 21.00.

Veit af handboltagaurum, en nett ef þeir myndu alla veganna mæta í spilið ca.20.15!
Kem svo með miða um ferðina.

Sjáumst í kvöld,
Ingvi og Dóri

- - - - -

p.s. Fyrirhuguð utanlandsferð!

Eins og vonandi flestir vita þá er stefnt að því að fara með allann flokkinn í æfingaferð erlendis í byrjun júní. Um er að ræða sama stað og í fyrra og á svipuðum tíma! Sem sé:

- Spánn – Albir.
- Dagarnir 14 – 21.júní.
- Áætlað verð er um kr.100.000.-
- Gist verður á íbúðahóteli, fullt fæði innifalið.
- Ferðin mun byggjast á æfingum og leikjum, auk skoðunar– og skemmtiferðum.

Mjög mikilvægt er að leikmenn ræði þetta heima fyrir og kynni fyrir foreldrum - og geta svo svarað því hvort þeir fari með (þegar þörf er á staðfestingu - fljótlega). Miði með nánari upplýsingum kemur seinna í vikunni.

Heyrið endilega í okkur ef það er eitthvað.
Kær kveðja, Foreldraráð og þjálfarar

Vikan!

Jamm.

Helgina góð? Einn sigur og eitt tap hjá mfl á Akureyri. En aðal leikur helgarinnar var Þróttur v Fram hjá A liðinu í gær. 4-0 sigur hjá okkur og er það algjör snilldar byrjun á mótinu.

Nú ætlum við virkilega að taka á því í vikunni. Hér fyrir neðan er vikuplanið sem ætti vonandi að haldast. Lágmark mæting á 2 af 4 til að spila leikinn á sunnudaginn nema eitthvað sérstakt kemur upp á. Breiðabliksleikirnir klikkuðu, þannig að menn mætta vonandi því meira hungraðir í leikina á sunnudaginn kemur.

Svona lítur vikan út:

Mán - Hlaupatest + sparkvöllur. Mæting kl.17.00 niður í Þrótt.

Þrið - Æfing, allir. Gervigrasið kl.18.30 - 20.00 (+ liverpool v inter í meistaradeildinni).

Mið - Frí.

Fim - Dómaranámskeið niður í Þrótti kl.17.30.

Fös - Æfing, gervigrasið. tímasetning kemur síðar.

Laug - Frí (hugsanleg spilæfing).

Sun - Leikir v Fylki í Rvk mótinu, gervigrasið í Laugardal. kl.14.00 og 15.30.


Alles klar.
Sjáumst sprækir á morgun.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

Helgin!

Sælir.

Nokkur atriði:

- Það er skollið á helgarfrí í B hóp. A hópur æfir samt í dag, laug, og keppir sinn fyrsta leik í Rvk mótinu á morgun, sun, v Fram á útivelli. Hugsanlega verða einhverjir boðaðir á æfingu í dag!

- Hrafn, Starki, Flóki, Úlli, Viktor B, Óskar, Davíð Þór og Símon eru búnir að borga fimleikana, aðrir eru beðnir um að koma með 2000kr á næstu æfingu - ekki gleyma því strákar!

- Klósettpappírinn verður ekki afhendur fyrr en eftir (laugardaginn 15.mars)- þannig að menn geta enn látið okkur vita eða bætt við sig í vikunni. Svo verða vonandi fullt af fleiri fjáröflunum!

- Athuga svo með bónuspeningana ykkar og læt ykkur vita á mánudaginn!

- Á mánudagsæfingunni fáið þið allar upplýsingar á blaði um fyrirhugaða utanlandsferð flokksins í sumar (báðir hópar).

- Mfl keppir tvo leiki um helgina á Akureyri - skylducheck á textavarpinu!

- Lala mæting í gær í Langó og í bíó - reyndar samfés og sumir að vinna. En endilega komið með fleiri hugmyndir um félagslegt dót, fyrst bíó er ekki nógu spennó! Annars bar undirritaður af í körfunni eins og vanalega!

Hafið það svo gott um helgina.
Svo bara vika í páskafrí, og stutt í fyrsta leik í Rvk mótinu.
Sjáumst á mánudaginn,
Ingvi og Dóri

- - - - -

föstudagur, 7. mars 2008

Fös!

Heyja.

Það er tvennt í gangi í dag, föstudag - tökum körfuboltaþema á "etta":

- Útihlaup + körfuboltamót B hóps - Íþróttahús Langó - kl.16.00 - 17.30.

- Bíóferð - myndin Semi-pro með Will Farrell - Laugarásbíó - 600kr + hugsanlegur díll á poppi - kl.18.00 - 19.45 (vera mættir aðeins fyrr).



Muna eftir öllu dóti - auka sprettur ef menn koma ekki með hárband! Vona að allir komist, en ef menn eru meiddir eða uppteknir fyrr um daginn þá væri samt snilld að sjá menn í bíó-inu.

Svo tekur við helgarfrí og loks undirbúningur fyrir fyrsta leik í Rvk-mótinu (sun 16.mars).

Sjáumst hressir,
Ingvi Pippen og Dóri Barkley

- - - - -

feitt p.s.

Við verðum að fresta afhendingu á wc pappírnum um viku. Menn geta því bætt við pöntunum fram á miðvikudag :-)

- - - - -

Æfingaleikir v 4.fl kk - fim!

Yess.

Hafði planað að þeir sem ekki kepptu í gær á móti mfl kvk myndi taka þennan leik á móti sterki B liði 4.flokks - en þar sem að það voru tvær árshátíðir í gangi riðlaðist það plan aðeins, og sumir spiluðu því aftur í dag. En hér er allt um leikinn:

- - - - -

Mótherjar: 4.fl kk B lið.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið / C lið.

Dags: Fimmtudagurinn 5.mars 2008.
Tími: kl.18.00 - 19.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Ingvi og Dóri - úrvalsdeildarklassi.
Aðstæður: Ekki nógu spes, en völlurinn slapp vel.

Úrslit: 5 - 1.
Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Mörk: Guðmundur Andri - Danni Örn 2 - Kormákur - Hrafn.
Maður leiksins: Úlfar Þór.

Liðið:

Orri í markinu - Gummi aftastur - Viktor G og Jónmundur stopperar - Matti og Emil Dagur á köntunum - Jakob Fannar, Hákon og Úlli á miðjunni - Hrafn og Daníel Örn frammi. Varamenn: Kormákur og Kristófer.

Frammistaða:

Menn voru ekki á fullu gasi í dag - ekki margir sem geta sagst hafa verið á hundrað - en vörnin var aftur þétt - og Úlli öflugastur á miðjunni.

Almennt um leikinn:


Mér fannst þeir spila boltanum betur - við tökum alltaf of margar snertingar á boltann og látum hann ekki ganga alveg eins og við viljum. Erum soldið í "hátt og langt"!
En við vorum að spila 3-5-2 þannig að það hafði hugsanlega eitthvað að segja. Hornin okkar voru virkilega góð í dag, flottir boltar hjá Úlla.

- - - - -

fimmtudagur, 6. mars 2008

Fim!

Sæler.

Þetta lítur þá svona út í dag, þeir sem hafa áhuga á að taka alla veganna hálfleik smessa á mig, en annars segi ég bara góða skemmtun á árshátíðunum.

- Æfingaleikur v 4.fl kk - Mæting í klefa 2 niður í Þrótti kl.17.30 - keppt kl.18.00 - 19.00:


Orri - Emil Dagur - Daníel Örn - Hrafn - Hákon - Tryggvi - Matthías - Viktor G - Jónmundur - Kristófer - Jakob Fannar - Kormákur - Guðmundur Andri - Úlfar Þór.

Orri massa öxlina, og nokkrir taka sem sé tvo leiki í röð!
So gúff og bíó, skokk og bíó eða púl og bíó á morgun :-)

Sjáumst sprækir,
Ingvi og Dóri.

- - - - -

p.s. það er enn sjens að selja WC pappír - best er að meila beint á pabba símonar (steinar: steinarh@hnit.is), og nóg að borga það bara þegar þið sækið hann á laugardaginn.

Efniskostnaður fyrir hverja sölueiningu (48 rúllur klósettpappír og 24 rúllur eldhúspappír) er kr. 1000,-. Fyrir vandaðri klósettpappír (400 blöð á rúllu) er efniskostnaður kr. 1750,-. Greiða þarf efniskostnað í síðasta lagi við móttöku á laugardag. Hægt er að leggja inn á reikning 1129-5-002971, kt. 080444-3629. Munið að setja skýringu við greiðslum þ.e. nafn drengs! Pappírinn verður sem sé afhentur niðri í Þrótti milli kl. 12,30-15,00 núna á laugardaginn.

Æfingaleikur v mfl kvk - mið!

Jess.

Mfl kvk vantaði leik og heyrði í okkur - við mættum með sterkt B lið til leiks og kláruðum leikinn örugglega, en samt vorum við ekki að spila eins og við eigum að gera. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Mfl kvk.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Miðvikudagurinn 5.mars 2008.
Tími: kl.20.30 - 21.45.
Völlur: Leiknisgervigras.

Dómari: Ingvi (svaðalegur þrátt fyrir að svara í síminn einu sinn) og Kitta í fyrri, og svo Dóri (í gallabuxum) sóló í seinni.
Aðstæður: Geðveikt fótboltaveður, völlurinn góður, fljóðljós og smá raki.

Úrslit: 6 - 0.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.
Mörk: Flóki 2 - Tolli - Kommi - Símon - Viktor G.
Maður leiksins: Anton E.
Liðið: Anton E í markinu - Viktor B og Viktor G bakverðir - Jónmundur og Úllli miðverðir - Stebbi og Tolli á köntunum - Danni Ö og Anton Sverrir á miðjunni - Flóki og Kommi frammi. Varamenn: Símon, Gummi, Starki og Orri.

Frammistaða:

Menn voru kannski ekki alveg á fullum krafti í dag - við verðum að venja okkur á að spila alltaf okkar bolta, allir á milljón og allir að spila fyrir félagann, sama á móti hverjum við erum að spila.

Allir í vörninni áttu nokkuð góðan dag, nema hvað það vantaði fullt upp á talið. Anton var öruggur í markinu en annars átti engin yfirburðardag!

Almennt um leikinn:
Við byrjuðum með miklum krafti og vorum komnir í 2-0 eftir 5 mín. Svo slökknaði aðeins á okkur. Við náðum ekki alltaf að spila snökkt á næsta mann, sumir tóku of margar snertingar - eitthvað sem við ætluðum að passa sérstaklega.

Við reyndum of oft að fara í gegnum miðjuna þeirra, það vantaði virkilega að tala með sendingum sem og í vörninni, það vantaði fleiri skot og fyrirgjafir í fyrri hálfleiknum og víddinn hefði mátt vera meiri.

En við bjuggum okkur samt til fullt af færum, sem við náðum ekki að klára alveg nógu vel. Við þurfum að finna okkar menn betur inn í teig andstæðingsins. En þetta er allt að koma.

- - - - -

þriðjudagur, 4. mars 2008

Leikir - mið/fim!

Sælir.

Við ætlum að taka leiki innan félags í dag og á morgun. Höfum ekki gert þetta áður en ég held að við höfum bara gott að þessu. Þeir sem keppa í kvöld, chilla á morgun, og svo öfugt (nema það verði forföll, þá taka sumir "double"). Er svo að plana "ekvað" gott kaffi á föstudaginn, og loks verða leikir v Breiðablik öðru hvoru megin við helgina.

En svona lítur þetta út:

- Miðvikudagur - Æfingaleikur v Mfl kvk - Mæting í dótinu kl.20.10 upp á Leiknisvöll - Keppt 20.30 - 21.45:

Orri - Þorleifur - Úlfar Þór - Kormákur - Viktor Berg - Stefán Tómas - Daníel Örn - Anton Sverrir - Flóki - Starkaður - Símon - Jakob Fannar - Viktor G - Jónmundur.

- Fimmtudagur - Æfingaleikur v 4.fl kk - Mæting í klefa 2 niður í Þrótti kl.17.30 - keppt kl.18.00 - 19.00:

Kristján Orri - Emil Dagur - Davíð Hafþór - Óskar - Hrafn - Hákon - Tryggvi - Matthías - Davíð Þór - Sindri Þ - Mikael Páll - Jóel - Arnar Kári - Kristófer.

Strákar, hendið í mig staðfestingu í gemsann eða í commenti (þann daginn sem þið keppið). Verið "samfó" upp í Breiðholt í kvöld - og vona að menn taki alla vegann fyrri hálfleik á morgun þrátt fyrir árshátíð!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi - 8698228 og Dóri.

- - - - -

p.s. það er enn sjens að selja WC pappír - best er að meila beint á pabba símonar (steinar: steinarh@hnit.is), og nóg að borga það bara þegar þið sækið hann á laugardaginn (ég klikkaði aðeins á þessu). Nokkrir búnir að vera duglegir - fleiri hljóta að panta!

Efniskostnaður fyrir hverja sölueiningu (48 rúllur klósettpappír og 24 rúllur eldhúspappír) er kr. 1000,-. Fyrir vandaðri klósettpappír (400 blöð á rúllu) er efniskostnaður kr. 1750,-. Greiða þarf efniskostnað í síðasta lagi við móttöku á laugardag. Hægt er að leggja inn á reikning 1129-5-002971, kt. 080444-3629. Munið að setja skýringu við greiðslum þ.e. nafn drengs! Pappírinn verður sem sé afhentur niðri í Þrótti milli kl. 12,30-15,00 laugardaginn 8. mars.

- - - - -

Þrið!

Ble.

Koddu með essa rigningu, til í það. Við æfum allir saman í kvöld, þriðjudag. Minnum líka á að skila wc tölum og peningum, þeir sem ætla að selja.

Ein og hálf vika í Reykjavíkurmótið - menn þurfa að æfa vel og sýna hvað í þeim býr. Við ætlum okkur að vera ofarlega í öllum riðlum. Það verða einhverjar breytingar á hópunum - tilkynnum um það fljótlega.

En æfum á venjulegum tíma og sprettum svo heim að sjá AC taka Arsenal:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00.

Sjáumst hressir,
Ingvi, Örnólfur og Dóri.

- - - - -

p.s. æfingin í gær - munum að láta vita ef maður kemst ekki:

- mættu sprækir (14): flóki - símon - viktor g - kobbi - emil - krissi - orri - danni ö - viktor b - hrafn - kommi - hákon - stebbi t - davíð þ.
- létu vita (7): mikki - kristó - tryggvi - matti - sindri + stefán k - anton h.
- ? (8): addi - jóel - úlli - davíð h - jónmundur - óskar - starki - Geiri!

sunnudagur, 2. mars 2008

Mán!

Yess.

Við æfum í dag, mánudag, en á óvenjulegum tíma! Vona að menn komist, knapt út af handboltanum, en þetta verður stutt og laggott:

- Æfing - Gervigrasið - kl.17.30 - 18.45.

Tökum góða upphitun, sendingaræfingar og svo þriggja liða brassabolta.
Þurfum svo að finna tíma fyrir þá sem eiga eftir að taka testin, svo verður þolpróf í vikunni, eitthvað félagslegt á föstudaginn og vonandi leikir um helgina.

Annars bara stemmari.
Síja,
Ingvi og Dóri.

p.s. best væri ef menn myndu skila fjölda wc pakkninga ásamt 1000kr fyrir hverja pakkningu, í kvöld. En það er líka hægt á morgun, þriðjudag. Menn voru vonandi duglegir að bjalla í fólk um helgina!

- - - - -

Mætingar!

Já.

Loksins gæti einhver hugsanlega sagt. Hérna eru janúar og febrúar mætingarnar. Set alla veganna feb hægra megin á bloggið við tækifæri.

Held að þetta ætti að vera nánast 100% tölur. Menn sjá alveg ef þeir þurfa að laga mætinguna sína. Auðvitað kemur alltaf eitthvað upp á, en ég er búinn að segja ykkur það og þið vitið það alveg sjálfir, að ef maður er í þessu á fullu á maður ekki að vera undir 75% í mætingu. Enda sést það líka á frammistöðu í leikjum.

Ég set þetta bara í stafrófsröð en ekki eftir hæsta o.s.frv. Og ég minni enn á að það er minnsta mál í heimi að meila á ykkur allann listann þannig að þið sjáið hvenær þið misstuð af æfingu/um.

Tökum svo allir mars mánuð með trompi og mætum "eins og ljónið"!
Ok sör.

- - - - -

Janúar:

Arnar Kári Ágústsson 9 - 45%
Daði Þór Pálsson 16 - 80%
Daníel Örn Wiium 14 - 70%
Davíð Þór Gunnarsson 14 - 70%
Hákon Jóhannesson 12 - 60%
Hrafn Úlfarsson 15 - 75%
Kormákur Marðarson 13 - 65%
Kristján Orri Jóhannsson 10 - 50%
Kristófer Másson 9 - 45%
Matthías Pálmason 12 - 60%
Mikael Páll Pálsson 17 - 85%
Orri Sigurðsson 13 - 65%
Sigurður Jóel Ingimarsson 8 - 40%
Sindri Þorsteinsson 17 - 85%
Stefán Tómas Franklin 14 - 70%
Tryggvi Másson 5 - 25%
Viktor Berg Margrétarson 15 - 75%
Úlfar Þór Björnsson Árdal 16 - 80%
Þorleifur Ólafsson 14 - 70% (+ einhverjar æfingar hjá a hóp).
Ásgeir 3 - 15%
Davíð Hafþór Kristinsson 8 - 40%
Emil Dagur Brynjarsson 7 - 35%
Flóki Jakobsson 18 - 90%
Jakob Fannar Árnason 12 - 60%
Jónmundur Þorsteinsson 12 - 60%
Óskar Ástvaldsson 15 - 75%
Símon Steinarsson 19 - 95%
Starkaður Hróbjartsson 11 - 55%
Viktor Guðjónsson 8 - 40%

20 skipti.

- - - - -

Febrúar:

Arnar Kári Ágústsson 10 - 50%
Daði Þór Pálsson 14 - 70% (+ einhverjar æfingar með a hóp).
Daníel Örn Wiium 13 + (+ 1 æfing með a hóp).
Davíð Þór Gunnarsson 15 - 75%
Hákon Jóhannesson 15 - 75%
Hrafn Úlfarsson 12 - 60%
Kormákur Marðarson 11 - 55%
Kristján Orri Jóhannsson 2 - 10%
Kristófer Másson 10 - 50%
Matthías Pálmason 15 - 75%
Mikael Páll Pálsson 12 - 60%
Orri Sigurðsson 14 - 70%
Sigurður Jóel Ingimarsson 10 - 50%
Sindri Þorsteinsson 10 - 50%
Stefán Tómas Franklin 10 - 50%
Stefán Karl Jónsson 1 - 5%
Tryggvi Másson 6 - 30%
Viktor Berg Margrétarson 18 - 90%
Úlfar Þór Björnsson Árdal 11 - 55%
Ásgeir 1 - 5%
Davíð Hafþór Kristinsson 9 - 45%
Emil Dagur Brynjarsson 7 - 35%
Flóki Jakobsson 16 - 80% (+ 3 æfingar hjá a hóp).
Jakob Fannar Árnason 8 - 40%
Jónmundur Þorsteinsson 8 - 40%
Óskar Ástvaldsson 13 - 65%
Símon Steinarsson 20 - 100%
Starkaður Hróbjartsson 8 - 40%
Viktor Guðjónsson 13 - 65%

20 skipti (sundferðin og spilakvöldið talið sem sér skipti).

- - - - -

Sun!

Jeppa.

Það er frí í dag, sunnudag. En hvetjum "audda" menn að kíkja upp í Egilshöll klukkan fimm og sjá Þrótt spila v Fram í mfl. Dóri verður alla veganna á svæðinu.

Hittumst svo örugglega á morgun, mán.
Og mætingarnar fyrir jan og feb koma inn í kvöld, annars verður bara spil næsta mánuðinn!

Laters,
Ingvi og Dóri

- - - - -