fimmtudagur, 31. júlí 2008
Verslunarmannahelgin!
Það er skollið á fjögurra daga helgarfrí. Þó nokkrir fóru í frí fyrr í þessari viku en mæta vonandi klárir í slaginn í næstu viku ásamt öllum öðrum.
Við hittumst allir aftur næsta þriðjudag, og þá nánast bókað á morgunæfingu :-)
Hvet menn til að hreyfa sig alla veganna tvisvar sinnum þessa fjóra daga. Lítið mál að taka hálftíma skokk, eða draga einhvern út í smá bolta.
Kjappinn verður á norðurlandi yfir helgina, prins og kók ef ég hitti ekurn!
En sé ykkur svo spræka eftir helgi.
Ingvi og co.
- - - - -
Fim!
Sorrý hvað þetta kemur seint, en við höldum okkur við það sem við ræddum um í gær, æfum seinni partinn (samt soldið snemma) - en svo er komið 4 daga frí!
- Fim - Æfing - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.16.30 - 18.00.
Verðum að hafa hana á þessum tíma, spurning hvort menn geti hætt aðeins fyrr í vinnunni (en annars tekið "session" sjálfir eftir vinnu)
Látið þetta annars berast vel - vantaði ansi marga í gær.
Annars bara fjör í kvöld.
Sé ykkur,
Ingvi og co.
- - - - -
þriðjudagur, 29. júlí 2008
Mið!
Frétti að menn hafi verið í ansi miklu stuði í leiknum í gær - greinilega lítil þreyta eftir Rey Cup. Förum betur yfir leikinn á æfingu í kvöld, sem og framhaldið í vikunni:
- Æfing - Mið - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.19.00 - 20.30.
Spáð svaðalegu veðri í dag - Spurning hvort Dóri verði í Nauthólsvík fram á kvöld.
Minni svo á myndasíðuna á rey cup síðunni, nokkrar nettar af okkur (líka ein nett hér).
Annars bara líf og fjör.
kv,
Ingvi og Dóri.
- - - - -
Íslandsmótið v Fylki - þrið!
Fyrsti leikur eftir Rey Cup - Menn greinilega ekkert þreyttir eftir mótið því við gersigruðum Fylkismenn að þessu sinni. Allt um það hér:
- - - - -
Mörk: Tryggvi 3 - Flóki 3 - Kormákur 4 - Anton Sverrir - Bjarki Steinn - Daníel Örn - Bjarki B 2.
Krissi í marki - Starki og Kobbi bakverðir - Kristó og Daði Þór miðverðir - Kommi og Bjarki Steinn á köntunum - Bjarki B og Anton Sverrir á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Arnar Kári, Tolli, Daníel Örn, Jóel og Sindri.
Það átti enginn slakann dag í dag!
Lítið annað hægt að segja en að allt hafi gengið upp - við kláruðum þá alveg og sigurinn stór!
sunnudagur, 27. júlí 2008
Þrið - leikur v Fylki!
Alles klar fyrir annað kvöld, einn leikur v Fylki á heimavelli. Vona að menn séu búnir að jafna sig eftir mótið og klárir aftur í slaginn. Við þurfum nefnilega að mæta alveg þvílíkt ready í þennan leik. Hérna er hópurinn, virkilega erfitt að velja, margir fyrir utan sem stóðu sig vel á mótinu.
- Leikur v Fylki - Mæting kl.19.00 niður í Þrótt - keppt frá kl.20.00 - 21.20:
Kristján Orri - Starkaður - Arnar Kári - Kristófer - Daníel Örn - Daði Þór - Jakob Fannar - Flóki - Anton Sverrir - Kormákur - Þorleifur - Bjarki Steinn - Tryggvi - Bjarki B - Jóel - Sindri.
Mæta á réttum tíma með allt dót. Undirbúa sig vel fyrir leikinn. Þetta er möst "win" fyrir okkur. Frí hjá öðrum en væri líka virkilega gaman að sjá sem flesta á leiknum, þó menn séu ekki að spila. Kjappinn verður að spila á Húsavík þannig að Dóri massar leikinn. Dómaramál eiga að vera í "orden" og veðrið verður víst "brilliant".
Svo er æfing hjá öllum á miðvikudaginn.
Aight,
Ingvi og Dóri.
- - - - - -
Mán!
Og takk fyrir síðast strákar. En back to buisness (fram að verslunarmannahelginni). Reyndar frí
í dag, mánudag. Ná sér ferskum eftir góða törn á mótinu.
Meistaraflokkur keppir reyndar í kvöld, kl.20.00 á Valbirni (ekki nóg að horfa á hann í sjónvarpinu jóel). Býst við ykkur öllum upp í stúku á honum, dressed in red, og ready að garga með Dóra og co.
Á þriðjudaginn er svo leikur v Fylki í Íslandsmótinu, alveg kominn tími að fá stig þar. Set hópinn inn á þriðjudagsmorgun (meiddir menn mega smessa á mig status) - annars er það chill og svo venjuleg æfing hjá öllum á miðvikudaginn.
Líf og fjör.
Ingvi og Dóri
djö... það er bæði eins og ég sé með sekk á myndinni og jafnstór og allir leikmennirnir - egillt ekki alveg að vanda sig í þessari, þarf að ræða við hann!

- - - - -
Rey Cup - Dagur 4!
Lokaleikirnir voru í dag, sunnudag - hörku innbyrðisleikur upp á þriðja sætið í B á Suddanum, þrátt fyrir að annað liðið hafi skorað öll mörkin. A liðið tapaði svo naumlega fyrir fram leiknum um 5.sætið.
- - - - -
- B1 v B2: 5 - 0 (flóki - tryggvi - stefán tómas - kristó - flóki).
- A lið v Fram: 1 - 3 (aron ellert).
- - - - -
Það kemur svo lokaskýrsla um mótið fljótlega, frammistöðu og fleira. En annars þakka ég ykkur kærlega fyrir mótið strákar - þetta var fjórða og þriðja mótið ykkar. Eldra árið verður eflaust í dómgæslu á mótinu á næsta ári, en yngra árið tekur sitt síðasta ár, vonandi með trompi. Einnig þakka ég liðstjórum fyrir alla hjálpina, sem og Dóranum. Svo voru audda fleirir foreldrar í vinnu á sjálfu mótinu.
Heyrumst seinna í vikunni.
Ingvi
- - - - -
laugardagur, 26. júlí 2008
Rey Cup - plan fyrir lokadaginn!
Náðum ekki að hafa fund í kvöld til að fara yfir morgundaginn - í staðinn skelli ég planinu hér á bloggið, auk þess að ég smessa á alla. Vona líka að menn verði duglegir að láta félagann vita.
- Við eigum innbyrðisleik kl.9.00 á Suðurlandsbrautinni. Menn mega ráða hvort þeir kíki í morgunmatinn upp í Langó, en það er algjör skylda að vakna á skynsamlegum tíma og næra sig. Allir eiga svo að vera mættir klárir kl.8.30 upp á Suðurlandsbraut. Meiddir menn taka því bara rólega - kíkja samt á leikinn og vera í peppinu.
- Eftir leik ætlum við að skola af okkur í sundi, þannig að muna eftir sund dóti og hreinum fötum til að fara í.
- A liðið á leik v Fram kl.10.00 á Framvelli (þannig að það er mæting 8.30 í morgunmat hjá þeim).
- kl.12.00 ætlum við að slútta mótinu allir saman á Pizza Hut. Kostar þúsara á mann - hlaðborð og læti :-)
- Úrslitaleikurinn í 3.fl er svo kl.13.00 og úrslitaleikurinn í 4.fl er kl.14.00, ef menn vilja kíkja á þá. Loks er verðlaunaafhendingin kl.14.45.
Endum mótið á flottum nótum saman strákar.
Sjáumst hressir í fyrramálið.
Ingvi og co.
- - - - -
Rey Cup - Dagur 3!
Þriðji dagurinn að lokum kominn - stóðum okkur virkilega vel í dag þó að sigur hafi ekki nást í öllum leikjum. Úrslit og markaskorar eru hér:
- - - - -
- A lið v FH: 0 - 1.
- B 1 v B 2: 2 - 3 (emil dagur - davíð hafþór - árni freyr - arnar kári - anton sverrir).
- B 2 v Keflavík: 1 - 1 (arnar kári).
- B 1 v ÍA: 0 - 1.
Svo kemur morgundagurinn á sérbloggi.
Líf og fjör.
Ingvi
- - - - -
föstudagur, 25. júlí 2008
Rey Cup - Dagur 2!
Tveir dagar búnir - 4 leikir í dag, margt gott í gangi en einungis 1 stig í hús! Úrslit og markaskorarar eru hér fyrir neðan, sem og dagskrá morgundagins og ein flott mynd!
- - - - -
- A lið v Fjarðarbyggð: 2 - 0 (ævar hrafn 2).
- A lið v College Georges Besse: 6 - 0 (ævar hrafn 4 - bolli 2).
- B 2 v Keflavík: 0 - 1.
- B 1 v ÍA: 3 - 3 (flóki 2 - tryggvi).
- B 2 v ÍA: 1 - 4 (davíð þór).
- B 1 v Keflavík: 0 - 3.
- - - -
Leikir morgundagins (laug) eru svo eftirfarandi:
- A lið v FH á Fram velli kl.11.00.
- B 1 v B 2 á ÍR velli kl.12.00.
- B 2 v Keflavík kl.16.00 á Gervigrasinu í Laugardal.
- B 1 v ÍA kl.17.00 á Gervigrasinu í Laugardal (reynum hugsanlega að fá þessum leik flýtt um klst).
Líf og fjör.
Ingvi og co.
p.s. hress mynd:

fimmtudagur, 24. júlí 2008
Rey Cup - Dagur 1!
Hérna koma úrslit og markaskorarar fyrir fyrsta daginn:
- A lið v ÍA: 0 - 1.
- B 1 v Keflavík: 1 - 3 (tryggvi).
- B 2 v ÍA: 0 - 1.
- B 1 v B 2: 3 - 3 (árni freyr - arnar kári - jóel - tryggvi - flóki 2).
- - - -
Leikir morgundagins eru svo eftirfarandi:
- A lið v Fjarðarbyggð kl.8.00 á Tungubökkum.
- B 1 v ÍA kl.11.00 á Tungubökkum.
- B 2 v Keflavík kl.10.00 á Tungubökku.
- A lið v College Georges Besse kl.12.00 á Framvelli.
- B 1 v Keflavík kl.17.00 á Suðurlandsbraut.
- B 2 v ÍA kl.16.00 á Suðurlandsbraut.
Sjáumst úti á velli,
Ingvi
miðvikudagur, 23. júlí 2008
Rey Cup!
Dreifing á Rey Cup blaðinu check (samt ekki nógu gott check).
Síðasta æfingin fyrir mótið check.
Fundurinn fyrir mótið check.
Rey Cup hefst á morgun, fimmtudag, og ætti allt að vera klárt. Menn búnir að fá leikjaplanið og alles. Allir eiga leik á morgun, A liðið keppir kl.9.00 v ÍA á Suðurlandsbraut - B 2 keppir einnig vi ÍA en kl.11.00 á Framvelli og loks keppir B 1 v Keflavík kl.12.00 einnig á Framvelli.
Við reynum svo að setja inn úrslit og markaskorara eftir hvern dag.
Annars segjum við bara góða skemmtun á mótinu, taka vel á því og hafa gaman.
Ok sör,
Ingvi og co.
- - - - -
þriðjudagur, 22. júlí 2008
Mið!
Fínasta æfing áðan, en söknuðum Dóra smá - myndaðist smá dauður tími inn á milli, finnst stundum vanta meiri ákefð á æfingarnar, vinnum í því. Flott mæting, 29 "in the house" og vissi af þremur. Held við endum ca. 32 á mótinu, í okkar tveimur B liðum (ekki þriggja liða dæmi að þessu sinni).
Þrennt að gerast á morgun, miðvikudag, allt mjög hresst:
- Dreifing - Allir sem eru ekki að vinna - Mæting niður í Þrótt kl.13.00.
- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.15.
- Rey Cup fundur - Allir - Frístundarheimilið í Langholtsskóla - kl.20.00 - 20.30.
Held að allt annað ætti að vera klárt, annars bara bjalla. Vona að allir geti kíkt og dreift Rey Cup blaðinu í eina/tvær götur (en kobbi coverar breiðholtið og danni árbæinn). Frístundarheimilið er í endanum á álmunni sem við gistum í í fyrra og hitti fyrra, hljótið að finna það (held samt að eldra laugó liðið finni etta ekki).
Sjáumst á morgun strákar,
Líf og fjör.
Ingvi (8698228) og co.
- - - - -
A lið: Anton E – Snæbjörn Valur – Aron Ellert – Bjarki B – Bjarki Þór – Bjarki Steinn - Bolli – Bjarmi – Daníel Ben – Jónas – Ævar Hrafn - Arnþór Ari – Guðmundur Andri - Kristján Einar – Kormákur - Jón Kristinn
B lið 1: Orri – Hreinn Ingi - Úlfar Þór – Daníel Örn – Tryggvi – Kristófer – Hrafn! - Viktor G – Jónmundur – Emil Dagur - Starkaður – Jakob Fannarc – Símon - Óskar - Davíð Hafþór - Flóki
B lið 2: Kristján Orri – Árni Freyr – Mikael Páll - Arnar Kári – Árni H – Anton Sverrir – Davíð Þór - Stefán Tómas – Þorleifurc – Sindri – Jóel – Daði Þór – Hákon - Viktor Berg – Sigvaldi Hjálmar – Valgeir Daði
Meiddir (en verða á svæðinu með okkur): Einar Þór – Matthías.
Komast ekki að þessu sinni: Guðlaugur Þór – Pétur – Ásgeir – Stefán Karl.
- - - - -
mánudagur, 21. júlí 2008
Þrið!
Skelli þessu inn, þannig að þið vitið morgundaginn áður en þið farið í vinnuna (loksins). B hópur æfir allur saman á morgun, þriðjudag, en A hópur keppir v Grindavík away.
- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.45 - 21.15.
Takið eftir breytingunni! Verðum á gervigrasinu í kvöld, skipun frá framkvæmdarstjóra, það verður að hvíla grasvellina fyrir mótið - við förum að sjálfsögðu eftir því.
Það eru sem sé tvær æfingar fram að Rey Cup, algjör skyldumæting á þær. Við tilkynnum örugglega liðin á æfingunni.
Svakalegur leikur áðan hjá mfl, þrjú stig í hús á móti fjölni, og alls 16 stig kominn.
Vonum svo að A liðið massi sinn leik.
Annars bara líf og fjör.
Sjáumst.
Ingvi og Dóri.
p.s. muna að leggja inn greiðslunni fyrir rey cup!!!
- - - - -
Mán!
Þokkaleg æfing í gær strákar. Vona að menn hafi fílað spil-systemið, sem Hákon rúllaði upp.
Það er frí á æfingu í dag, mánudag (þar sem að mfl er að keppa upp í Grafarvogi). Æfum svo þrið + mið, örugglega í liðunum eins og þau verða á rey-cup. En í kvöld er líka foreldrafundur varðandi mótið, hvetjið foreldra ykkar endilega að kíkja á hann, verður örstuttur:
- Foreldrafundur - Í stóra salnum niður í Þrótti - kl.19.00.
- Mfl v Fjölni - Fjölnisvöllur - kl.19.15.
Splæsi prins póló á þá sem sem ég sé á leiknum í kvöld!
Svo sjáumst við klárir á morgun, þriðjudag - æfum kl.19.30, örugglega á suddanum. Þá býst ég við öllum sem taka þátt í mótinu.
Ok sör.
Ingvi og Dóri.
- - - - -
sunnudagur, 20. júlí 2008
Sunnudagur!
Það er semsagt æfing á þríhyrningnum kl 18:00
Stefnum í pottinn klukkan 19:30 og svo er það pulsuvagninn ca 20:00
Taka með sunddót og muna eftir pening fyrir sundinu og pullunni.
Í pottinum er keppni í hver er í minnstu Speedo sundskýlunni. Bannað að vera í stuttbuxum yfir. - Powerade í verðlaun.
Okey, sjáumst þá.
föstudagur, 18. júlí 2008
Helgin!
Þó nokkurt flæði á leikmönnum í gær og í dag - en samt slatti sem mætti á báðar æfingar. 0 lét sjá sig út á seltjarnarnes að kíkja á kallinn :-/ melti hvort erfi það við ykkur, læt Dóra alla veganna hlaupa!
Það er frí á morgun, laugardag hjá okkur, en það verður seinnipartsæfing á sunnudag - ca.kl.18.00 (ekkert matarboð). Set staðfestan tíma og völl inn um miðjan dag á sun. Líka hægt að smessa á mig ef menn eru út úr bænum.
Annars bara líf og fjör.
5 dagar í Rey Cup.
Góða helgi.
Ingvi og Dóri.
- - - - -
Fös!
Flott í gær, fyrir utan skallatennis og dómaravesenið hans Dóra. Nei, það slapp alveg. A liðið á átti að eiga leik í dag við Njarðvík away í bikarnum, en þeir báðu um frestun, þannig að hann verður ekki í dag!!
14 leikmenn úr B hóp voru í leyfi í gær og aðra 3 vissi ég ekki um. Þannig að það hefði verð eitthvað skrautlegur 11v11 leikurinn hjá okkur, hvað þá tveir æfingaleikir! En samt ánægður með hvað menn eru duglegir að láta vita.
En það er létt og laggóð föstudagsæfing - verðum aftur allir saman:
- Fös - Æfing - Allir - TBR völlur - kl.16.00 - 17.30.
Veit þetta er bögg fyrir þá sem ná ekki að losna úr vinnu fyrr en seinna, en þeir hreyfa sig kannski "sóló" í kvöld.
Stefni á frí á morgun, laugardag, en æfingu seinni partinn á sunnudag. Kíkið á Rey Cup punktana, leggja inn sem fyrst. Er byrjaður að púsla liðunum saman, verður vonandi klárt á mánudaginn.
Ok sör.
Sé ykkur,
Ingvi og co.
p.s. hellboy 2 fær tvær stjörnur, var samt ekki að lúkka í gær, var lang lang elstur í bíó!
- - - - -
fimmtudagur, 17. júlí 2008
Fim - breyting!
Smá breyting - æfum með A hóp í kvöld, þannig að það er mæting beint upp á Suðurlandsbraut kl.20.00. Aight:
- Fim - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.20.00 - 21.30.
Sé ykkur, líf og fjör.
Ingvi og co.
- - - - - -
p.s. lesa svo rey cup punktana takk!
Rey Cup undirbúningur, greiðsla og skráning!
Sæl verið þið drengir og foreldrar!
Þá er það Rey-Cup 2008 sem hefst eftir viku. Flestir hafa tekið þátt áður og þekkja dagskrána en hér á eftir eru nokkur atriði sem vert er að huga að.
Kvittun á e-póst: aj@borgun.is - Munið að setja nafn leikmanns í skýringu.
Lokafrestur til að greiða er 22. júlí. (Ath. inneign, sjá neðst).
- Skipulag: Allir í 3. flokki karla gista heima hjá sér en flokkurinn hefur aðstöðu í Langholtsskóla á meðan á mótinu stendur fyrir fundi og samveru á milli leikja og dagskráratriða. Prógrammið verður svipað og í fyrra: Leikmenn hittast í morgunmat í Langholtsskóla með keppnisföt og sundföt og halda hópinn með sínu liði og liðsstjóra þar til dagskránni lýkur að kvöldi og fara þá heim og sofa þar.
Mótið hefst formlega miðvikudaginn 23. júlí með fundi 3. flokks ásamt þjálfurum í Langholtsskóla, (auglýst nánar síðar) en fyrstu leikirnir eru fimmtudaginn 24. júlí.
Mótinu lýkur sunnudaginn 27. júlí. Sjá dagskrá Rey-Cup á heimasíðu Þróttar.
Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Þið fáið svo meiri upplýsingar þegar nær dregur, reynum svo að æfa í liðunum 2-3 sinnum fyrir mót.
kv,
Flokksráð 3.fl kk, Örnólfur, Ingvi og Dóri.
- - - - -
p.s. inneignir: Bjarki Björgvinsson - 6.000kr. Einar Þór Gunnlaugsson - 5.000kr. Jakob Fannar Árnason - 3.600kr. Jónmundur Þorsteinsson - 3.500kr. Viktor Berg Margrétarson - 4.500kr. Daníel Örn - 4.000kr. Jóel - 4.000kr.
miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fim!
þriðjudagur, 15. júlí 2008
Mið
Ef þið enn vakandi, then go to sleep, því það er morgunæfing:
- Mið - Morgunæfing - B hópur - Suddinn - kl.07.00 - 08.15.
Sjáumst eftir smá, eldhressir.
Ingvi (dóri fær að sofa út).
- - - - -
mánudagur, 14. júlí 2008
Þrið!
A liðið á svo leik v Fjölni2 kl.20.00, hægt að rúlla og kíkja á hann eftir æfingu.
Fara að gíra sig svo fyrir Rey Cup, kem með gróft infó seinna í dag.
Síja,
Ingvi og Dóri
- - - - - -
föstudagur, 11. júlí 2008
Mán!
Smá breyting í dag, mánudag! Það verður frí á æfingu - en í staðinn hvetjum við alla að skella sér til Grindavíkur og horfa á mfl keppa (alveg spurning um að skella á skyldumætingu). Þetta er þvílíkt mikilvægur leikur og mér sýnist líka alveg tími á suma að fara á leik.
- Grindavík - Þróttur - Grindavíkurvöllur - kl.19.15.
Næ ekki og nenni líka ekki að taka einhverja reddingu til að hafa æfingu þannig að hvernig væri að við fjölmennum í kvöld, draga félagann á leikinn - það fer rúta frá Þrótti kl.18.00 frá Þrótti (kostar 500 kr á mann og gott að smessa á ása til að bóka sig - 661-1758).
Hér fyrir neðan er svo gróft plan fyrir næstu tvær vikurnar.
Sé ykkur í kvöld og á morgun, þriðjudag.
Ingvi og co.
- - - - - -
Mán: Mfl leikur í Grindavík - kl.19.15.
Þrið: Æfing - Suðurlandsbraut - kl.18.15.
Mið: Morgunæfing - Suðurlandsbraut - kl.07.00.
Fim: Æfingaleikur! (+ Foreldrafundur v. Rey Cup).
Fös: Æfing - TBR völlur - kl.17.30.
Laug: Æfing + Gúff - kl.12.00.
Sun: Æfing - Suðurlandsbraut - kl.17.00.
Mán: Frí (mfl v fjölni kl.19.15).
Þrið: Æfing.
Mið: Létt æfing + Fundur.
Fim - Sun: Rey Cup.
- - - - -
Mætingar!
Þetta mjakast svona aðeins inn - hérna kemur loksins apríl og maí mætingarnar. Sem fyrr set ég topp 10 - og hvet hina til að meila á mig og fá sínar mætingar (ingvisveins@langholtsskoli.is)
Í júní á ég svo bara eftir að fá hjá ykkur hverjir dæmdu í Bónusmótinu og fóru á fundinn hjá Lúka Kostic. Vinn í því.
Veit líka að það eru ýmsar ástæður fyrir að menn komast ekki á æfingar - en verð samt að segja það að mér finnst allt of fáir leikmenn með yfir 70% í mætingu. Ef menn fara mjög mikið undir þessa tölu þá bæði geta þeir ekki búist við miklum árangri né spilatíma í sumar!
Veit samt að sumarmánuðirnir geta verið "tricky" út af sumarleyfum ofl.
- - - - -
Apríl (alls 17 skipti):
1. Símon - 17 skipti - 100%
2. Óskar - 15 skipti - 88%
3. Flóki - 15 skipti - 88%
4. Þorleifur - 15 skipti - 88%
5. Starkaður - 14 skipti - 82%
6. Jónmundur - 13.skipti - 76%
7. Matthías - 13.skipti - 76%
8. Tryggvi - 13.skipti - 76%
9. Davíð Þór - 12.skipti - 71%
10. Jóel - 12.skipti - 71%
- - - - -
Maí (alls 16 skipti):
1. Flóki - 15 skipti - 94%
2. Óskar - 15 skipti - 94%
3. Símon - 15 skipti - 94%
4. Tryggvi - 14 skipti - 88%
5. Viktor Berg - 14 skipti - 88%
6. Sindri - 13 skipti - 81%
7. Stefán Tómas - 13 skipti - 81%
8. Kormákur - 12 skipti - 75%
9. Mikael Páll - 11 skipti - 69%
- - - - -
Helgin!
Virkilega flott mæting í morgun strákar, ánægður með ykkur. Fórum aðeins yfir hlutina og veit að við lögum hlutina pottþétt saman, frá og með næsta mánudegi.
Sem sé helgarfrí hjá okkur. Vill samt að menn hreyfi sig einu sinni yfir helgina, taki aðeins á því þar sem það líða næstum þrír dagar þanngað til við sjáumst næst.
Æfum næst á mánudaginn og svo er ætlunin að taka 2 æfingaleiki (einn á mann) í næstu viku.
Hafið það gott.
Ingvi og Dóri.
- - - - -
p.s. Símon, Óskar og Flóki eiga svo inni powerade eftir klassa sigur í fótboltatennismótinu í morgun.
p.s.s. ætla svo að reyna að klára mætingarnar sem ég skulda - kemur vonandi um helgina.
p.s.s.s Það er svo A liðs leikur í kvöld, byrjar snemma, kl.17.30 v Njarðvík. Ekki alveg klár á velli, en kíkið endilega.
- - - - - -
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Fös!
Látið þetta berast til allra:
- Föstudagur - B hópur - Morgunæfing - Suðurlandsbraut - kl.7.00 - 8.15.
Sýnum metnað, stillum vekjaraklukkuna aðeins fyrr og mætum allir.
Tölum saman um vikuna og tökum síðan hressa æfingu.
Ingvi og Dóri.
p.s. Forföll skulu tilkynnast með símtali í kvöld!
- - - - -
Íslandsmótið v Leikni!
- - -
Menn hafa oft spilað betur - Snæbjörn hélt boltanum illa og fékk hann tvisvar sinnum yfir sig. Bjargaði okkur reyndar nokkrum sinnum.
Allt of rólegt var yfir sumum leikmönnum, menn verða að sýna smá grimmd, fara í manninn sinn, garga og fara í boltann á fullu. Við erum komnir í 3.flokk!
Framherjar fengu úr litlu að moða en vantaði samt upp á móttökuna hjá sumum. Við fengum samt okkar færi sem hefði verið snilld að klára en vorum óheppnir nokkrum sinnum.
Allt of fáir voru að berjast á fullu. Menn sem komu inn voru ekki alveg í gírnum.
Og varnarleikurinn í heild var eiginlega skelfilegur í einu orði sagt!
Svo er bara að vinna í þessum atriðum! Upp með hausinn og mæta klárir í næsta leik. Klárt?
mánudagur, 7. júlí 2008
Leikur v Leikni - fim!
Það er taka tvö í vikunni - leikur v Leikni í dag, fimmtudag. Og aftur á okkar heimavelli. Liðið soldið breytt frá síðasta leik, en algjört skilyrði að allir leikmenn mæti 100% klárir og klári leikinn á fullu gasi.
Sumir leikmenn búnir að vera í langri pásu, sumir búnir að æfa stöpult og aðrir nýbyrjaðir aftur eftir pásu - þannig að þeir koma sér í enn betra stand á æfingum og verða svo klárir fljótlega í leik.
En hérna er the plan í dag:
- Leikur v Leikni - Mæting kl.18.00 niður í Þrótt - Keppt frá kl.19.00 - 20.20 á suddanum:
Starting: Snæbjörn Valur í markinu - Sindri og Viktor G bakverðir - Tolli og Hrafn miðverðir - Kommi og Flóki á miðjunni - Bjarki Steinn og Emil Dagur á köntunum - Tryggvi og Daníel Örn frammi. Varamenn: Óskar - Stefán Tómas - Arnar Kári - Jóel - Kristján Orri.
- Hvíla í dag: Orri (markmannsæfing) - Starkaður (meiddur) - Jakob Fannar (vinna) - Mikael Páll (ferðalag!) - Kristófer (meiddur) - Davíð Þór (ferðalag) - Jónmundur (ferðalag) - Daði Þór (ferðalag) - Símon (meiddur) - Matthías (meiddur) - Stefán Karl (markmannsæfing) - Pétur (?) - Ásgeir (?).
- Æfa væntanlega með A hópi í dag (læt ykkur vita hvenær): Anton Sverrir - Úlfar Þór - Viktor Berg - Davíð H - Árni H - Sigvaldi H - Hákon + (Guðmundur Andri - Guðlaugur Þór - Hreinn Ingi).
Fara varlega í dag og ekki taka á því á fullu á vinnuskólahátíðinni! Mætum svo á réttum tíma strákar, með allt dót. Hvítar stullur og hvítir sokkar. Og ready í leikinn, við vorum það ekki síðast, látum það ekki gerast aftur.
Líf og fjör, og barátta!
kv,
Ingvi (8698228) og Dóri.
p.s. eftir leik fá leikmenn svo glæsilegan safndisk; "Portrett Þróttur" sem ætlunin er að selja.
Hver diskur kostar kr. 2.000.- og fær sölumaður kr. 500.- af hverjum seldum diski.
Þetta er upplögð fjáröflun til að safna fyrir þátttökugjaldinu á Reycup! Meira um það í kvöld.
- - - - -
Mið!
Það er æfing í dag, miðvikudag - það var alltaf á dagskrá (menn voru ekvað að spá í commentunum). En hún er um kveldið, á undan myndasýningunni (en ekki um morgunin - erum soldið slappir á morgunæfingunum). Planið í dag er þá svona:
- Mið - Æfing - Suðurlandsbraut - kl.18.00 - 19.30.
- Myndasýning: Kæru foreldrar og forráðamenn! Það verður myndakvöld frá Spáni næsta miðvikudagskvöld 9. júlí kl. 20:00 í salnum í Félagshúsi Þróttar. Foreldrar eru einnig velkomnir. Boðið verður upp á veitingar (en það er samt vissara af fá sér smá bita heima líka).
Hittumst hress og kát og skemmtum okkur !! Kveðja frá fararstjórum
Annars fengum við ansi góðann skell á móti KR í gær þrátt fyrir að hafa verið með boltann megnið af leiknum. En það er svo aftur leikur v Leikni á morgun, fimmtudag - alltaf gott að fá leik fljótt aftur þegar maður hefur tapað - þá getur maður snúið við dæminu.
Býst við svaðalegri mætingu á æfingu! Handboltaguttar mættir aftur á klakann (valla á æfingu takk). Engin æfing í mfl þannig að kjappinn er með (ekki í marki). Og Dóri ætlar að vera með svaðlega nýja þraut!
Sjáumst úberhressir alveg (þeir sem fóru í ísbaðið verða það alla veganna).
Ingvi og Dóri.
- - - - - -
Íslandsmótið v KR2!
Loksins var komið að þriðja leiknum hjá okkur - veit ekki hvort að menn héldu að þetta yrði eitthvað létt því staðreyndin 6-1 tap! Vorum samt með boltann nánast allann leikinn en náðum bara ekki að klára dæmið. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Mótherjar: KR2.
Tegund liðs: Íslandsmótið.
Lið: B lið.
Dags: Þriðjudagurinn 7.júlí.
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: TBR völlur.
Dómari: Dóri er náttúrlega besti dómarinn í Þrótti, en Binni G hefði mátt vera hressari á flautunni!
Aðstæður: Ansi heitt í veðri og völlurinn soldið þurr, en samt góður.
Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Úrslit: 1 - 6.
Mörk: Flóki (fylgdi vel eftir vítinu sínu).
Maður leiksins: Kormákur.
Liðið:
Orri í markinu - Viktor Berg og Kobbi (c) bakverðir - Tolli og Gummi miðverðir - Bjarki Steinn og Gulli á köntunum - Kommi og Hreinn á miðjunni - Daníel Örn og Flóki frammi. Varamenn: Hrafn, Viktor G, Starki, Tryggvi og Davíð Hafþór.
Frammistaða:
Ekki panikka þótt punktarnir séu neikvæðir á köflum - vinnum bara í þeim!
Orri: Hefur oft verið betri og einbeittari - og of margir boltar frá honum fóru beint á kr-ingana.
Viktor B: Virkaði smá stressaður sóknarlega - og vantaði smá meiri kraft í návígin varnarlega.
Tolli: Átti nokkuð góðan leik - spurning með staðsetningar í mörkunum í fyrri, náði ekki að sjá það nógu vel - og svo seigur á kantinum í lokin.
Gummi: Djöflaðist vel allann leikinn - en mætti tala meira og stjórna bakverðinum sínum megin.
Kobbi: Vann mjög vel, var mikið í boltanum, sérstaklega í seinni hálfleik. vantaði kannski nokkrum sinnum að hafa síðustu sendinguna betri. Samt góður leikur.
Gulli: Var mjög hættulegur með boltann og lét hann rúlla betur en vanalega - en samt svekkjandi að fá ekkert út úr sendingunum né skotunum hans.
Kommi: Örugglega mest með boltann í okkar liði, duglegur að losa sig og fá boltann, og líður náttúrulega vel með hann - skilaði honum yfirleitt vel frá sér - topp leikur.
Hreinn: Fyrsti leikurinn hans (undir minni stjórn) með B liðinu og flestum leikmönnunum - leysti sína stöðu bara nokkuð vel og átti prýðilegan hálfleik.
Bjarki Steinn: Sama hér og hjá Gulla, var duglegur að losa sig og fékk boltann oft út á kant - en náði ekki að klára dæmið né setja félagann upp þannig að við fengum mark út úr því.
Daníel Örn: Nokkuð ánægður með hann - var duglegur að bjóða sig og átti yfirleitt góð hlaup - en hefði mátt fá betri bolta til að moða úr.
Flóki: Svona melló leikur - staða á velli kannski eitthvað að trufla hann - en lala víti en snilldarlega fylgt á eftir.
Hrafn: Nokkuð ánægður með innkomuna hans - var óhræddur að fara upp í skallabolta og var vel í bakinu á þeim miðsvæðis. Mætti vera aðeins meira á tánum - sneggri að finna mann.
Viktor G: Kom nokkuð vel út í sínum fyrsta leik í íslandsmótinu - á að leysa þessa stöðu manna best og gerir það pottþétt þegar hann er búinn að mæta eins og ljónið á æfingar.
Starki: Var ekki alveg að finna sig á miðjunni - náttúrulega ný kominn aftur eftir frí, og líka kannski ekki vanur miðjunni. Rúllar upp næsta leik.
Tryggvi: Nokkuð sprækur eftir svíþjóð - fékk alla veganna einn deddara sem ég hefði viljað sjá inni, eftir svaðalega sendingu frá tolla - klárar það á fimmtudaginn.
Davíð Hafþór: Prýðileg innkoma á vinstri kantinn - átti alla veganna tvær ágætar fyrirgjafir. bara versla skó fyrir næsta leik!
Almennt um leikinn:
Vill byrja á að taka á mig smá klúður í byrjun - Dóri þurfti að dæma og ég missti af fyrsta korterinu! Vonum að þetta gerist ekki aftur. Tökum svo hvern hálfleik fyrir sig:
Fyrri: Vorum örugglega með boltann 75% af leiknum - lendum samt 2-0 undir þegar hálfleikurinn var hálfnaður, og svo kom það þriðja skömmu seinna. Öll mörkin keimlík, vorum alls ekki nógu grimmir, svo einfalt er það.
Við áttum fullt af skotum á mark, það er mjög jákvætt. Fram á við tókum við fullt af þríhyrningum og vorum nokkuð duglegir að finna lausann mann, sérstaklega Komma. Það vantaði samt að taka loka hlaupið og hafa loka sendinguna " a la xavi" eða " a la fabregas"! Hlupum stundum of langt með hann, eiginlega beint í lappirnar á þeim.
En náðum að minnka muninn, flott gegnumbrot hjá Danna sem fékk verðskuldað víti. Flóki kallaður til, lét verja frá sér en fylgdi vel á eftir og 1-3 í hálfleik.
Seinni: Hélt að við myndum koma alveg brjálaðir til leiks og minnka munin. Við vorum enn með boltann eins og í fyrri en náðum bara ekki að slútta. Komumst trekk í trekk að vítateignum þeirra en lengra fórum við eiginlega ekki. Áttum nokkur ágæt skot, nokkrar góðar fyrirgjafir en vorum ekki með heppnina með okkur. Misstum boltann líka ansi oft með slökum sendingum - verðum að laga það strákar.
Í staðinn kláraðu þeir einu tvö góðu færin sem þeir fengu. Þar vantaði miklu meiri power okkur og að loka betur á skotinn þeirra. Og í lokin kom svo sjötta markið þeirra, algjörlega til að toppa daginn!
En lærum af þessu strákar, það er bara næsti leikur, og veit við mætum í hann á milljón, allir.
- - - - -
sunnudagur, 6. júlí 2008
Leikur v KR - þrið!
Leikur v KR á morgun, þriðjudag. Við færðum hann um einn dag og líka um völl! Þannig að hann er á okkar heimavelli. Það er svo aftur leikur á fimmtudaginn, og þá við Leikni, býst við að rótera liðinu aðeins í þessum leikjum þannig að allir keppi í vikunni! En hérna er planið á morgun:
- Leikur v KR - Mæting kl.18.15 niður í Þrótt - Keppt frá kl.19.00 - 20.20 á TBR velli:
Starting: Orri - Jakob Fannar - Þorleifur - Guðmundur Andri - Viktor Berg - Guðlaugur Þór - Kormákur - Hreinn Ingi - Bjarki Steinn - Flóki - Daníel Örn. Varamenn: Hrafn - Viktor G - Davíð Hafþór - Tryggvi - Kristófer.
Mæta klárir og með allt dót - Við spilum í rauðu og hvítu.
Frí hjá öðrum en sterkur leikur að láta sjá sig og kíkja á leikinn.
Klárum dæmið saman.
kv,
Ingvi og Dóri.
- - - - -
Mán!
Ný vika að "kicka" inn - tveir leikir í vikunni og svo styttist í Rey-Cup. Æfum svk. plani á morgun, mánudag (ótrúlegt en satt):
- Æfing - Mán - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.19.00 - 20.30.
Reitur og chill fyrsta korterið, svo hefst formleg æfing korter yfir.
Megið svo leiðrétta mig ef listarnir hér fyrir neðan passa ekki.
Sjáumst á morgun,
svo klárum við KR á þrið.
kv,
Ingvi og Dóri.
- - - - -
ferðalistinn: addi - stebbi t - tryggvi - kristó - jóel - krissi - daði þór - sindri - úlli - jónmundur.
meiðslalistinn: matti - símon - anton s.
ready to go listinn:mikki - kobbi - starki - flóki - silli - viktor g - viktor b - tolli - kommi - hrafn - orri - danni ö - davíð þ - hákon - davíð h - óskar - árni h - emil d - pétur! - ásgeir! - stefán k!
- - - - -
laugardagur, 5. júlí 2008
föstudagur, 4. júlí 2008
Fös!
Langflestir voru á æfingunni í gær, og heyrðu mig vonandi segja að æfingin sé fjögur í dag, föstudag:
- Æfing - Fös - B hópur - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.30.
Fótboltagolf og spil. Látið mig vita ef þið komist ekki - vona að allir séu lausir frá vinnu þá (ekki nógu spennó að hafa æfingu 19.00 á fös). En þurfum samt að athuga þetta ef einhver er enn í vinnu þá.
En sjáumst hressir í dag,
Ingvi og Dóri.
- - - - - -
fimmtudagur, 3. júlí 2008
þriðjudagur, 1. júlí 2008
Þrið!
Takk fyrir síðast - myndin nokkuð þétt, ca.3 stjörnur. Líka fín mæting á æfingu, en ætlum samt að æfa með A hóp í kvöld, þriðjudag, á TBR velli (leikir á suddanum):
- Æfing - Þrið - Allir - TBR völlur - kl.18.15 - 19.45.
Einhverjir ætla að fórna sér í línuvörslu í 4.fl fyrir og eftir æfingu, sem er snilld - en annars tökum við bara á því og gerum okkur klára í næstu leiki.
Síja,
Ingvi, Dóri og Örnólfur.
- - - - -